Haldið upp á jólin í Stjörnustríðsstíl Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2015 10:30 Hólmfríður Helga ásamt dóttur sinni en Hólmfríður segir börnin hæstánægð með fyrirkomulagið. Vísir/Ernir Þetta var bara hugdetta, ég var að hjóla einhvern tímann í sumar og datt í hug að það gæti verið skemmtilegt að hafa þema jól,“ segir Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sem ásamt fjölskyldu sinni heldur upp á Stjörnustríðsjól í ár. Öllu er til tjaldað á heimilinu og jólaskrautið að sjálfsögðu allt í Stjörnustríðsstíl og mest allt búið til af fjölskyldumeðlimum en jólatréð er skreytt með Stjörnustríðsfígúrum. „Ég leitaði að myndum á netinu, prentaði þær út og plastaði svo. Ég er kennaranemi og á mína eigin plöstunarvél, svona staðalbúnaður kennarans,“ segir hún og hlær en á vegg í stofunni er merki The Rebel Alliance formað úr jólaseríum.Jabba the Hutt í góðum félagsskap.Það er þó ekki einungis skrautið sem fylgir ákveðnu þema þetta árið því fleiri hlutar jólahalds fjölskyldunnar verða sveipaðir Stjörnustríðsljóma þetta árið. „Við höldum jólaboð annan í jólum þar sem verður Star Wars og náttfataþema, fólk má ráða hvort það mætir í náttfötum eða búningum,“ segir Hólmfríður glöð í bragði en einnig munu jólaföt fjölskyldunnar bera keim af þeman. Á aðfangadag verða Star Wars þemaföt og bíður Hólmfríður spennt eftir geislasverðspilsi sem hún fær sent að utan og í sendingunni koma einnig piparkökuform sem að sjálfsögðu falla að þemanu, það er því ljóst að það verða ein allsherjar Star Wars jól á heimilinu.Aðventukransinn er engin undantekning frá þemanu.„Fyrst ætluðum við að halda Harry Potter jól en svo setti ég þetta í samhengi og hugsaði að auðvitað myndi ég halda Star Wars jól. Pabbi minn dó í fyrra og hann var mjög mikill Star Wars maður þannig þetta er svona svolítið fyrir hann. Hann hefði kunnað að meta þetta því honum fannst jólin og allt þetta kapphlaup við tímann skrýtið. Hann vildi bara hafa þetta rólegt.“ Hólmfríður segir að sér hafi alla tíð þótt jólin fremur skrýtinn tími og eftir að hún varð mamma hafi henni fundist pressan um að halda hin fullkomnu jól aukast. „Ég var alltaf að hugsa að næstu ár fengi ég mér svona jólaskraut og þá yrði allt fullkomið og ég myndi elda svona marga rétti og allt yrði fullkomið um jólin.“Jólatréð er þakið plöstuðum Stjörnustríðsfígúrum og á bak við sést glitta í Leiu prinsessu.Hún segir börnin ekki síður hafa gaman af þessum óhefðbundnu jólaskreytingum. „Þau eru brjálæðislega spennt og finnst þetta æðislegt. Við horfðum fyrst á Star Wars með þeim í janúar og þau klæddu sig upp í Star Wars búninga á öskudaginn,“ segir hún og heldur áfram: „Þau alveg heilluðust af þessu, ég held að þetta sé þeim eiginlega bara í blóð borið að elska Star Wars og bara nördalega hluti yfirhöfuð.“ Líkt og gefur augaleið er Hólmfríður sjálf mikill aðdáandi Stjörnustríðs og hefur verið í langan tíma og mun hún á næstunni fá sér Stjörnustríðshúðflúr sem vinur hennar vinnur nú að því að hanna. Hún segist vonast til þess að þemajólin séu komin til að vera. Fyrirkomulagið minnki stressið yfir að allt þurfi að vera fullkomlega skreytt, geri aðventuna enn skemmtilegri auk þess sem börnin fái að taka fullan þátt og strax er farið að ræða þemu næstu ára. „Ég er búin að lofa börnunum að hafa Harry Potter jól næst og svo er maðurinn minn búinn að biðja um Blues Brothers jól. Við erum líka búin að ræða Múmínálfajól og Star Trek jól,“ segir Hólmfríður glöð í bragði að lokum Jólafréttir Star Wars Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Þetta var bara hugdetta, ég var að hjóla einhvern tímann í sumar og datt í hug að það gæti verið skemmtilegt að hafa þema jól,“ segir Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sem ásamt fjölskyldu sinni heldur upp á Stjörnustríðsjól í ár. Öllu er til tjaldað á heimilinu og jólaskrautið að sjálfsögðu allt í Stjörnustríðsstíl og mest allt búið til af fjölskyldumeðlimum en jólatréð er skreytt með Stjörnustríðsfígúrum. „Ég leitaði að myndum á netinu, prentaði þær út og plastaði svo. Ég er kennaranemi og á mína eigin plöstunarvél, svona staðalbúnaður kennarans,“ segir hún og hlær en á vegg í stofunni er merki The Rebel Alliance formað úr jólaseríum.Jabba the Hutt í góðum félagsskap.Það er þó ekki einungis skrautið sem fylgir ákveðnu þema þetta árið því fleiri hlutar jólahalds fjölskyldunnar verða sveipaðir Stjörnustríðsljóma þetta árið. „Við höldum jólaboð annan í jólum þar sem verður Star Wars og náttfataþema, fólk má ráða hvort það mætir í náttfötum eða búningum,“ segir Hólmfríður glöð í bragði en einnig munu jólaföt fjölskyldunnar bera keim af þeman. Á aðfangadag verða Star Wars þemaföt og bíður Hólmfríður spennt eftir geislasverðspilsi sem hún fær sent að utan og í sendingunni koma einnig piparkökuform sem að sjálfsögðu falla að þemanu, það er því ljóst að það verða ein allsherjar Star Wars jól á heimilinu.Aðventukransinn er engin undantekning frá þemanu.„Fyrst ætluðum við að halda Harry Potter jól en svo setti ég þetta í samhengi og hugsaði að auðvitað myndi ég halda Star Wars jól. Pabbi minn dó í fyrra og hann var mjög mikill Star Wars maður þannig þetta er svona svolítið fyrir hann. Hann hefði kunnað að meta þetta því honum fannst jólin og allt þetta kapphlaup við tímann skrýtið. Hann vildi bara hafa þetta rólegt.“ Hólmfríður segir að sér hafi alla tíð þótt jólin fremur skrýtinn tími og eftir að hún varð mamma hafi henni fundist pressan um að halda hin fullkomnu jól aukast. „Ég var alltaf að hugsa að næstu ár fengi ég mér svona jólaskraut og þá yrði allt fullkomið og ég myndi elda svona marga rétti og allt yrði fullkomið um jólin.“Jólatréð er þakið plöstuðum Stjörnustríðsfígúrum og á bak við sést glitta í Leiu prinsessu.Hún segir börnin ekki síður hafa gaman af þessum óhefðbundnu jólaskreytingum. „Þau eru brjálæðislega spennt og finnst þetta æðislegt. Við horfðum fyrst á Star Wars með þeim í janúar og þau klæddu sig upp í Star Wars búninga á öskudaginn,“ segir hún og heldur áfram: „Þau alveg heilluðust af þessu, ég held að þetta sé þeim eiginlega bara í blóð borið að elska Star Wars og bara nördalega hluti yfirhöfuð.“ Líkt og gefur augaleið er Hólmfríður sjálf mikill aðdáandi Stjörnustríðs og hefur verið í langan tíma og mun hún á næstunni fá sér Stjörnustríðshúðflúr sem vinur hennar vinnur nú að því að hanna. Hún segist vonast til þess að þemajólin séu komin til að vera. Fyrirkomulagið minnki stressið yfir að allt þurfi að vera fullkomlega skreytt, geri aðventuna enn skemmtilegri auk þess sem börnin fái að taka fullan þátt og strax er farið að ræða þemu næstu ára. „Ég er búin að lofa börnunum að hafa Harry Potter jól næst og svo er maðurinn minn búinn að biðja um Blues Brothers jól. Við erum líka búin að ræða Múmínálfajól og Star Trek jól,“ segir Hólmfríður glöð í bragði að lokum
Jólafréttir Star Wars Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira