Uppsagnir óumflýjanlegar Sveinn Arnarsson skrifar 15. júní 2015 07:00 Framkvæmdastjóri hjúkrunar á LSH segir þá stöðu sem upp er komin grafalvarlega og að íslenskt heilbrigðiskerfi megi ekki við því að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum. „Það er hrun yfirvofandi í íslensku heilbrigðiskerfi ef af verður,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, við þeim fregnum að fjöldi hjúkrunarfræðinga ætli sér að segja upp vegna lagasetningar á verkfall þeirra sem samþykkt var á Alþingi síðastliðinn laugardag. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það hafa verið brýnt að stöðva verkfallsaðgerðir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Það komu inn uppsagnir fyrir helgi sem ég hef fengið staðfestar en ég reikna með því að það komi mun fleiri uppsagnir inn á borð spítalans þegar hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu eftir helgina,“ segir Sigríður. „Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykki í íslensku heilbrigðiskerfi og ég hef heyrt í mjög sérhæfðum hjúkrunarfræðingum að þeir einstaklingar muni segja upp í stórum stíl.“ Verkfallsaðgerðir hafa staðið yfir í langan tíma og hefur staðan á sjúkrahúsum landsins versnað dag frá degi. Sigríður segir það hárrétt að verkfalli varð að ljúka en ekki með þessum hætti. Reiðin sé mikil innan stéttarinnar með lagasetningu á verkfall þeirra og langlundargeð hjúkrunarfræðinga sé að þrotum komið.Kristján Þór Júlíusson Heilbrigðisráðherra.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir stofnanirnar þurfa nú að taka á þeim vanda ef hjúkrunarfræðingar fara að segja upp í stórum stíl. „Það er leitt ef til þess þarf að koma,“ segir Kristján Þór. „Brýnasta úrlausnarefnið var að tryggja öryggi sjúklinga. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga eru veruleiki sem stofnanirnar þurfa svo að takast á við.“ BHM hefur boðað málsókn vegna lagasetningar þingsins og segir það brot á stjórnarskrá að afnema samningsrétt félagsins. „Það er áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinna nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu,“ segir í tilkynningu BHM. Verkfall 2016 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Það er hrun yfirvofandi í íslensku heilbrigðiskerfi ef af verður,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, við þeim fregnum að fjöldi hjúkrunarfræðinga ætli sér að segja upp vegna lagasetningar á verkfall þeirra sem samþykkt var á Alþingi síðastliðinn laugardag. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það hafa verið brýnt að stöðva verkfallsaðgerðir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Það komu inn uppsagnir fyrir helgi sem ég hef fengið staðfestar en ég reikna með því að það komi mun fleiri uppsagnir inn á borð spítalans þegar hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu eftir helgina,“ segir Sigríður. „Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykki í íslensku heilbrigðiskerfi og ég hef heyrt í mjög sérhæfðum hjúkrunarfræðingum að þeir einstaklingar muni segja upp í stórum stíl.“ Verkfallsaðgerðir hafa staðið yfir í langan tíma og hefur staðan á sjúkrahúsum landsins versnað dag frá degi. Sigríður segir það hárrétt að verkfalli varð að ljúka en ekki með þessum hætti. Reiðin sé mikil innan stéttarinnar með lagasetningu á verkfall þeirra og langlundargeð hjúkrunarfræðinga sé að þrotum komið.Kristján Þór Júlíusson Heilbrigðisráðherra.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir stofnanirnar þurfa nú að taka á þeim vanda ef hjúkrunarfræðingar fara að segja upp í stórum stíl. „Það er leitt ef til þess þarf að koma,“ segir Kristján Þór. „Brýnasta úrlausnarefnið var að tryggja öryggi sjúklinga. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga eru veruleiki sem stofnanirnar þurfa svo að takast á við.“ BHM hefur boðað málsókn vegna lagasetningar þingsins og segir það brot á stjórnarskrá að afnema samningsrétt félagsins. „Það er áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinna nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu,“ segir í tilkynningu BHM.
Verkfall 2016 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira