Haldið upp á jólin í Stjörnustríðsstíl Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2015 10:30 Hólmfríður Helga ásamt dóttur sinni en Hólmfríður segir börnin hæstánægð með fyrirkomulagið. Vísir/Ernir Þetta var bara hugdetta, ég var að hjóla einhvern tímann í sumar og datt í hug að það gæti verið skemmtilegt að hafa þema jól,“ segir Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sem ásamt fjölskyldu sinni heldur upp á Stjörnustríðsjól í ár. Öllu er til tjaldað á heimilinu og jólaskrautið að sjálfsögðu allt í Stjörnustríðsstíl og mest allt búið til af fjölskyldumeðlimum en jólatréð er skreytt með Stjörnustríðsfígúrum. „Ég leitaði að myndum á netinu, prentaði þær út og plastaði svo. Ég er kennaranemi og á mína eigin plöstunarvél, svona staðalbúnaður kennarans,“ segir hún og hlær en á vegg í stofunni er merki The Rebel Alliance formað úr jólaseríum.Jabba the Hutt í góðum félagsskap.Það er þó ekki einungis skrautið sem fylgir ákveðnu þema þetta árið því fleiri hlutar jólahalds fjölskyldunnar verða sveipaðir Stjörnustríðsljóma þetta árið. „Við höldum jólaboð annan í jólum þar sem verður Star Wars og náttfataþema, fólk má ráða hvort það mætir í náttfötum eða búningum,“ segir Hólmfríður glöð í bragði en einnig munu jólaföt fjölskyldunnar bera keim af þeman. Á aðfangadag verða Star Wars þemaföt og bíður Hólmfríður spennt eftir geislasverðspilsi sem hún fær sent að utan og í sendingunni koma einnig piparkökuform sem að sjálfsögðu falla að þemanu, það er því ljóst að það verða ein allsherjar Star Wars jól á heimilinu.Aðventukransinn er engin undantekning frá þemanu.„Fyrst ætluðum við að halda Harry Potter jól en svo setti ég þetta í samhengi og hugsaði að auðvitað myndi ég halda Star Wars jól. Pabbi minn dó í fyrra og hann var mjög mikill Star Wars maður þannig þetta er svona svolítið fyrir hann. Hann hefði kunnað að meta þetta því honum fannst jólin og allt þetta kapphlaup við tímann skrýtið. Hann vildi bara hafa þetta rólegt.“ Hólmfríður segir að sér hafi alla tíð þótt jólin fremur skrýtinn tími og eftir að hún varð mamma hafi henni fundist pressan um að halda hin fullkomnu jól aukast. „Ég var alltaf að hugsa að næstu ár fengi ég mér svona jólaskraut og þá yrði allt fullkomið og ég myndi elda svona marga rétti og allt yrði fullkomið um jólin.“Jólatréð er þakið plöstuðum Stjörnustríðsfígúrum og á bak við sést glitta í Leiu prinsessu.Hún segir börnin ekki síður hafa gaman af þessum óhefðbundnu jólaskreytingum. „Þau eru brjálæðislega spennt og finnst þetta æðislegt. Við horfðum fyrst á Star Wars með þeim í janúar og þau klæddu sig upp í Star Wars búninga á öskudaginn,“ segir hún og heldur áfram: „Þau alveg heilluðust af þessu, ég held að þetta sé þeim eiginlega bara í blóð borið að elska Star Wars og bara nördalega hluti yfirhöfuð.“ Líkt og gefur augaleið er Hólmfríður sjálf mikill aðdáandi Stjörnustríðs og hefur verið í langan tíma og mun hún á næstunni fá sér Stjörnustríðshúðflúr sem vinur hennar vinnur nú að því að hanna. Hún segist vonast til þess að þemajólin séu komin til að vera. Fyrirkomulagið minnki stressið yfir að allt þurfi að vera fullkomlega skreytt, geri aðventuna enn skemmtilegri auk þess sem börnin fái að taka fullan þátt og strax er farið að ræða þemu næstu ára. „Ég er búin að lofa börnunum að hafa Harry Potter jól næst og svo er maðurinn minn búinn að biðja um Blues Brothers jól. Við erum líka búin að ræða Múmínálfajól og Star Trek jól,“ segir Hólmfríður glöð í bragði að lokum Jólafréttir Star Wars Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Þetta var bara hugdetta, ég var að hjóla einhvern tímann í sumar og datt í hug að það gæti verið skemmtilegt að hafa þema jól,“ segir Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sem ásamt fjölskyldu sinni heldur upp á Stjörnustríðsjól í ár. Öllu er til tjaldað á heimilinu og jólaskrautið að sjálfsögðu allt í Stjörnustríðsstíl og mest allt búið til af fjölskyldumeðlimum en jólatréð er skreytt með Stjörnustríðsfígúrum. „Ég leitaði að myndum á netinu, prentaði þær út og plastaði svo. Ég er kennaranemi og á mína eigin plöstunarvél, svona staðalbúnaður kennarans,“ segir hún og hlær en á vegg í stofunni er merki The Rebel Alliance formað úr jólaseríum.Jabba the Hutt í góðum félagsskap.Það er þó ekki einungis skrautið sem fylgir ákveðnu þema þetta árið því fleiri hlutar jólahalds fjölskyldunnar verða sveipaðir Stjörnustríðsljóma þetta árið. „Við höldum jólaboð annan í jólum þar sem verður Star Wars og náttfataþema, fólk má ráða hvort það mætir í náttfötum eða búningum,“ segir Hólmfríður glöð í bragði en einnig munu jólaföt fjölskyldunnar bera keim af þeman. Á aðfangadag verða Star Wars þemaföt og bíður Hólmfríður spennt eftir geislasverðspilsi sem hún fær sent að utan og í sendingunni koma einnig piparkökuform sem að sjálfsögðu falla að þemanu, það er því ljóst að það verða ein allsherjar Star Wars jól á heimilinu.Aðventukransinn er engin undantekning frá þemanu.„Fyrst ætluðum við að halda Harry Potter jól en svo setti ég þetta í samhengi og hugsaði að auðvitað myndi ég halda Star Wars jól. Pabbi minn dó í fyrra og hann var mjög mikill Star Wars maður þannig þetta er svona svolítið fyrir hann. Hann hefði kunnað að meta þetta því honum fannst jólin og allt þetta kapphlaup við tímann skrýtið. Hann vildi bara hafa þetta rólegt.“ Hólmfríður segir að sér hafi alla tíð þótt jólin fremur skrýtinn tími og eftir að hún varð mamma hafi henni fundist pressan um að halda hin fullkomnu jól aukast. „Ég var alltaf að hugsa að næstu ár fengi ég mér svona jólaskraut og þá yrði allt fullkomið og ég myndi elda svona marga rétti og allt yrði fullkomið um jólin.“Jólatréð er þakið plöstuðum Stjörnustríðsfígúrum og á bak við sést glitta í Leiu prinsessu.Hún segir börnin ekki síður hafa gaman af þessum óhefðbundnu jólaskreytingum. „Þau eru brjálæðislega spennt og finnst þetta æðislegt. Við horfðum fyrst á Star Wars með þeim í janúar og þau klæddu sig upp í Star Wars búninga á öskudaginn,“ segir hún og heldur áfram: „Þau alveg heilluðust af þessu, ég held að þetta sé þeim eiginlega bara í blóð borið að elska Star Wars og bara nördalega hluti yfirhöfuð.“ Líkt og gefur augaleið er Hólmfríður sjálf mikill aðdáandi Stjörnustríðs og hefur verið í langan tíma og mun hún á næstunni fá sér Stjörnustríðshúðflúr sem vinur hennar vinnur nú að því að hanna. Hún segist vonast til þess að þemajólin séu komin til að vera. Fyrirkomulagið minnki stressið yfir að allt þurfi að vera fullkomlega skreytt, geri aðventuna enn skemmtilegri auk þess sem börnin fái að taka fullan þátt og strax er farið að ræða þemu næstu ára. „Ég er búin að lofa börnunum að hafa Harry Potter jól næst og svo er maðurinn minn búinn að biðja um Blues Brothers jól. Við erum líka búin að ræða Múmínálfajól og Star Trek jól,“ segir Hólmfríður glöð í bragði að lokum
Jólafréttir Star Wars Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira