Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. desember 2015 07:24 Björgunarsveitarmenn að störfum - mynd úr safni. vísir/vilhelm Björgunarsveitir á Austurlandi hafa víða verið kallaðar út. Á Eskifirði er ástandið einna verst og samkvæmt fregnum þaðan eru þök að fara af tveimur eða þremur húsum, smábátahöfnin er að liðast í sundur og skemmdir hafa orðið á tveimur bryggjum. Að auki er ýmislegt rusl og drasl fjúkandi um bæinn. Í tilkynningu frá Landsbjörg er verið að senda liðsauka frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Annars staðar á Austfjörðum hefur ástandið ekki verið eins slæmt . Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði er nú við störf í álveri Alcoa Fjarðaáls þar sem þakplötur losnuðu af skrifstofubyggingu á svæðinu. Dagmar Ýrr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi álversins segir að vel hafi gengið að hefta fokið. Fólk á vöktum í verinu mætir hvorki til vinnu né fer af vakt sinni sökum veðursins og verður athugað með vaktaskipti klukkan tíu að sögn Dagmarar. Á Fáskrúðsfirði fuku fiskkör og trampólín, þakkantur losnaði af bæ í Þistilfirði, björgunarsveitirn á Höfn tryggði og á Vopnafirði voru niðurföll hreinsuð þar sem flæddi inn í kjallara húss. Á áttunda tug björgunarmanna hafa tekið þátt í aðgerðum næturinnar á Austurlandi eða staðið vaktina í húsi tilbúnir til að takast á við afleiðingar veðursins, að því er segir í tilkynningunni. Veður Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Björgunarsveitir á Austurlandi hafa víða verið kallaðar út. Á Eskifirði er ástandið einna verst og samkvæmt fregnum þaðan eru þök að fara af tveimur eða þremur húsum, smábátahöfnin er að liðast í sundur og skemmdir hafa orðið á tveimur bryggjum. Að auki er ýmislegt rusl og drasl fjúkandi um bæinn. Í tilkynningu frá Landsbjörg er verið að senda liðsauka frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Annars staðar á Austfjörðum hefur ástandið ekki verið eins slæmt . Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði er nú við störf í álveri Alcoa Fjarðaáls þar sem þakplötur losnuðu af skrifstofubyggingu á svæðinu. Dagmar Ýrr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi álversins segir að vel hafi gengið að hefta fokið. Fólk á vöktum í verinu mætir hvorki til vinnu né fer af vakt sinni sökum veðursins og verður athugað með vaktaskipti klukkan tíu að sögn Dagmarar. Á Fáskrúðsfirði fuku fiskkör og trampólín, þakkantur losnaði af bæ í Þistilfirði, björgunarsveitirn á Höfn tryggði og á Vopnafirði voru niðurföll hreinsuð þar sem flæddi inn í kjallara húss. Á áttunda tug björgunarmanna hafa tekið þátt í aðgerðum næturinnar á Austurlandi eða staðið vaktina í húsi tilbúnir til að takast á við afleiðingar veðursins, að því er segir í tilkynningunni.
Veður Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira