„Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 10:50 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Mynd/Landspítalinn Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa mætt mikilli ókurteisi af hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir mikilvægt að þessi mál séu rædd á faglegum grundvelli – ekki persónulegum. „Þetta mál snýst ekki um ánægju. Þetta er ekki mál á þeim persónulega level. Þetta snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur, eða mína eða nokkurs annars. Þetta snýst um miklu stærri hlut, sem er hagur þjóðarsjúkrahússins sem þjóðin skýrt segir að hún vilji fá í forgang,“ sagði Páll í Bítinu í morgun.Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - Fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís Hauksdóttir, formaður nefndarinnar, líkti orðum hans við andlegt ofbeldi. Í Bítinu var hann spurður út í þessa framkomu. Hann sagðist þó ekki sjá ástæðu til að fara ítarlea út í þau mál. „Þetta er framkoma sem ég myndi ekki vilja sína. Ég vil taka þetta upp af þessu persónulega leveli, því þetta snýst um prinsipp. Þessi umræða á að snúast um þarfir. Við komum fram með gögn og tölur og þá vil ég bara fá eitthvað á móti ef fólk þykist hafa það sem þarf til að afsanna þá fullyrðingu okkar, sem er rétt, að það vanti enn töluvert upp á.“Var þetta ókurteisi? „Já, ég hugsa að amma mín hefði kallað það það,“ svaraði Páll. Hann sagði að mikilvægt væri að hugsa til framtíðar. Ekki sé hægt að bæta stöðu Landspítalans til fulls á einu eða tveimur árum. Óásættanlegt sé að stjórnendur spítalans þurfi nánast að betla svo þeim verði kleift að reka grunnheilbrigðisþjónustu. Aðspurður hvað verði, fái spítalinn ekki það fjármagn sem hann þurfi á að halda, segir Páll að þá þurfi ákveðin verkefni að mæta afgangi. „Þá náttúrulega verður viðhald að bíða, það er bara þannig,“ sagði hann. Raunveruleikinn sé hins vegar sá að starsfólk hrekist á milli húsa sökum raka og myglu. Páll kallar að lokum eftir raunhæfum fjárlögum. „Fólk á Landspítalanum veit hvað þarf til og það eru vonbrigði ef því er mætt með tortryggni, því allur alþjóðlegur samanburður styður okkar málflutning“Hlusta á má viðtalið við Pál í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa mætt mikilli ókurteisi af hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir mikilvægt að þessi mál séu rædd á faglegum grundvelli – ekki persónulegum. „Þetta mál snýst ekki um ánægju. Þetta er ekki mál á þeim persónulega level. Þetta snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur, eða mína eða nokkurs annars. Þetta snýst um miklu stærri hlut, sem er hagur þjóðarsjúkrahússins sem þjóðin skýrt segir að hún vilji fá í forgang,“ sagði Páll í Bítinu í morgun.Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - Fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís Hauksdóttir, formaður nefndarinnar, líkti orðum hans við andlegt ofbeldi. Í Bítinu var hann spurður út í þessa framkomu. Hann sagðist þó ekki sjá ástæðu til að fara ítarlea út í þau mál. „Þetta er framkoma sem ég myndi ekki vilja sína. Ég vil taka þetta upp af þessu persónulega leveli, því þetta snýst um prinsipp. Þessi umræða á að snúast um þarfir. Við komum fram með gögn og tölur og þá vil ég bara fá eitthvað á móti ef fólk þykist hafa það sem þarf til að afsanna þá fullyrðingu okkar, sem er rétt, að það vanti enn töluvert upp á.“Var þetta ókurteisi? „Já, ég hugsa að amma mín hefði kallað það það,“ svaraði Páll. Hann sagði að mikilvægt væri að hugsa til framtíðar. Ekki sé hægt að bæta stöðu Landspítalans til fulls á einu eða tveimur árum. Óásættanlegt sé að stjórnendur spítalans þurfi nánast að betla svo þeim verði kleift að reka grunnheilbrigðisþjónustu. Aðspurður hvað verði, fái spítalinn ekki það fjármagn sem hann þurfi á að halda, segir Páll að þá þurfi ákveðin verkefni að mæta afgangi. „Þá náttúrulega verður viðhald að bíða, það er bara þannig,“ sagði hann. Raunveruleikinn sé hins vegar sá að starsfólk hrekist á milli húsa sökum raka og myglu. Páll kallar að lokum eftir raunhæfum fjárlögum. „Fólk á Landspítalanum veit hvað þarf til og það eru vonbrigði ef því er mætt með tortryggni, því allur alþjóðlegur samanburður styður okkar málflutning“Hlusta á má viðtalið við Pál í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42
Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18