Úlfúð á Pírataspjallinu: Stofnendur nenna vart lengur að taka þátt í umræðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2015 15:36 Smári McCarthy við hlið skjáskotsins sem virðist hafa hleypt öllu í bál og brand. „Við höfum skapað samfélag þar sem allir geta tuðað út í eitt ef þeir vilja, en það er ekki þar með sagt að það eigi að gera það. Á Pírataspjallinu og í öðrum spjallhópum er orðið mjög lágt „signal to noise ratio“: Mikill hávaði, lítil merking. Skynsemi drukknar í fávitaskap. Það er til skammar,“ skrifar Smári McCarthy, tölvuhakkari og Pírati, á Pírataspjallið. Tilefni skrifa Smára er að síðustu daga hafa átt sér stað líflegar umræður inn á Facebook-hópnum sem er óformlegur vettvangur Pírata, og annarra, til að ræða allt milli himins og jarðar. Í lýsingu hópsins er sérstaklega tekið fram að skoðanir þær sem á spjallinu birtast þurfi ekki að vera tengdar formlegri stefnu Pírata. Meðal þeirra mála sem mikið var rætt, og það sem virðist hafa komið öllu saman af stað, er hópurinn Femínískir píratar en hávær hópur notenda spjallsins var ósáttur með að vera meinuð vera í hópnum. Á Pírataspjallinu má meðal annars sjá skjáskot af umræðum úr hópnum en skjáskotið var sett þrisvar inn í hópinn. „Þú ert andfeministi. Mér leiðast andfeministar. Sérstaklega þegar þeir koma á umræðuvettvang sem eiga að „circle jerk“ um femínisma fyrir feminista og hvernig þeir upplifa feminisma. Þú átt ekki heima í þessari grúppu, þú ættir frekar heima í „Andfeminískir Píratar“ heldur en hér,“ ritar þingmaðurinn Ásta Guðrún Helgadóttir á þræðinum sem virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum. Í hvert sinn sem skjáskotunum úr femíníska hópnum var deilt inn í hópinn, sköpuðust miklar umræður á þráðunum. Líkt og áður segir var því deilt þrisvar en fyrri tveimur þráðunum var að endingu eytt. Einhverjir notendur hlupu þá til sökuðu stjórnendur hópsins um „ritstjórnartilburði“ og að „vega að tjáningarfrelsi þeirra.“ „Margir stofnendur og upprunalegir meðlimir Pírata eru hættir að nenna að taka þátt í umræðum eða bölva því þegar þeir leiðast út í þær. Þegar reynt hefur verið að benda á hversu alvarlegt það er ganga menn fram með nöldri um að "flokkseigandafélagið" vilji stjórna öllu,“ ritar Smári og heldur áfram; „Þetta er kjaftæði. Að biðja um að samskipti fari fram með heilbrigðum og uppbyggilegum hætti er ekki ritskoðun. Það er kurteisileg beiðni um að fullorðið fólk sýni að lágmarki þann þroska sem gerð er krafa um í öllum leikskólum landsins, eða hypji sig öðrum kosti.“Rætt um mögulegar leiðir til að bæta spjallið Umræðurnar, sem hafa staðið yfir með hléum frá aðfangadegi, snerust meðal annars um það að hluti notenda spjallsins töldu að allir hópar tengdir Píratapartíinu á einhvern hátt ættu að vera öllum opnir. Það væri í samræmi við „Píratakóðann“ og fólki bæri að virða hann. Aðrir benda hins vegar á að engar reglur gildi um meðferð tillögu áður en hún er lögð fram. Það er ekki fyrr en eftir að hún sé formlega lögð fram að reglurnar gildi um hana en á þetta bendir Björn Leví Gunnarson varaþingmaður flokksins. Svo virðist sem margir af meðlimum spjallsins séu orðnir leiðir á þeim endalausa kýtingi og persónuárásum sem einkennt hafa spjallið síðustu daga. Ýmsir notendur þess hafa til að mynda lent í því að Facebook-síður þeirra eru tilkynntar og einhverjum hefur í kjölfarið verið hent út af vefnum, tímabundið hið minnsta. Stjórnendur síðunnar bentu einnig á að undanförnu hafa fleiri þræðir og ummæli verið tilkynnt sem óviðeigandi. „Spyrja má hvort einhverjir hafi það markmið að eyðileggja. Það er alveg hugsanlegt, þótt ég vilji helst ekki trúa því upp á neinn. „Skrímsladeildir“ eru sennilega draugasögur. Fólk hefur ýmsar ástæður fyrir að eyðileggja, frá því að vera stuðningsmenn annarra flokka yfir í að vera með ómeðhöndlaða geðröskun. Þetta má laga, en vilji fólk skemma er fátt hægt að gera,“ skrifar Smári og veltir upp mögulegum hugmyndum sem gætu lagað spjallið. Einn möguleiki gæti verið að loka spjallinu eða takmarka aðgengi að því og annar væri að setja skýrari reglur um hvers konar hegðun teljist ásættanleg. Smára finnst hvorugur kosturinn fýsilegur og leggur til að fólk leyfi „tröllum“ ekki að fá sínu framgengt. „Hafi fólk raunverulegan áhuga á því að bæta stjórnmálamenningu Íslands, og bæta svo Ísland sjálft, hjálpið mér þá við að tækla þetta. Hundsum tröllin, hefjum umræðurnar upp á annað stig, minnkum hávaðan. Verum kurteis við fólk en gagnrýnin á hugmyndir. Höfnum tröllum og tilraunir til að eyðileggja,“ skrifar Smári í niðurlagi innleggs síns. Alþingi Tengdar fréttir Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16 Ásta Guðrún: „Að stjórna internetinu eins og að smala köttum“ Þingmaður Pírata gerði orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins umtalsefni á þingi í morgun. 27. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Bein útsending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn Erlent Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Erlent Fjórtán milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Erlent Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum Erlent „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Innlent Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Innlent Niðurstaðan í máli Helga Magnúsar „á brúninni“ Innlent „Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Innlent Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Innlent Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um ökuskírteini Innlent Fleiri fréttir „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga „Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Niðurstaðan í máli Helga Magnúsar „á brúninni“ Mótmælt við þingsetningu, hávaði og afdrifaríkar kappræður Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Bein útsending: Krefjast aðgerða fyrir heimilin strax Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um ökuskírteini „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Grunaður um hnífaárás eftir strok frá Stuðlum Vilja losna við einkaþotur og þyrlur af Reykjavíkurflugvelli Hlaupið í rénun Nú er of seint að fara í parísarhjólið Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Halla og Guðrún í nýjum hlutverkum og aðhald í ríkisrekstri Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair Þrettán nýjar heimildir ráðherra Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Sjá meira
„Við höfum skapað samfélag þar sem allir geta tuðað út í eitt ef þeir vilja, en það er ekki þar með sagt að það eigi að gera það. Á Pírataspjallinu og í öðrum spjallhópum er orðið mjög lágt „signal to noise ratio“: Mikill hávaði, lítil merking. Skynsemi drukknar í fávitaskap. Það er til skammar,“ skrifar Smári McCarthy, tölvuhakkari og Pírati, á Pírataspjallið. Tilefni skrifa Smára er að síðustu daga hafa átt sér stað líflegar umræður inn á Facebook-hópnum sem er óformlegur vettvangur Pírata, og annarra, til að ræða allt milli himins og jarðar. Í lýsingu hópsins er sérstaklega tekið fram að skoðanir þær sem á spjallinu birtast þurfi ekki að vera tengdar formlegri stefnu Pírata. Meðal þeirra mála sem mikið var rætt, og það sem virðist hafa komið öllu saman af stað, er hópurinn Femínískir píratar en hávær hópur notenda spjallsins var ósáttur með að vera meinuð vera í hópnum. Á Pírataspjallinu má meðal annars sjá skjáskot af umræðum úr hópnum en skjáskotið var sett þrisvar inn í hópinn. „Þú ert andfeministi. Mér leiðast andfeministar. Sérstaklega þegar þeir koma á umræðuvettvang sem eiga að „circle jerk“ um femínisma fyrir feminista og hvernig þeir upplifa feminisma. Þú átt ekki heima í þessari grúppu, þú ættir frekar heima í „Andfeminískir Píratar“ heldur en hér,“ ritar þingmaðurinn Ásta Guðrún Helgadóttir á þræðinum sem virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum. Í hvert sinn sem skjáskotunum úr femíníska hópnum var deilt inn í hópinn, sköpuðust miklar umræður á þráðunum. Líkt og áður segir var því deilt þrisvar en fyrri tveimur þráðunum var að endingu eytt. Einhverjir notendur hlupu þá til sökuðu stjórnendur hópsins um „ritstjórnartilburði“ og að „vega að tjáningarfrelsi þeirra.“ „Margir stofnendur og upprunalegir meðlimir Pírata eru hættir að nenna að taka þátt í umræðum eða bölva því þegar þeir leiðast út í þær. Þegar reynt hefur verið að benda á hversu alvarlegt það er ganga menn fram með nöldri um að "flokkseigandafélagið" vilji stjórna öllu,“ ritar Smári og heldur áfram; „Þetta er kjaftæði. Að biðja um að samskipti fari fram með heilbrigðum og uppbyggilegum hætti er ekki ritskoðun. Það er kurteisileg beiðni um að fullorðið fólk sýni að lágmarki þann þroska sem gerð er krafa um í öllum leikskólum landsins, eða hypji sig öðrum kosti.“Rætt um mögulegar leiðir til að bæta spjallið Umræðurnar, sem hafa staðið yfir með hléum frá aðfangadegi, snerust meðal annars um það að hluti notenda spjallsins töldu að allir hópar tengdir Píratapartíinu á einhvern hátt ættu að vera öllum opnir. Það væri í samræmi við „Píratakóðann“ og fólki bæri að virða hann. Aðrir benda hins vegar á að engar reglur gildi um meðferð tillögu áður en hún er lögð fram. Það er ekki fyrr en eftir að hún sé formlega lögð fram að reglurnar gildi um hana en á þetta bendir Björn Leví Gunnarson varaþingmaður flokksins. Svo virðist sem margir af meðlimum spjallsins séu orðnir leiðir á þeim endalausa kýtingi og persónuárásum sem einkennt hafa spjallið síðustu daga. Ýmsir notendur þess hafa til að mynda lent í því að Facebook-síður þeirra eru tilkynntar og einhverjum hefur í kjölfarið verið hent út af vefnum, tímabundið hið minnsta. Stjórnendur síðunnar bentu einnig á að undanförnu hafa fleiri þræðir og ummæli verið tilkynnt sem óviðeigandi. „Spyrja má hvort einhverjir hafi það markmið að eyðileggja. Það er alveg hugsanlegt, þótt ég vilji helst ekki trúa því upp á neinn. „Skrímsladeildir“ eru sennilega draugasögur. Fólk hefur ýmsar ástæður fyrir að eyðileggja, frá því að vera stuðningsmenn annarra flokka yfir í að vera með ómeðhöndlaða geðröskun. Þetta má laga, en vilji fólk skemma er fátt hægt að gera,“ skrifar Smári og veltir upp mögulegum hugmyndum sem gætu lagað spjallið. Einn möguleiki gæti verið að loka spjallinu eða takmarka aðgengi að því og annar væri að setja skýrari reglur um hvers konar hegðun teljist ásættanleg. Smára finnst hvorugur kosturinn fýsilegur og leggur til að fólk leyfi „tröllum“ ekki að fá sínu framgengt. „Hafi fólk raunverulegan áhuga á því að bæta stjórnmálamenningu Íslands, og bæta svo Ísland sjálft, hjálpið mér þá við að tækla þetta. Hundsum tröllin, hefjum umræðurnar upp á annað stig, minnkum hávaðan. Verum kurteis við fólk en gagnrýnin á hugmyndir. Höfnum tröllum og tilraunir til að eyðileggja,“ skrifar Smári í niðurlagi innleggs síns.
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16 Ásta Guðrún: „Að stjórna internetinu eins og að smala köttum“ Þingmaður Pírata gerði orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins umtalsefni á þingi í morgun. 27. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Bein útsending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn Erlent Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Erlent Fjórtán milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Erlent Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum Erlent „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Innlent Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Innlent Niðurstaðan í máli Helga Magnúsar „á brúninni“ Innlent „Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Innlent Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Innlent Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um ökuskírteini Innlent Fleiri fréttir „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga „Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Niðurstaðan í máli Helga Magnúsar „á brúninni“ Mótmælt við þingsetningu, hávaði og afdrifaríkar kappræður Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Bein útsending: Krefjast aðgerða fyrir heimilin strax Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um ökuskírteini „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Grunaður um hnífaárás eftir strok frá Stuðlum Vilja losna við einkaþotur og þyrlur af Reykjavíkurflugvelli Hlaupið í rénun Nú er of seint að fara í parísarhjólið Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Halla og Guðrún í nýjum hlutverkum og aðhald í ríkisrekstri Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair Þrettán nýjar heimildir ráðherra Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Sjá meira
Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16
Ásta Guðrún: „Að stjórna internetinu eins og að smala köttum“ Þingmaður Pírata gerði orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins umtalsefni á þingi í morgun. 27. nóvember 2015 11:16