Innlent

Norðurljósasýning víðast hvar á morgun

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Búast má við norðurljósasýningu hér á landi næstu tvo daga. Virkni norðurljósa verður á morgun allnokkur og talsverð á fimmtudag víðast hvar á landinu, samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Vefsíðan Norðurljósin.is segir frá þessu en þar kemur fram að einn af stærstu sólblettum síðastliðinna mánaða snúi nú beint að jörðinni. Litlar líkur séu á rafmagnsleysi en að þó gæti hann orðið örlítil prófraun á háspennulínur.

Þar kemur jafnframt fram að umræddur sólblettur, 2473, sé um tuttugu sinnum minni en sá sem olli víðtæku rafmagnsleysi í Norður-Ameríku og Kanada 13. mars 1989. Spenna í háspennulínum hafi þá orðið svo mikil að hún olli tólf klukkustunda útslætti og rafmagnsleysi hjá milljónum manna, en þá sáust norðurljósin allt til Flórída og Kúbu.

Þá virðist skýjahulan verða íbúum á suðvesturhorninu og á Suður- og Austurlandi í hag, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Ekki er komin heildarskýjahuluspá fyrir gamlársdag en eflaust munu flugeldarnir skyggja á ljósadýrðina.

Hrikaleg Norðurljós í kortunum!30. - 31. desember er von á Norðurljósasýningu ársins!Mikið sólgos frá sólbletti 2473...

Posted by Norðurljósaspá on 28. desember 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×