Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2015 22:45 Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. Síðustu menn komust með naumindum frá borði. Þrír menn voru þá um borð í sanddæluskipinu Perlu en hafnsögubáturinn Magni var að draga það frá slippnum og koma því að bryggju. Mennirnir voru hins vegar allir komnir í land þegar efsti hluti stýrihússins var að fara á kaf en síðasti maður frá borði var Ágúst Ágústsson vélstjóri. Í samtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Ágúst að þetta hefði gerst nokkuð hratt í restina og var auðheyrt að honum var brugðið. „Auðvitað verður manni brugðið við svona lagað. Maður er ekkert vanur að lenda í svona ósköpum,“ sagði Ágúst. „Við vorum í hættu, - við rétt komumst í land í lokin, - við tveir sko; einn frá slökkviliðinu og ég.“Perla farin að hallast á stjórnborðshlið. Dráttarbáturinn Magni er við bakborðshlið sanddæluskipsins.Mynd/Faxaflóahafnir.Slökkviliðið kom á vettvang og fór með dælur um borð í von um að koma í veg fyrir að skipið sykki. Fljótlega var komið með flotgirðingu á svæðið en tólf þúsund lítrar af skipaolíu voru um borð í Perlu og 800 lítrar af glussa og smurolíu. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kvaðst eftir samtal við fulltrúa Björgunar vera bjartsýnn á að það myndi ekki taka marga daga að ná skipinu upp. Fyrirtækið myndi skila áætlun á morgun um hvernig staðið yrði að björgun skipsins. Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. Síðustu menn komust með naumindum frá borði. Þrír menn voru þá um borð í sanddæluskipinu Perlu en hafnsögubáturinn Magni var að draga það frá slippnum og koma því að bryggju. Mennirnir voru hins vegar allir komnir í land þegar efsti hluti stýrihússins var að fara á kaf en síðasti maður frá borði var Ágúst Ágústsson vélstjóri. Í samtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Ágúst að þetta hefði gerst nokkuð hratt í restina og var auðheyrt að honum var brugðið. „Auðvitað verður manni brugðið við svona lagað. Maður er ekkert vanur að lenda í svona ósköpum,“ sagði Ágúst. „Við vorum í hættu, - við rétt komumst í land í lokin, - við tveir sko; einn frá slökkviliðinu og ég.“Perla farin að hallast á stjórnborðshlið. Dráttarbáturinn Magni er við bakborðshlið sanddæluskipsins.Mynd/Faxaflóahafnir.Slökkviliðið kom á vettvang og fór með dælur um borð í von um að koma í veg fyrir að skipið sykki. Fljótlega var komið með flotgirðingu á svæðið en tólf þúsund lítrar af skipaolíu voru um borð í Perlu og 800 lítrar af glussa og smurolíu. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kvaðst eftir samtal við fulltrúa Björgunar vera bjartsýnn á að það myndi ekki taka marga daga að ná skipinu upp. Fyrirtækið myndi skila áætlun á morgun um hvernig staðið yrði að björgun skipsins.
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum