Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2015 22:45 Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. Síðustu menn komust með naumindum frá borði. Þrír menn voru þá um borð í sanddæluskipinu Perlu en hafnsögubáturinn Magni var að draga það frá slippnum og koma því að bryggju. Mennirnir voru hins vegar allir komnir í land þegar efsti hluti stýrihússins var að fara á kaf en síðasti maður frá borði var Ágúst Ágústsson vélstjóri. Í samtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Ágúst að þetta hefði gerst nokkuð hratt í restina og var auðheyrt að honum var brugðið. „Auðvitað verður manni brugðið við svona lagað. Maður er ekkert vanur að lenda í svona ósköpum,“ sagði Ágúst. „Við vorum í hættu, - við rétt komumst í land í lokin, - við tveir sko; einn frá slökkviliðinu og ég.“Perla farin að hallast á stjórnborðshlið. Dráttarbáturinn Magni er við bakborðshlið sanddæluskipsins.Mynd/Faxaflóahafnir.Slökkviliðið kom á vettvang og fór með dælur um borð í von um að koma í veg fyrir að skipið sykki. Fljótlega var komið með flotgirðingu á svæðið en tólf þúsund lítrar af skipaolíu voru um borð í Perlu og 800 lítrar af glussa og smurolíu. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kvaðst eftir samtal við fulltrúa Björgunar vera bjartsýnn á að það myndi ekki taka marga daga að ná skipinu upp. Fyrirtækið myndi skila áætlun á morgun um hvernig staðið yrði að björgun skipsins. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. Síðustu menn komust með naumindum frá borði. Þrír menn voru þá um borð í sanddæluskipinu Perlu en hafnsögubáturinn Magni var að draga það frá slippnum og koma því að bryggju. Mennirnir voru hins vegar allir komnir í land þegar efsti hluti stýrihússins var að fara á kaf en síðasti maður frá borði var Ágúst Ágústsson vélstjóri. Í samtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Ágúst að þetta hefði gerst nokkuð hratt í restina og var auðheyrt að honum var brugðið. „Auðvitað verður manni brugðið við svona lagað. Maður er ekkert vanur að lenda í svona ósköpum,“ sagði Ágúst. „Við vorum í hættu, - við rétt komumst í land í lokin, - við tveir sko; einn frá slökkviliðinu og ég.“Perla farin að hallast á stjórnborðshlið. Dráttarbáturinn Magni er við bakborðshlið sanddæluskipsins.Mynd/Faxaflóahafnir.Slökkviliðið kom á vettvang og fór með dælur um borð í von um að koma í veg fyrir að skipið sykki. Fljótlega var komið með flotgirðingu á svæðið en tólf þúsund lítrar af skipaolíu voru um borð í Perlu og 800 lítrar af glussa og smurolíu. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kvaðst eftir samtal við fulltrúa Björgunar vera bjartsýnn á að það myndi ekki taka marga daga að ná skipinu upp. Fyrirtækið myndi skila áætlun á morgun um hvernig staðið yrði að björgun skipsins.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira