Ákærður fyrir frelsissviptingu mánuði eftir dóm í Vogamálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2015 15:06 Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Hinn 27 ára hefur ekki áður hlotið dóm. Vísir/Kolbeinn Tumi Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í Breiðholti í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Hinn 27 ára hefur ekki áður hlotið dóm og er hann því ekki nafngreindur í fréttinni. Þar var hann meðal annars í félagi við Kristján Markús Sívarsson sem hlaut tæplega fimm ára fangelsidóm. Sigurður Brynjar játaði í því máli að hafa gefið brotaþola rafstuð með rafbyssu að minnsta kosti einu sinni. Í málinu sem nú er höfðað eru Sigurður og félagi hans sakaðir um brot gegn pari, manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf. Svipt frelsi í á þriðju klukkustund Í ákærunni segir að mennirnir hafi svipt stúlkuna frelsi sínu og þvingað hana á brott með sér í því skyni að fá hana til að endurheimta töflurnar. Fóru þeir með hana heim til sín þar sem sá 27 ára á að hafa bæði slegið í andlit stúlkunnar og hrint henni niður tröppur í stigagangi hússins að því er segir í ákæru. Því næst eiga þeir að hafa farið aftur með stúlkuna á heimili hennar og kærastans þar sem þeir veittust að honum og hótuðu frekara ofbeldi ef þau létu ekki af hendi töflurnar og ef þau myndu tilkynna málið til lögreglu. Í beinu framhaldi eiga þeir að hafa tekið ófrjálsri hendi fartölvu, farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað. Á meðan á því stóð eru þeir sakaðir um að hafa kýlt kærastan með hnefa í andlitið. Í sameingingu eru þeir sakaðir um að hafa svipt parið frelsi sínu í fimmtíu mínútur annars vegar og en í tæpa tvær og hálfa klukkustund í tilfelli stúlkunnar. Skorin á kinn Þá er hinn 27 ára gamli sem fyrr segir ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið kærastann með hnífi í hægri fótlegg þegar hann lá á grúfu á gólfi íbúðarinnar og sparkað í höfuð hans og slegið. Þá hafi hann slegið þau með hamri, kærastann í höfuðið og kærustuna í handlegg. Á hann að hafa skorið þau bæði með hnífi á vinstri kinn og hlutu þau bæði fjögurra sm langan skurð. Kærastinn hlaut djúpan skurð á framanverðum hægri fótlegg. Upphaflega átti aðalmeðferð í málinu að fara fram í dag en henni var frestað þar sem ekki tókst nógu vel upp að boða vitni. Kærastinn fer fram á 2,7 milljónir króna í skaðabætur í einkaréttarkröfu en kærastan 3,8 milljónir króna. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í Breiðholti í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Hinn 27 ára hefur ekki áður hlotið dóm og er hann því ekki nafngreindur í fréttinni. Þar var hann meðal annars í félagi við Kristján Markús Sívarsson sem hlaut tæplega fimm ára fangelsidóm. Sigurður Brynjar játaði í því máli að hafa gefið brotaþola rafstuð með rafbyssu að minnsta kosti einu sinni. Í málinu sem nú er höfðað eru Sigurður og félagi hans sakaðir um brot gegn pari, manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf. Svipt frelsi í á þriðju klukkustund Í ákærunni segir að mennirnir hafi svipt stúlkuna frelsi sínu og þvingað hana á brott með sér í því skyni að fá hana til að endurheimta töflurnar. Fóru þeir með hana heim til sín þar sem sá 27 ára á að hafa bæði slegið í andlit stúlkunnar og hrint henni niður tröppur í stigagangi hússins að því er segir í ákæru. Því næst eiga þeir að hafa farið aftur með stúlkuna á heimili hennar og kærastans þar sem þeir veittust að honum og hótuðu frekara ofbeldi ef þau létu ekki af hendi töflurnar og ef þau myndu tilkynna málið til lögreglu. Í beinu framhaldi eiga þeir að hafa tekið ófrjálsri hendi fartölvu, farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað. Á meðan á því stóð eru þeir sakaðir um að hafa kýlt kærastan með hnefa í andlitið. Í sameingingu eru þeir sakaðir um að hafa svipt parið frelsi sínu í fimmtíu mínútur annars vegar og en í tæpa tvær og hálfa klukkustund í tilfelli stúlkunnar. Skorin á kinn Þá er hinn 27 ára gamli sem fyrr segir ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið kærastann með hnífi í hægri fótlegg þegar hann lá á grúfu á gólfi íbúðarinnar og sparkað í höfuð hans og slegið. Þá hafi hann slegið þau með hamri, kærastann í höfuðið og kærustuna í handlegg. Á hann að hafa skorið þau bæði með hnífi á vinstri kinn og hlutu þau bæði fjögurra sm langan skurð. Kærastinn hlaut djúpan skurð á framanverðum hægri fótlegg. Upphaflega átti aðalmeðferð í málinu að fara fram í dag en henni var frestað þar sem ekki tókst nógu vel upp að boða vitni. Kærastinn fer fram á 2,7 milljónir króna í skaðabætur í einkaréttarkröfu en kærastan 3,8 milljónir króna.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira