Menning

Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“

Birgir Olgeirsson skrifar
Salka Valsdóttir og eiginmaður hennar Almar Atlason í glerkassanum góða.
Salka Valsdóttir og eiginmaður hennar Almar Atlason í glerkassanum góða. Vísir/Facebook/Youtube
„Ég hef ekki áhyggjur af honum,“ segir Salka Valsdóttir um manninn sinn Almar Atlason, 23 ára myndlistarnema, sem ætlar að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum næstu vikuna.Almar er er á sínu fyrsta ári í Listaháskóla Íslands og er verkefnið hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla. Salka, sem er ein af meðlimum rapphópsins Reykjavíkurdætra, segist hafa mikla trú á Almari. Hann sé vís til alls og mjög góður í því sem hann gerir.Þá segir hún hann vera í öruggum höndum hjá fólkinu í Listaháskóla Íslands. „Sem mun ekki leyfa honum að svelta. Ég held að hann sé í góðum höndum þarna.“Almar fór inn í glerkassann klukkan níu í morgun og fer út úr honum klukkan níu næsta mánudagsmorgun.Salka á ekki von á öðru en að fara og hitta hann í hverjum degi en það mátti einmitt sjá hana hjá Almari um klukkan níu í kvöld þar sem hún ræddi við hann. Almar var hins vegar fámáll enda ætlar hann ekki að tala á meðan gjörningnum stendur en mun tjá sig með hverskyns látbragði.Það má einnig með sanni segja að Almar hafi með þessum gjörningi heillað hluta þjóðarinnar með sér, líkt og sjá má á umræðunni á Twitter. Hægt er að fylgjast með Almari í kassanum og umræðunni á Twitter hér fyrir neðan.

Bein útsending

Tengdar fréttir

Myndlistarneminn kúkaði í kassanum

Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum en margir hafa velt því fyrir sér hvernig hann ætli að gera þarfir sínar. Það liggur nú fyrir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.