Aukið Norðurslóðasamstarf ofarlega á baugi í Seúl Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 12:10 Ólafur Ragnar Grímsson og Park Geun-hye takast í hendur í Seúl. mynd/yonhapnews Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti fund í Seúl með Park Geun-hye, forseta Suður-Kóreu í dag en á fundi þeirra sammæltust leiðtogarnir um að auka samstarf ríkjanna á Norðurslóðum. Á fundinum kom einnig fram „eindreginn vilji Kóreu,“eins og það er orðað á vef forsetaembættisins, til að efla siglingar og rannsóknir á Norðurslóðum og taka virkan þátt í samstarfi og stefnumótun á svæðinu. „Þá lýsti Park forseti sérstakri ánægju með þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle sem nú er haldið árlega í Reykjavík og stefnir Kórea að áframhaldandi þátttöku í þingunum,“ segir einnig á forsetavefnum.Á vef Korea Times er greint frá því að samstarf ríkjanna á Norðurslóðum sé ekki síst til þess fallið að kanna fýsileika norðausturleiðinar yfir heimskautið sem hefur í för með sér „kostnaðar- og tímasparnað fyrir skipafélög“ eins og það er orðað í fréttinni. Á vef forseta Íslands segir ennfremur að forseti Kóreu hafi lagt „ríka áherslu á mikilvægi þess að auka samvinnu Íslendinga og Kóreumanna á sviði viðskipta og fjárfestinga með tilliti til breyttra aðstæða á Norðurslóðum og bauðst jafnframt til að greiða götu hvers konar hugmynda í þeim efnum.“ Þá sagðist hún einnig sjá rík tækifæri í samstarfi þjóðanna á sviði endunýjanlegrar orku enda væru Íslendingar „forystuþjóð á sviði endurnýjanlegrar orku,“ og „Kóreumenn á sviði margvíslegra tæknilausna.“ Ólafur Ragnar hvatti til þess að hugmyndum um samstarf yrði fljótlega fundinn formlegur farvegur á vettvangi samskipta ríkjanna. Fundinn sátu einnig Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, embættismenn forsetaskrifstofu og utanríkisráðuneytis sem og Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Nánar upplýsingar um fund þeirra Óalfs og Park Geun-hye má lesa á vef forseta. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti fund í Seúl með Park Geun-hye, forseta Suður-Kóreu í dag en á fundi þeirra sammæltust leiðtogarnir um að auka samstarf ríkjanna á Norðurslóðum. Á fundinum kom einnig fram „eindreginn vilji Kóreu,“eins og það er orðað á vef forsetaembættisins, til að efla siglingar og rannsóknir á Norðurslóðum og taka virkan þátt í samstarfi og stefnumótun á svæðinu. „Þá lýsti Park forseti sérstakri ánægju með þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle sem nú er haldið árlega í Reykjavík og stefnir Kórea að áframhaldandi þátttöku í þingunum,“ segir einnig á forsetavefnum.Á vef Korea Times er greint frá því að samstarf ríkjanna á Norðurslóðum sé ekki síst til þess fallið að kanna fýsileika norðausturleiðinar yfir heimskautið sem hefur í för með sér „kostnaðar- og tímasparnað fyrir skipafélög“ eins og það er orðað í fréttinni. Á vef forseta Íslands segir ennfremur að forseti Kóreu hafi lagt „ríka áherslu á mikilvægi þess að auka samvinnu Íslendinga og Kóreumanna á sviði viðskipta og fjárfestinga með tilliti til breyttra aðstæða á Norðurslóðum og bauðst jafnframt til að greiða götu hvers konar hugmynda í þeim efnum.“ Þá sagðist hún einnig sjá rík tækifæri í samstarfi þjóðanna á sviði endunýjanlegrar orku enda væru Íslendingar „forystuþjóð á sviði endurnýjanlegrar orku,“ og „Kóreumenn á sviði margvíslegra tæknilausna.“ Ólafur Ragnar hvatti til þess að hugmyndum um samstarf yrði fljótlega fundinn formlegur farvegur á vettvangi samskipta ríkjanna. Fundinn sátu einnig Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, embættismenn forsetaskrifstofu og utanríkisráðuneytis sem og Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Nánar upplýsingar um fund þeirra Óalfs og Park Geun-hye má lesa á vef forseta.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira