Reyna að ná Perlu á flot sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 11:47 Kafarar stinga sér ofan í sjóinn við höfnina í gær. Þeir voru að störfum fram eftir í gær og voru mættir aftur snemma í morgun, Vísir/E.ÓL. Undirbúningsaðgerðir við að koma sanddæluskipinu Perlu, sem sökk í Reykjavíkurhöfn í gær, á flot hófust í morgun. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar muni taka nokkra daga en aðgerðaráætlun útgerðarfyrirtækisins um hvernig standa skuli að verkinu mun liggja fyrir síðar í dag. Kafarar hafa í morgun unnið að því að þétta göt og holur og yfirfara ástand skipsins. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að bíða þurfi áætlunar frá Björgun, sem gerir skipið út, áður en lengra sé haldið. „Það var unnið fram eftir kvöldi í gær, frá Björgun og köfunarþjónustunni, við að loka öllu sem þurfti að loka til að koma í veg fyrir mengun en einnig svo hægt verði að lyfta skipinu. Því verður haldið áfram í dag, segir Gísli. Hann segir töluvert í að skipinu verði komið á flot. Erfitt verkefni sé fyrir höndum. „Svona miðað við síðustu fréttur þá eykur það bjartsýni að það geti gerst á næstu dögum, en það verður að ráðast af því hvernig gengur að koma fyrir nauðsynlegum búnaði. Þetta er snúið verkefni en þetta eru garpar sem hafa unnið mjög vel að því að leysa úr flóknu verkefni."„Engin olía lekið úr skipinu“ Um tólf þúsund lítrar af skipaolíu eru um borð og átta hundruð lítrar af glsusa og smurolíu. Að sögn Gísla er allt gert til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn, og hefur mengunarvarnargirðingu verið komið fyrir umhverfis skipið. Einhver olíubrák hafi þó myndast. „Það hefur engin olía lekið úr skipinu. Bara rétt eftir að það fór niður þá var svona skán eða slykja á sjónum en engin olía sem heitið getur og það hefur ekki farið neitt í nótt eða núna í morgun,“ segir Gísli. Ástæður þess að Perla sökk í gær eru enn ókunnar en talið er líklegt að gleymst hafi að loka fyrir botnloka skipsins áður en það var sett á flot og að skipið hafi því tekið inn sjó með fyrrgreindum afleiðingum. Tengdar fréttir „Höfðum ekki undan“ Ekki liggur fyrir hvenær dælt verður úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun. 2. nóvember 2015 13:50 Tólf þúsund lítrar af skipaolíu um borð í Perlu Unnið er að því að loka loftgötum til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn. 2. nóvember 2015 15:00 Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Undirbúningsaðgerðir við að koma sanddæluskipinu Perlu, sem sökk í Reykjavíkurhöfn í gær, á flot hófust í morgun. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar muni taka nokkra daga en aðgerðaráætlun útgerðarfyrirtækisins um hvernig standa skuli að verkinu mun liggja fyrir síðar í dag. Kafarar hafa í morgun unnið að því að þétta göt og holur og yfirfara ástand skipsins. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að bíða þurfi áætlunar frá Björgun, sem gerir skipið út, áður en lengra sé haldið. „Það var unnið fram eftir kvöldi í gær, frá Björgun og köfunarþjónustunni, við að loka öllu sem þurfti að loka til að koma í veg fyrir mengun en einnig svo hægt verði að lyfta skipinu. Því verður haldið áfram í dag, segir Gísli. Hann segir töluvert í að skipinu verði komið á flot. Erfitt verkefni sé fyrir höndum. „Svona miðað við síðustu fréttur þá eykur það bjartsýni að það geti gerst á næstu dögum, en það verður að ráðast af því hvernig gengur að koma fyrir nauðsynlegum búnaði. Þetta er snúið verkefni en þetta eru garpar sem hafa unnið mjög vel að því að leysa úr flóknu verkefni."„Engin olía lekið úr skipinu“ Um tólf þúsund lítrar af skipaolíu eru um borð og átta hundruð lítrar af glsusa og smurolíu. Að sögn Gísla er allt gert til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn, og hefur mengunarvarnargirðingu verið komið fyrir umhverfis skipið. Einhver olíubrák hafi þó myndast. „Það hefur engin olía lekið úr skipinu. Bara rétt eftir að það fór niður þá var svona skán eða slykja á sjónum en engin olía sem heitið getur og það hefur ekki farið neitt í nótt eða núna í morgun,“ segir Gísli. Ástæður þess að Perla sökk í gær eru enn ókunnar en talið er líklegt að gleymst hafi að loka fyrir botnloka skipsins áður en það var sett á flot og að skipið hafi því tekið inn sjó með fyrrgreindum afleiðingum.
Tengdar fréttir „Höfðum ekki undan“ Ekki liggur fyrir hvenær dælt verður úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun. 2. nóvember 2015 13:50 Tólf þúsund lítrar af skipaolíu um borð í Perlu Unnið er að því að loka loftgötum til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn. 2. nóvember 2015 15:00 Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Höfðum ekki undan“ Ekki liggur fyrir hvenær dælt verður úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun. 2. nóvember 2015 13:50
Tólf þúsund lítrar af skipaolíu um borð í Perlu Unnið er að því að loka loftgötum til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn. 2. nóvember 2015 15:00
Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15