Listasafn fær nú rafmagnsreikninga í stað ókeypis hitaveitu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Sveinssafns, reyndi að bjóða HS veitum listaverk að láni upp í rafmagnsreikninginn en varð ekki ágengt. Forstöðumaður Sveinssafns í Krýsuvík segir HS veitur hafa, án þess að gera viðvart, lagt á ráðin í tvö ár um að loka fyrir heitt vatn til húshitunar í safninu og selja því rafmagn í staðinn. Það muni kosta um 500 þúsund krónur á ári. Safnið geti ekki borið þann kostnað og óski eftir styrk frá bænum. „Með nánast engum fyrirvara var okkur tilkynnt um að aðgengi að jarðhita væri liðin tíð í Krýsuvík og að við yrðum þess í stað að kynda Sveinshús með rafmagni,“ segir í bréfi Erlends Sveinssonar, forstöðumanns Sveinssafns, til bæjarfulltrúa og bæjarstjórans í Hafnarfirði. „Það undarlegasta í því máli,“ heldur Erlendur áfram, „er að í tvö ár hafði það var ætlun HS veitna að knýja á um þessa rafmagnsupphitun samkvæmt bréfi forstjóra HS veitna til bæjarstjóra Hafnarfjarðar en aldrei á þeim tíma var okkur gert viðvart. Það liggur því við að það megi taka svo til orða að þeir hafi í skjóli nætur lagt rafstreng frá Hafnarfirði og upp eftir í því augnamiði.“ Erlendur segir að lagning rafstrengsins hafi kostað 83 milljónir króna. „Okkur finnst með nokkrum ólíkindum að Sveinssafn og Krýsuvíkursamtökin séu ástæðan fyrir 83 milljón króna fjárfestingu HS veitna í Krýsuvík án þess að á það hafi verið minnst við okkur,“ segir í bréfi hans. „Eða getur hugsast að þessi fjárfesting hafi miklu fremur verið hugsuð fyrir framkvæmdir við djúpholuborun sem lengi hefur verið á dagskrá í Krýsuvík fremur en að til hennar hafi verið stofnað með okkar hagsmuni í huga. Að við séum kannski eins konar peð á skákborði átaka út af orkuvinnslu, vegna þess að HS veitur hafa einungis fengið rannsóknarleyfi en ekki vilyrði fyrir áframhaldandi framkvæmdum þegar rannsóknum lýkur?“ spyr forstöðumaður Sveinssafns í bréfinu. Júlíus J. Jónsson, forstjóri HS veitna, segir að verið sé að loka borholu sem virkjuð hafi verið af Hitaveitu Krýsuvíkur í kring um árið 2000. Að baki hitaveitunni hafi verið Lionsklúbbar og fleiri. Það hafi snúist um meðferðarheimilið í Krýsuvík og ekki um Sveinssafn. „Af hverju Sveinshús fékk fría hitaveitu allan þennan tíma veit ég ekkert um. Það er enginn samningur um það,“ segir Júlíus sem kveður Hitaveitu Suðurnesja hafa keypt Hitaveitu Krýsuvíkur og þá tekið við skuldbindingum gagnvart meðferðarheimilinu. Rafmagn hafi verið framleitt með dísilvélum og selt á fimmföldu undirverði og heitt vatn hafi komið úr borholunni. „Holan var gjörónýt og orðið glæpsamlegt að senda menn til að laga hana. Þetta gat sprungið í andlitið á þeim hvenær sem var,“ segir Júlíus. Þegar Vatnsskarðsnámur hafi óskað eftir rafmagni til sín hafi verið kominn strengur hálfa leið í Krýsuvík. Ákveðið hafi verið að framlengja hann þangað. „HS Orka var með þá skuldbindingu að sjá meðferðarheimilinu fyrir hita og rafmagni og þetta var bara ódýrasta leiðin – þótt ekki væri hún ódýr,“ segir Júlíus. Júlíus segir óljóst hvort virkjað verði í Krýsuvík, en rafmagn sé komið þangað ef svo verður. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Forstöðumaður Sveinssafns í Krýsuvík segir HS veitur hafa, án þess að gera viðvart, lagt á ráðin í tvö ár um að loka fyrir heitt vatn til húshitunar í safninu og selja því rafmagn í staðinn. Það muni kosta um 500 þúsund krónur á ári. Safnið geti ekki borið þann kostnað og óski eftir styrk frá bænum. „Með nánast engum fyrirvara var okkur tilkynnt um að aðgengi að jarðhita væri liðin tíð í Krýsuvík og að við yrðum þess í stað að kynda Sveinshús með rafmagni,“ segir í bréfi Erlends Sveinssonar, forstöðumanns Sveinssafns, til bæjarfulltrúa og bæjarstjórans í Hafnarfirði. „Það undarlegasta í því máli,“ heldur Erlendur áfram, „er að í tvö ár hafði það var ætlun HS veitna að knýja á um þessa rafmagnsupphitun samkvæmt bréfi forstjóra HS veitna til bæjarstjóra Hafnarfjarðar en aldrei á þeim tíma var okkur gert viðvart. Það liggur því við að það megi taka svo til orða að þeir hafi í skjóli nætur lagt rafstreng frá Hafnarfirði og upp eftir í því augnamiði.“ Erlendur segir að lagning rafstrengsins hafi kostað 83 milljónir króna. „Okkur finnst með nokkrum ólíkindum að Sveinssafn og Krýsuvíkursamtökin séu ástæðan fyrir 83 milljón króna fjárfestingu HS veitna í Krýsuvík án þess að á það hafi verið minnst við okkur,“ segir í bréfi hans. „Eða getur hugsast að þessi fjárfesting hafi miklu fremur verið hugsuð fyrir framkvæmdir við djúpholuborun sem lengi hefur verið á dagskrá í Krýsuvík fremur en að til hennar hafi verið stofnað með okkar hagsmuni í huga. Að við séum kannski eins konar peð á skákborði átaka út af orkuvinnslu, vegna þess að HS veitur hafa einungis fengið rannsóknarleyfi en ekki vilyrði fyrir áframhaldandi framkvæmdum þegar rannsóknum lýkur?“ spyr forstöðumaður Sveinssafns í bréfinu. Júlíus J. Jónsson, forstjóri HS veitna, segir að verið sé að loka borholu sem virkjuð hafi verið af Hitaveitu Krýsuvíkur í kring um árið 2000. Að baki hitaveitunni hafi verið Lionsklúbbar og fleiri. Það hafi snúist um meðferðarheimilið í Krýsuvík og ekki um Sveinssafn. „Af hverju Sveinshús fékk fría hitaveitu allan þennan tíma veit ég ekkert um. Það er enginn samningur um það,“ segir Júlíus sem kveður Hitaveitu Suðurnesja hafa keypt Hitaveitu Krýsuvíkur og þá tekið við skuldbindingum gagnvart meðferðarheimilinu. Rafmagn hafi verið framleitt með dísilvélum og selt á fimmföldu undirverði og heitt vatn hafi komið úr borholunni. „Holan var gjörónýt og orðið glæpsamlegt að senda menn til að laga hana. Þetta gat sprungið í andlitið á þeim hvenær sem var,“ segir Júlíus. Þegar Vatnsskarðsnámur hafi óskað eftir rafmagni til sín hafi verið kominn strengur hálfa leið í Krýsuvík. Ákveðið hafi verið að framlengja hann þangað. „HS Orka var með þá skuldbindingu að sjá meðferðarheimilinu fyrir hita og rafmagni og þetta var bara ódýrasta leiðin – þótt ekki væri hún ódýr,“ segir Júlíus. Júlíus segir óljóst hvort virkjað verði í Krýsuvík, en rafmagn sé komið þangað ef svo verður.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira