Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2015 23:39 Salka Valsdóttir og eiginmaður hennar Almar Atlason í glerkassanum góða. Vísir/Facebook/Youtube „Ég hef ekki áhyggjur af honum,“ segir Salka Valsdóttir um manninn sinn Almar Atlason, 23 ára myndlistarnema, sem ætlar að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum næstu vikuna. Almar er er á sínu fyrsta ári í Listaháskóla Íslands og er verkefnið hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla. Salka, sem er ein af meðlimum rapphópsins Reykjavíkurdætra, segist hafa mikla trú á Almari. Hann sé vís til alls og mjög góður í því sem hann gerir. Þá segir hún hann vera í öruggum höndum hjá fólkinu í Listaháskóla Íslands. „Sem mun ekki leyfa honum að svelta. Ég held að hann sé í góðum höndum þarna.“ Almar fór inn í glerkassann klukkan níu í morgun og fer út úr honum klukkan níu næsta mánudagsmorgun. Salka á ekki von á öðru en að fara og hitta hann í hverjum degi en það mátti einmitt sjá hana hjá Almari um klukkan níu í kvöld þar sem hún ræddi við hann. Almar var hins vegar fámáll enda ætlar hann ekki að tala á meðan gjörningnum stendur en mun tjá sig með hverskyns látbragði. Það má einnig með sanni segja að Almar hafi með þessum gjörningi heillað hluta þjóðarinnar með sér, líkt og sjá má á umræðunni á Twitter. Hægt er að fylgjast með Almari í kassanum og umræðunni á Twitter hér fyrir neðan.#nakinníkassa Tweets Bein útsending Tengdar fréttir Íslenskur myndlistarnemi ætlar að dvelja nakinn inni í kassa í viku Verður í beinni útsendingu á Youtube. 30. nóvember 2015 14:08 Myndlistarneminn kúkaði í kassanum Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum en margir hafa velt því fyrir sér hvernig hann ætli að gera þarfir sínar. Það liggur nú fyrir. 30. nóvember 2015 15:39 Mest lesið Umfjöllunin um kynjaveisluna fór fyrir brjóstið á Birgittu Lífið „Mig langaði að eiga vini og verða vinsæll“ Lífið „Háð því að gera hluti sem eru óþægilegir“ Lífið Býður Taylor barn Lífið Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Tónlist Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Lífið Halla á Hellisheiði með viðskiptakonum Lífið Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Tíska og hönnun Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann Lífið Gullið tilboð í Amsterdam Lífið Fleiri fréttir Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira
„Ég hef ekki áhyggjur af honum,“ segir Salka Valsdóttir um manninn sinn Almar Atlason, 23 ára myndlistarnema, sem ætlar að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum næstu vikuna. Almar er er á sínu fyrsta ári í Listaháskóla Íslands og er verkefnið hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla. Salka, sem er ein af meðlimum rapphópsins Reykjavíkurdætra, segist hafa mikla trú á Almari. Hann sé vís til alls og mjög góður í því sem hann gerir. Þá segir hún hann vera í öruggum höndum hjá fólkinu í Listaháskóla Íslands. „Sem mun ekki leyfa honum að svelta. Ég held að hann sé í góðum höndum þarna.“ Almar fór inn í glerkassann klukkan níu í morgun og fer út úr honum klukkan níu næsta mánudagsmorgun. Salka á ekki von á öðru en að fara og hitta hann í hverjum degi en það mátti einmitt sjá hana hjá Almari um klukkan níu í kvöld þar sem hún ræddi við hann. Almar var hins vegar fámáll enda ætlar hann ekki að tala á meðan gjörningnum stendur en mun tjá sig með hverskyns látbragði. Það má einnig með sanni segja að Almar hafi með þessum gjörningi heillað hluta þjóðarinnar með sér, líkt og sjá má á umræðunni á Twitter. Hægt er að fylgjast með Almari í kassanum og umræðunni á Twitter hér fyrir neðan.#nakinníkassa Tweets Bein útsending
Tengdar fréttir Íslenskur myndlistarnemi ætlar að dvelja nakinn inni í kassa í viku Verður í beinni útsendingu á Youtube. 30. nóvember 2015 14:08 Myndlistarneminn kúkaði í kassanum Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum en margir hafa velt því fyrir sér hvernig hann ætli að gera þarfir sínar. Það liggur nú fyrir. 30. nóvember 2015 15:39 Mest lesið Umfjöllunin um kynjaveisluna fór fyrir brjóstið á Birgittu Lífið „Mig langaði að eiga vini og verða vinsæll“ Lífið „Háð því að gera hluti sem eru óþægilegir“ Lífið Býður Taylor barn Lífið Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Tónlist Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Lífið Halla á Hellisheiði með viðskiptakonum Lífið Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Tíska og hönnun Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann Lífið Gullið tilboð í Amsterdam Lífið Fleiri fréttir Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira
Íslenskur myndlistarnemi ætlar að dvelja nakinn inni í kassa í viku Verður í beinni útsendingu á Youtube. 30. nóvember 2015 14:08
Myndlistarneminn kúkaði í kassanum Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum en margir hafa velt því fyrir sér hvernig hann ætli að gera þarfir sínar. Það liggur nú fyrir. 30. nóvember 2015 15:39