Innlent

Þyrla LHG sækir fimm erlenda ferðamenn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um hádegisbil í dag til að sækja fimm erlenda ferðamenn í Emstrur sem hafa verið á göngu yfir miðhálendið undanfarið. Göngumennirnir treystu sér ekki til að halda áfram til byggða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Í tilkynningu frá Gæslunni segir að TF-GNÁ hafi farið í loftið um klukkan hálf eitt og að áætlað sé að hún verði komin á vettvang upp úr klukkan eitt í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×