Lífið

Adele þakkar Söruh Palin fyrir velgengni sína í Bandaríkjunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Adele í áströlsku útgáfunni af 60 mínútum að flytja When We Were Young.
Adele í áströlsku útgáfunni af 60 mínútum að flytja When We Were Young. Vísir/60MintuesAustralia
Adele segir að hún þakki Söruh Palin, fyrrum varaforsetaefni Bandaríkjanna, fyrir að hafa skotið sér á stjörnuhimininn í Bandaríkjunum.

Breska ofursöngkonan var í sérstökum viðtalsþætti á BBC þar sem hún ræddi um feril sinn. Þar kom fram að hún hefði verið bókuð til þess að koma fram með tónlistaratriði í Saturday Night Live árið 2008 en þá var hún að brjótast inn á Bandaríkjamarkað.

Sjá einnig: Adele fór í áheyrnaprufu fyrir Adele-eftirhermur

Sarah Palin sem þá stóð í ströngu ásamt John McCain í kosningabaráttunni um forsetaembætti Bandaríkjanna breytti áætlunum sínum vegna kosningabaráttunnar þannig að hún kom fram í sama þætti og Adele.

Sá þáttur sló í gegn og sjaldan hafa fleiri horft á einn þátt af Saturday Night Live en umrætt kvöld.

„Platan mín skaust upp í fyrsta sætið,“ sagði Adele um áhrif þáttarins. „Þetta var rétt áður en ákveða átti tilnefningar til Grammy-verðlaunana. Svo var ég tilnefnd og ég vann, allt þökk sé Söruh Palin.“

Hér má sjá atriði úr SNL-þættinum þar sem Sarah Palin mætir á svæðið.


Tengdar fréttir

Hin eina sanna Adele

Í dag kom nýjasta plata söngkonunnar Adele, 25 út og er óhætt að segja að hennar hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×