Lífið

Justin Bieber þakkar Íslandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Myndbandið er tekið upp á Suðurlandi þar sem Bieber heimsótti Skógafoss, Selja­lands­foss og Sólheimasand.
Myndbandið er tekið upp á Suðurlandi þar sem Bieber heimsótti Skógafoss, Selja­lands­foss og Sólheimasand. Vísir
Poppstjarnan Justin Bieber fagnar því á Instagram-síðu sinni í kvöld að nýtt kynningarmyndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose er komið út og hefur slegið í gegn. Myndbandið er tekið upp í heimsókn söngvarans til Íslands og skrifar hann „Takk Ísland“ með mynd sem hann birtir á síðu sinni.

Nærri ein og hálf milljón manna hefur horft á nýja myndbandið frá því að það var sett á YouTube fyrr í dag. Platan Purpose verður gefin út þann 13. nóvember næstkomandi.

>

Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.