Innlent

Harpa böðuð frönsku fánalitunum næstu daga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hjúpur tónlistarhússins verður notaður til að varpa fram frönsku fánalitunum en þeir eru ekki allsendis ólíkir þessum hér að ofan.
Hjúpur tónlistarhússins verður notaður til að varpa fram frönsku fánalitunum en þeir eru ekki allsendis ólíkir þessum hér að ofan. Vísir
Tónlistarhúsið Harpa í Reykjavík verður lýst upp í frönsku fánalitunum næstu daga.

Er þetta gert af samstöðu við frönsku þjóðina í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París sem drógu í það minnsta 128 til dauða í gærkvöldi.

Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina

Halldór Guðmundsson, forstóri Hörpu, segir að Reykvíkingar og aðrir gestir borgarinnar geti horft á upplýsta Hörpu innan nokkurra klukkustunda.

„Þetta er smá tæknimaus því við erum ekki að varpa ljósi á Hörpu heldur nýta hjúpinn til að kalla fram litina. Þetta er því aðeins flóknara en vonandi tekst þetta á næstu klukkutímum,“ segir Halldór.

Yfirleitt tekur slík ljósaforritun nokkra daga en Halldór segir að tæknimenn Hörpu séu orðnir „töluvert færir“ og því ættu þeir að geta komið þessu í kring í dag.

„Þeir munu ekki tvínóna við þetta enda ekkert tilefni til,“ segir Halldór. 

Harpa skipar sér þannig í sveit með fjölmörgum kennileitum um allan heim sem hafa verið böðuð frönsku fánalitunum síðastliðinn sólarhring.


Tengdar fréttir

Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn

Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn.

„Frelsi er óttanum yfirsterkara“

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var bersýnilega í geðshræringu þegar hún ávarpaði þýsku þjóðina í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×