Strawberries þarf að greiða dæmdum nauðgara vangoldin laun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2015 14:12 Maðurinn, Ingvar Dór Birgisson, hóf störf hjá Strawberries sumarið 2010 og rak barinn allt þar til um mánaðarmótin apríl maí 2011. Vísir/Stefán Veitingahúsið Lækur, sem rak meðal annars „selskapsdömustaðinn“ Strawberries í Lækjargötu, hefur verið dæmt til að greiða fyrrum starfsmanni vangoldin laun að upphæð rúmlega 1,3 milljóna króna auk dráttarvaxta. Maðurinn rak barinn á Strawberries í tæpt ár en var sagt upp störfum. Vinnuveitendur báru því við að hann hefði farið frjálslega með debetkort í eigu staðarins. Maðurinn, Ingvar Dór Birgisson, hóf störf hjá Strawberries sumarið 2010 og rak barinn allt þar til um mánaðarmótin apríl maí 2011. Þá var óskað eftir því að hann skilaði af sér debetkorti, farsíma og lyklum sem hann hafði vegna starfs síns. Var ástæðan sögð sú að verið væri að rannsaka hvort notkun hans á debetkorti staðarins hefði farið út fyrir mörk. Málið var kært til lögreglu í nóvember 2011 en lögregla hætti rannsókn málsins í september 2012. Maðurinn fór fram á að fá greidd laun vegna ólögmætrar uppsagnar auk orlofsgreiðslna samanlagt að upphæð 1,6 milljóna króna. Féllst héraðsdómur á að uppsögnin hefði verið ólögmæt enda hefði ekki verið sannað að maðurinn hefði brotið af sér í starfi. Forsvarsmenn Læks þyrftu því að greiða honum rúmar 1,3 milljónir króna auk dráttarvaxta. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn.Maðurinn var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot sem átti sér stað gagnvart fjórtán ára stúlku vorið 2010. Flúði hann meðal annars land á meðan á rannsókn málsins stóð en var framseldur til Íslands í júní. Var hann dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í bætur. Þá er hann grunaður um kynferðisbrot gagnvart annarri fjórtán ára stúlku.Uppfært 19:00 Upprunalega stóð hér að maðurinn hefði rekið Strawberries, en rétt er að hann rak barinn á staðnum, eins og stendur í dómnum. Tengdar fréttir Eftir fimm og hálfs árs baráttu barst símtal sem breytti öllu Ingvar Dór Birgisson var dæmdur fyrir að hafa áreitt kynferðislega og nauðgað Chastity Rose Dawson Gísladóttur, þá fjórtán ára, á heimili sínu. 2. október 2015 10:30 Dæmdur kynferðisbrotamaður: Framseldur til Íslands frá Hollandi Chastity Rose Dawson Gísladóttur var nauðgað fyrir fimm og hálfu ári. Gerandinn, Ingvar Dór Birgisson, flýr endurtekið land en situr nú í gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um annað kynferðisbrot. 21. júlí 2015 16:15 Grunaður um kynferðisbrot gegn annarri fjórtán ára stúlku Ingvar Dór Birgisson er gert að sök að hafa haft samfarir við stúlkuna meðal annars með hótunum um að birta nektarmyndir af stúlkunni. 5. október 2015 09:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Veitingahúsið Lækur, sem rak meðal annars „selskapsdömustaðinn“ Strawberries í Lækjargötu, hefur verið dæmt til að greiða fyrrum starfsmanni vangoldin laun að upphæð rúmlega 1,3 milljóna króna auk dráttarvaxta. Maðurinn rak barinn á Strawberries í tæpt ár en var sagt upp störfum. Vinnuveitendur báru því við að hann hefði farið frjálslega með debetkort í eigu staðarins. Maðurinn, Ingvar Dór Birgisson, hóf störf hjá Strawberries sumarið 2010 og rak barinn allt þar til um mánaðarmótin apríl maí 2011. Þá var óskað eftir því að hann skilaði af sér debetkorti, farsíma og lyklum sem hann hafði vegna starfs síns. Var ástæðan sögð sú að verið væri að rannsaka hvort notkun hans á debetkorti staðarins hefði farið út fyrir mörk. Málið var kært til lögreglu í nóvember 2011 en lögregla hætti rannsókn málsins í september 2012. Maðurinn fór fram á að fá greidd laun vegna ólögmætrar uppsagnar auk orlofsgreiðslna samanlagt að upphæð 1,6 milljóna króna. Féllst héraðsdómur á að uppsögnin hefði verið ólögmæt enda hefði ekki verið sannað að maðurinn hefði brotið af sér í starfi. Forsvarsmenn Læks þyrftu því að greiða honum rúmar 1,3 milljónir króna auk dráttarvaxta. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn.Maðurinn var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot sem átti sér stað gagnvart fjórtán ára stúlku vorið 2010. Flúði hann meðal annars land á meðan á rannsókn málsins stóð en var framseldur til Íslands í júní. Var hann dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í bætur. Þá er hann grunaður um kynferðisbrot gagnvart annarri fjórtán ára stúlku.Uppfært 19:00 Upprunalega stóð hér að maðurinn hefði rekið Strawberries, en rétt er að hann rak barinn á staðnum, eins og stendur í dómnum.
Tengdar fréttir Eftir fimm og hálfs árs baráttu barst símtal sem breytti öllu Ingvar Dór Birgisson var dæmdur fyrir að hafa áreitt kynferðislega og nauðgað Chastity Rose Dawson Gísladóttur, þá fjórtán ára, á heimili sínu. 2. október 2015 10:30 Dæmdur kynferðisbrotamaður: Framseldur til Íslands frá Hollandi Chastity Rose Dawson Gísladóttur var nauðgað fyrir fimm og hálfu ári. Gerandinn, Ingvar Dór Birgisson, flýr endurtekið land en situr nú í gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um annað kynferðisbrot. 21. júlí 2015 16:15 Grunaður um kynferðisbrot gegn annarri fjórtán ára stúlku Ingvar Dór Birgisson er gert að sök að hafa haft samfarir við stúlkuna meðal annars með hótunum um að birta nektarmyndir af stúlkunni. 5. október 2015 09:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Eftir fimm og hálfs árs baráttu barst símtal sem breytti öllu Ingvar Dór Birgisson var dæmdur fyrir að hafa áreitt kynferðislega og nauðgað Chastity Rose Dawson Gísladóttur, þá fjórtán ára, á heimili sínu. 2. október 2015 10:30
Dæmdur kynferðisbrotamaður: Framseldur til Íslands frá Hollandi Chastity Rose Dawson Gísladóttur var nauðgað fyrir fimm og hálfu ári. Gerandinn, Ingvar Dór Birgisson, flýr endurtekið land en situr nú í gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um annað kynferðisbrot. 21. júlí 2015 16:15
Grunaður um kynferðisbrot gegn annarri fjórtán ára stúlku Ingvar Dór Birgisson er gert að sök að hafa haft samfarir við stúlkuna meðal annars með hótunum um að birta nektarmyndir af stúlkunni. 5. október 2015 09:00