Lífið

Rosalegir búningar á Nexus sýningu á Star Wars í Egilshöll

Birgir Olgeirsson skrifar
Sjá mátti stórglæsilega búninga og gervi á búningakeppninni í Egilshöll í gær.
Sjá mátti stórglæsilega búninga og gervi á búningakeppninni í Egilshöll í gær. Vísir/Jóhanna Andrésdóttir
Það var mikil gleði á sýningu verslunarinnar Nexus á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, The Force Awakens, í gærkvöldi. 

Myndin var sýnd án hlés í tveimur sölum í Egilshöll, annars vegar í þrívídd og hins vegar í tvívídd, og voru seldir miðar í númeruð sæti í forsölu í nóvember síðastliðnum þar sem sumir létu sig hafa það að bíða í tíu klukkutíma í nístingskulda eftir miðum.

Sjá einnig: Bíða í rúma tíu tíma eftir miða á Star Wars-mynd í nístingskulda

Haldin var búningakeppni á undan sýningunni þar sem mátti sjá stórglæsilega búninga og augljóst að margir höfðu lagt töluverðan metnað í glæsileg gervi.

Ljósmyndarinn Jóhanna Andrésdóttir leit við í Egilshöll og myndaði herlegheitin og sjá má afraksturinn hér fyrir neðan:

Admiral Ackbar og Svarthöfði létu sjoppuna alveg eiga sig í Egilshöll í gær.Vísir/Jóhanna Andrésdóttir

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×