Reyna að ná Perlu á flot sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 11:47 Kafarar stinga sér ofan í sjóinn við höfnina í gær. Þeir voru að störfum fram eftir í gær og voru mættir aftur snemma í morgun, Vísir/E.ÓL. Undirbúningsaðgerðir við að koma sanddæluskipinu Perlu, sem sökk í Reykjavíkurhöfn í gær, á flot hófust í morgun. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar muni taka nokkra daga en aðgerðaráætlun útgerðarfyrirtækisins um hvernig standa skuli að verkinu mun liggja fyrir síðar í dag. Kafarar hafa í morgun unnið að því að þétta göt og holur og yfirfara ástand skipsins. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að bíða þurfi áætlunar frá Björgun, sem gerir skipið út, áður en lengra sé haldið. „Það var unnið fram eftir kvöldi í gær, frá Björgun og köfunarþjónustunni, við að loka öllu sem þurfti að loka til að koma í veg fyrir mengun en einnig svo hægt verði að lyfta skipinu. Því verður haldið áfram í dag, segir Gísli. Hann segir töluvert í að skipinu verði komið á flot. Erfitt verkefni sé fyrir höndum. „Svona miðað við síðustu fréttur þá eykur það bjartsýni að það geti gerst á næstu dögum, en það verður að ráðast af því hvernig gengur að koma fyrir nauðsynlegum búnaði. Þetta er snúið verkefni en þetta eru garpar sem hafa unnið mjög vel að því að leysa úr flóknu verkefni."„Engin olía lekið úr skipinu“ Um tólf þúsund lítrar af skipaolíu eru um borð og átta hundruð lítrar af glsusa og smurolíu. Að sögn Gísla er allt gert til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn, og hefur mengunarvarnargirðingu verið komið fyrir umhverfis skipið. Einhver olíubrák hafi þó myndast. „Það hefur engin olía lekið úr skipinu. Bara rétt eftir að það fór niður þá var svona skán eða slykja á sjónum en engin olía sem heitið getur og það hefur ekki farið neitt í nótt eða núna í morgun,“ segir Gísli. Ástæður þess að Perla sökk í gær eru enn ókunnar en talið er líklegt að gleymst hafi að loka fyrir botnloka skipsins áður en það var sett á flot og að skipið hafi því tekið inn sjó með fyrrgreindum afleiðingum. Tengdar fréttir „Höfðum ekki undan“ Ekki liggur fyrir hvenær dælt verður úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun. 2. nóvember 2015 13:50 Tólf þúsund lítrar af skipaolíu um borð í Perlu Unnið er að því að loka loftgötum til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn. 2. nóvember 2015 15:00 Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Undirbúningsaðgerðir við að koma sanddæluskipinu Perlu, sem sökk í Reykjavíkurhöfn í gær, á flot hófust í morgun. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar muni taka nokkra daga en aðgerðaráætlun útgerðarfyrirtækisins um hvernig standa skuli að verkinu mun liggja fyrir síðar í dag. Kafarar hafa í morgun unnið að því að þétta göt og holur og yfirfara ástand skipsins. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að bíða þurfi áætlunar frá Björgun, sem gerir skipið út, áður en lengra sé haldið. „Það var unnið fram eftir kvöldi í gær, frá Björgun og köfunarþjónustunni, við að loka öllu sem þurfti að loka til að koma í veg fyrir mengun en einnig svo hægt verði að lyfta skipinu. Því verður haldið áfram í dag, segir Gísli. Hann segir töluvert í að skipinu verði komið á flot. Erfitt verkefni sé fyrir höndum. „Svona miðað við síðustu fréttur þá eykur það bjartsýni að það geti gerst á næstu dögum, en það verður að ráðast af því hvernig gengur að koma fyrir nauðsynlegum búnaði. Þetta er snúið verkefni en þetta eru garpar sem hafa unnið mjög vel að því að leysa úr flóknu verkefni."„Engin olía lekið úr skipinu“ Um tólf þúsund lítrar af skipaolíu eru um borð og átta hundruð lítrar af glsusa og smurolíu. Að sögn Gísla er allt gert til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn, og hefur mengunarvarnargirðingu verið komið fyrir umhverfis skipið. Einhver olíubrák hafi þó myndast. „Það hefur engin olía lekið úr skipinu. Bara rétt eftir að það fór niður þá var svona skán eða slykja á sjónum en engin olía sem heitið getur og það hefur ekki farið neitt í nótt eða núna í morgun,“ segir Gísli. Ástæður þess að Perla sökk í gær eru enn ókunnar en talið er líklegt að gleymst hafi að loka fyrir botnloka skipsins áður en það var sett á flot og að skipið hafi því tekið inn sjó með fyrrgreindum afleiðingum.
Tengdar fréttir „Höfðum ekki undan“ Ekki liggur fyrir hvenær dælt verður úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun. 2. nóvember 2015 13:50 Tólf þúsund lítrar af skipaolíu um borð í Perlu Unnið er að því að loka loftgötum til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn. 2. nóvember 2015 15:00 Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
„Höfðum ekki undan“ Ekki liggur fyrir hvenær dælt verður úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun. 2. nóvember 2015 13:50
Tólf þúsund lítrar af skipaolíu um borð í Perlu Unnið er að því að loka loftgötum til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn. 2. nóvember 2015 15:00
Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15