Strawberries þarf að greiða dæmdum nauðgara vangoldin laun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2015 14:12 Maðurinn, Ingvar Dór Birgisson, hóf störf hjá Strawberries sumarið 2010 og rak barinn allt þar til um mánaðarmótin apríl maí 2011. Vísir/Stefán Veitingahúsið Lækur, sem rak meðal annars „selskapsdömustaðinn“ Strawberries í Lækjargötu, hefur verið dæmt til að greiða fyrrum starfsmanni vangoldin laun að upphæð rúmlega 1,3 milljóna króna auk dráttarvaxta. Maðurinn rak barinn á Strawberries í tæpt ár en var sagt upp störfum. Vinnuveitendur báru því við að hann hefði farið frjálslega með debetkort í eigu staðarins. Maðurinn, Ingvar Dór Birgisson, hóf störf hjá Strawberries sumarið 2010 og rak barinn allt þar til um mánaðarmótin apríl maí 2011. Þá var óskað eftir því að hann skilaði af sér debetkorti, farsíma og lyklum sem hann hafði vegna starfs síns. Var ástæðan sögð sú að verið væri að rannsaka hvort notkun hans á debetkorti staðarins hefði farið út fyrir mörk. Málið var kært til lögreglu í nóvember 2011 en lögregla hætti rannsókn málsins í september 2012. Maðurinn fór fram á að fá greidd laun vegna ólögmætrar uppsagnar auk orlofsgreiðslna samanlagt að upphæð 1,6 milljóna króna. Féllst héraðsdómur á að uppsögnin hefði verið ólögmæt enda hefði ekki verið sannað að maðurinn hefði brotið af sér í starfi. Forsvarsmenn Læks þyrftu því að greiða honum rúmar 1,3 milljónir króna auk dráttarvaxta. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn.Maðurinn var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot sem átti sér stað gagnvart fjórtán ára stúlku vorið 2010. Flúði hann meðal annars land á meðan á rannsókn málsins stóð en var framseldur til Íslands í júní. Var hann dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í bætur. Þá er hann grunaður um kynferðisbrot gagnvart annarri fjórtán ára stúlku.Uppfært 19:00 Upprunalega stóð hér að maðurinn hefði rekið Strawberries, en rétt er að hann rak barinn á staðnum, eins og stendur í dómnum. Tengdar fréttir Eftir fimm og hálfs árs baráttu barst símtal sem breytti öllu Ingvar Dór Birgisson var dæmdur fyrir að hafa áreitt kynferðislega og nauðgað Chastity Rose Dawson Gísladóttur, þá fjórtán ára, á heimili sínu. 2. október 2015 10:30 Dæmdur kynferðisbrotamaður: Framseldur til Íslands frá Hollandi Chastity Rose Dawson Gísladóttur var nauðgað fyrir fimm og hálfu ári. Gerandinn, Ingvar Dór Birgisson, flýr endurtekið land en situr nú í gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um annað kynferðisbrot. 21. júlí 2015 16:15 Grunaður um kynferðisbrot gegn annarri fjórtán ára stúlku Ingvar Dór Birgisson er gert að sök að hafa haft samfarir við stúlkuna meðal annars með hótunum um að birta nektarmyndir af stúlkunni. 5. október 2015 09:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Veitingahúsið Lækur, sem rak meðal annars „selskapsdömustaðinn“ Strawberries í Lækjargötu, hefur verið dæmt til að greiða fyrrum starfsmanni vangoldin laun að upphæð rúmlega 1,3 milljóna króna auk dráttarvaxta. Maðurinn rak barinn á Strawberries í tæpt ár en var sagt upp störfum. Vinnuveitendur báru því við að hann hefði farið frjálslega með debetkort í eigu staðarins. Maðurinn, Ingvar Dór Birgisson, hóf störf hjá Strawberries sumarið 2010 og rak barinn allt þar til um mánaðarmótin apríl maí 2011. Þá var óskað eftir því að hann skilaði af sér debetkorti, farsíma og lyklum sem hann hafði vegna starfs síns. Var ástæðan sögð sú að verið væri að rannsaka hvort notkun hans á debetkorti staðarins hefði farið út fyrir mörk. Málið var kært til lögreglu í nóvember 2011 en lögregla hætti rannsókn málsins í september 2012. Maðurinn fór fram á að fá greidd laun vegna ólögmætrar uppsagnar auk orlofsgreiðslna samanlagt að upphæð 1,6 milljóna króna. Féllst héraðsdómur á að uppsögnin hefði verið ólögmæt enda hefði ekki verið sannað að maðurinn hefði brotið af sér í starfi. Forsvarsmenn Læks þyrftu því að greiða honum rúmar 1,3 milljónir króna auk dráttarvaxta. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn.Maðurinn var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot sem átti sér stað gagnvart fjórtán ára stúlku vorið 2010. Flúði hann meðal annars land á meðan á rannsókn málsins stóð en var framseldur til Íslands í júní. Var hann dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í bætur. Þá er hann grunaður um kynferðisbrot gagnvart annarri fjórtán ára stúlku.Uppfært 19:00 Upprunalega stóð hér að maðurinn hefði rekið Strawberries, en rétt er að hann rak barinn á staðnum, eins og stendur í dómnum.
Tengdar fréttir Eftir fimm og hálfs árs baráttu barst símtal sem breytti öllu Ingvar Dór Birgisson var dæmdur fyrir að hafa áreitt kynferðislega og nauðgað Chastity Rose Dawson Gísladóttur, þá fjórtán ára, á heimili sínu. 2. október 2015 10:30 Dæmdur kynferðisbrotamaður: Framseldur til Íslands frá Hollandi Chastity Rose Dawson Gísladóttur var nauðgað fyrir fimm og hálfu ári. Gerandinn, Ingvar Dór Birgisson, flýr endurtekið land en situr nú í gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um annað kynferðisbrot. 21. júlí 2015 16:15 Grunaður um kynferðisbrot gegn annarri fjórtán ára stúlku Ingvar Dór Birgisson er gert að sök að hafa haft samfarir við stúlkuna meðal annars með hótunum um að birta nektarmyndir af stúlkunni. 5. október 2015 09:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Eftir fimm og hálfs árs baráttu barst símtal sem breytti öllu Ingvar Dór Birgisson var dæmdur fyrir að hafa áreitt kynferðislega og nauðgað Chastity Rose Dawson Gísladóttur, þá fjórtán ára, á heimili sínu. 2. október 2015 10:30
Dæmdur kynferðisbrotamaður: Framseldur til Íslands frá Hollandi Chastity Rose Dawson Gísladóttur var nauðgað fyrir fimm og hálfu ári. Gerandinn, Ingvar Dór Birgisson, flýr endurtekið land en situr nú í gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um annað kynferðisbrot. 21. júlí 2015 16:15
Grunaður um kynferðisbrot gegn annarri fjórtán ára stúlku Ingvar Dór Birgisson er gert að sök að hafa haft samfarir við stúlkuna meðal annars með hótunum um að birta nektarmyndir af stúlkunni. 5. október 2015 09:00