Reyna að ná Perlu á flot sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 11:47 Kafarar stinga sér ofan í sjóinn við höfnina í gær. Þeir voru að störfum fram eftir í gær og voru mættir aftur snemma í morgun, Vísir/E.ÓL. Undirbúningsaðgerðir við að koma sanddæluskipinu Perlu, sem sökk í Reykjavíkurhöfn í gær, á flot hófust í morgun. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar muni taka nokkra daga en aðgerðaráætlun útgerðarfyrirtækisins um hvernig standa skuli að verkinu mun liggja fyrir síðar í dag. Kafarar hafa í morgun unnið að því að þétta göt og holur og yfirfara ástand skipsins. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að bíða þurfi áætlunar frá Björgun, sem gerir skipið út, áður en lengra sé haldið. „Það var unnið fram eftir kvöldi í gær, frá Björgun og köfunarþjónustunni, við að loka öllu sem þurfti að loka til að koma í veg fyrir mengun en einnig svo hægt verði að lyfta skipinu. Því verður haldið áfram í dag, segir Gísli. Hann segir töluvert í að skipinu verði komið á flot. Erfitt verkefni sé fyrir höndum. „Svona miðað við síðustu fréttur þá eykur það bjartsýni að það geti gerst á næstu dögum, en það verður að ráðast af því hvernig gengur að koma fyrir nauðsynlegum búnaði. Þetta er snúið verkefni en þetta eru garpar sem hafa unnið mjög vel að því að leysa úr flóknu verkefni."„Engin olía lekið úr skipinu“ Um tólf þúsund lítrar af skipaolíu eru um borð og átta hundruð lítrar af glsusa og smurolíu. Að sögn Gísla er allt gert til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn, og hefur mengunarvarnargirðingu verið komið fyrir umhverfis skipið. Einhver olíubrák hafi þó myndast. „Það hefur engin olía lekið úr skipinu. Bara rétt eftir að það fór niður þá var svona skán eða slykja á sjónum en engin olía sem heitið getur og það hefur ekki farið neitt í nótt eða núna í morgun,“ segir Gísli. Ástæður þess að Perla sökk í gær eru enn ókunnar en talið er líklegt að gleymst hafi að loka fyrir botnloka skipsins áður en það var sett á flot og að skipið hafi því tekið inn sjó með fyrrgreindum afleiðingum. Tengdar fréttir „Höfðum ekki undan“ Ekki liggur fyrir hvenær dælt verður úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun. 2. nóvember 2015 13:50 Tólf þúsund lítrar af skipaolíu um borð í Perlu Unnið er að því að loka loftgötum til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn. 2. nóvember 2015 15:00 Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Undirbúningsaðgerðir við að koma sanddæluskipinu Perlu, sem sökk í Reykjavíkurhöfn í gær, á flot hófust í morgun. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar muni taka nokkra daga en aðgerðaráætlun útgerðarfyrirtækisins um hvernig standa skuli að verkinu mun liggja fyrir síðar í dag. Kafarar hafa í morgun unnið að því að þétta göt og holur og yfirfara ástand skipsins. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að bíða þurfi áætlunar frá Björgun, sem gerir skipið út, áður en lengra sé haldið. „Það var unnið fram eftir kvöldi í gær, frá Björgun og köfunarþjónustunni, við að loka öllu sem þurfti að loka til að koma í veg fyrir mengun en einnig svo hægt verði að lyfta skipinu. Því verður haldið áfram í dag, segir Gísli. Hann segir töluvert í að skipinu verði komið á flot. Erfitt verkefni sé fyrir höndum. „Svona miðað við síðustu fréttur þá eykur það bjartsýni að það geti gerst á næstu dögum, en það verður að ráðast af því hvernig gengur að koma fyrir nauðsynlegum búnaði. Þetta er snúið verkefni en þetta eru garpar sem hafa unnið mjög vel að því að leysa úr flóknu verkefni."„Engin olía lekið úr skipinu“ Um tólf þúsund lítrar af skipaolíu eru um borð og átta hundruð lítrar af glsusa og smurolíu. Að sögn Gísla er allt gert til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn, og hefur mengunarvarnargirðingu verið komið fyrir umhverfis skipið. Einhver olíubrák hafi þó myndast. „Það hefur engin olía lekið úr skipinu. Bara rétt eftir að það fór niður þá var svona skán eða slykja á sjónum en engin olía sem heitið getur og það hefur ekki farið neitt í nótt eða núna í morgun,“ segir Gísli. Ástæður þess að Perla sökk í gær eru enn ókunnar en talið er líklegt að gleymst hafi að loka fyrir botnloka skipsins áður en það var sett á flot og að skipið hafi því tekið inn sjó með fyrrgreindum afleiðingum.
Tengdar fréttir „Höfðum ekki undan“ Ekki liggur fyrir hvenær dælt verður úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun. 2. nóvember 2015 13:50 Tólf þúsund lítrar af skipaolíu um borð í Perlu Unnið er að því að loka loftgötum til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn. 2. nóvember 2015 15:00 Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
„Höfðum ekki undan“ Ekki liggur fyrir hvenær dælt verður úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun. 2. nóvember 2015 13:50
Tólf þúsund lítrar af skipaolíu um borð í Perlu Unnið er að því að loka loftgötum til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn. 2. nóvember 2015 15:00
Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“