Allir Íslendingar verða skráðir í Vantrú Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2015 11:01 Hér má sjá mynd frá árlegu Bingó Vantrú sem haldið er á föstudeginum langa. vísir/anton brink Stjórnarfundur Vantrúar hefur samþykkt ályktun sem túlka má sem háðsádeilu á trúskráningum á Íslandi. Á fundinum var ákveðið að frá og með 1. mars næstkomandi verði allir Íslendingar skráðir í Vantrú, samkvæmt vefsíðu félagsins.Þar segir: „Þú, kæri lesandi, verður því meðlimur í Vantrú, fjölmennasta félagi landsins, nema þú skráir þig sérstaklega úr félaginu. Fólk sem eignast börn eftir mánaðarmótin 1. mars þarf ekki að hafa áhyggjur af því að börnin þeirra missi af því að verða hluti af þessu lifandi samfélagi, þar sem að við munum skrá börn sjálfkrafa í Vantrú, óháð skráningu foreldra og án vitundar eða samþykkis þeirra. Sem er að sjálfsögðu langbesta leiðin. Og sanngjörn.“ Vantrú er félag trúleysingja sem hefur það helsta markmið, samkvæmt heimasíðu félagsins, að veita mótvægi við boðun hindurvitna og vinna gegn áhrifum þeirra í samfélaginu. Á síðunni segir að ef svo ólíklega vilji til að „þú vilt ekki gerast meðlimur í Vantrú, þá er lítið mál að skrá sig úr Vantrú. Ef þú ert orðinn 18 ára þarft þú einungis að senda tölvupóst með tilkynningu um úrsögn ásamt skönnuðu persónuskilríki á tölvupóstfangið ursognurvantru(at)vantru.is.“ Fram kemur í tilkynningu Vantrúar að ekki sé eins einfalt að skrá sig úr ríkiskirkjunni. „Ýmsir innan Vantrúar mótmæltu þessu fyrirkomulagi, en stjórnin benti þeim réttilega á að í raun væri þetta opinberlega viðurkennd aðferð við skráningu á félagatali á Íslandi. Samskonar aðferð hefur til dæmis verið beitt heillengi í trúfélagsskráningu á Íslandi.“ Rétt er að taka fram að félagið getur ekki upp á sitt einsdæmi skráð alla Íslendinga í Vantrú. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Stjórnarfundur Vantrúar hefur samþykkt ályktun sem túlka má sem háðsádeilu á trúskráningum á Íslandi. Á fundinum var ákveðið að frá og með 1. mars næstkomandi verði allir Íslendingar skráðir í Vantrú, samkvæmt vefsíðu félagsins.Þar segir: „Þú, kæri lesandi, verður því meðlimur í Vantrú, fjölmennasta félagi landsins, nema þú skráir þig sérstaklega úr félaginu. Fólk sem eignast börn eftir mánaðarmótin 1. mars þarf ekki að hafa áhyggjur af því að börnin þeirra missi af því að verða hluti af þessu lifandi samfélagi, þar sem að við munum skrá börn sjálfkrafa í Vantrú, óháð skráningu foreldra og án vitundar eða samþykkis þeirra. Sem er að sjálfsögðu langbesta leiðin. Og sanngjörn.“ Vantrú er félag trúleysingja sem hefur það helsta markmið, samkvæmt heimasíðu félagsins, að veita mótvægi við boðun hindurvitna og vinna gegn áhrifum þeirra í samfélaginu. Á síðunni segir að ef svo ólíklega vilji til að „þú vilt ekki gerast meðlimur í Vantrú, þá er lítið mál að skrá sig úr Vantrú. Ef þú ert orðinn 18 ára þarft þú einungis að senda tölvupóst með tilkynningu um úrsögn ásamt skönnuðu persónuskilríki á tölvupóstfangið ursognurvantru(at)vantru.is.“ Fram kemur í tilkynningu Vantrúar að ekki sé eins einfalt að skrá sig úr ríkiskirkjunni. „Ýmsir innan Vantrúar mótmæltu þessu fyrirkomulagi, en stjórnin benti þeim réttilega á að í raun væri þetta opinberlega viðurkennd aðferð við skráningu á félagatali á Íslandi. Samskonar aðferð hefur til dæmis verið beitt heillengi í trúfélagsskráningu á Íslandi.“ Rétt er að taka fram að félagið getur ekki upp á sitt einsdæmi skráð alla Íslendinga í Vantrú.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira