Innlent

Ríkið taki við Ísafold

Ingvar Haraldsson skrifar
Gunnar Einarsson bæjarstjóri
Gunnar Einarsson bæjarstjóri
Garðabær vill að ríkið taki yfir rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að auk þess muni Garðabær stefna ríkinu til að fá greiddar 400 milljónir króna sem bæjarfélagið hafi sett í rekstur hjúkrunarheimilisins.

Ísafold á við talsverðan rekstrarvanda að stríða. Daggjöld sem Tryggingastofnun greiðir hafa ekki staðið undir rekstrarkostnaði. Ríkið hefur hafnað kröfu Garðabæjar um að daggjöldin verði hækkuð.

Gunnar Einarsson segir að fundað hafi verið með ráðuneytinu og orðið ljóst að daggjöldin hækki ekki.

„Við viljum ekki reka þetta áfram með því að vera að borga hundrað milljónir á ári með þessu. Það er líka ljóst að við teljum okkur ekki vilja taka þátt í því að minnka kröfurnar eða markmiðin. Við viljum standa með þeim sem eru á hjúkrunarheimilinu,“ segir bæjarstjórinn.

Því verður farið þess á leit að ríkið taki við rekstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×