Nóvemberspá Siggu Kling – Tvíburi: Þú verður þá að leggja allt undir 30. október 2015 09:00 Elsku margliti tvíburinn minn. Þú ert svo mikil ævitýramanneskja og það þarf alltaf að vera svo mikið að gerast hjá þér til þess að þú sért hamingjusamur.Þú þarft að staldra við og anda, í rauninni bara hugleiða. Þú þarft að einbeita þér að því að taka eftir umhverfi þínu því það er svo margt að gerast sem er að gera þér gott. En þú tekur bara ekki eftir því af því að þú ert alltaf á þönum.Það er búið að vera mikið álag á þér tilfinningalega og síðasta ár var ekki alveg það besta en núna ert þú að spyrna við fótum og það er eins og þú sért að skjótast úr kafi með ógnarhraða upp á yfirborðið. Þú nærð að anda og fyrirgefa sjálfum þér og öðrum sem er svo mikilvægt til þess að hefja nýtt líf.Næstu mánuðir eru spennandi tími og þú munt nota stjörnuútgeislun þína til að hafa áhrif á fólk sem getur hjálpað þér að ná næsta stigi. Í ástinni getur þú fengið hvern sem þú vilt en þú verður þá að leggja allt undir. Þú ert svo tilfinningaríkur að þú sættir þig ekki við það næstbesta og þetta getur haft áhrif. Þú mátt ekki halda að þú hafir alltaf rétt fyrir þér. Það er nefnilega ekki sexý. Nóvember er þinn mánuður. Það er fullt tungl í tvíbura 25. nóvember og þá er akkúrat rétti tíminn til þess að óska sér. Vertu með það á hreinu hvað það er sem þú vilt og alheimurinn mun senda þér hjálp við að láta óskina þín rætast. Þú þarft að þróa þinn persónulega stíl, þú ert þitt eigið fyrirtæki svo skapaðu það í þeirri mynd sem þú vilt hafa það! Næstu tveir mánuðir gefa þér kraft til þess og nýttu hann, elsku tvíburinn minn, og þú munt uppskera. Kannski ekki alveg eins og þú vilt eða hélst en það er svo sannarlega margt sem mun koma þér á óvart. Mottó: HALLÓ HEIMUR HÉR KEM ÉG. Frægir tvíburar: Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Elsku margliti tvíburinn minn. Þú ert svo mikil ævitýramanneskja og það þarf alltaf að vera svo mikið að gerast hjá þér til þess að þú sért hamingjusamur.Þú þarft að staldra við og anda, í rauninni bara hugleiða. Þú þarft að einbeita þér að því að taka eftir umhverfi þínu því það er svo margt að gerast sem er að gera þér gott. En þú tekur bara ekki eftir því af því að þú ert alltaf á þönum.Það er búið að vera mikið álag á þér tilfinningalega og síðasta ár var ekki alveg það besta en núna ert þú að spyrna við fótum og það er eins og þú sért að skjótast úr kafi með ógnarhraða upp á yfirborðið. Þú nærð að anda og fyrirgefa sjálfum þér og öðrum sem er svo mikilvægt til þess að hefja nýtt líf.Næstu mánuðir eru spennandi tími og þú munt nota stjörnuútgeislun þína til að hafa áhrif á fólk sem getur hjálpað þér að ná næsta stigi. Í ástinni getur þú fengið hvern sem þú vilt en þú verður þá að leggja allt undir. Þú ert svo tilfinningaríkur að þú sættir þig ekki við það næstbesta og þetta getur haft áhrif. Þú mátt ekki halda að þú hafir alltaf rétt fyrir þér. Það er nefnilega ekki sexý. Nóvember er þinn mánuður. Það er fullt tungl í tvíbura 25. nóvember og þá er akkúrat rétti tíminn til þess að óska sér. Vertu með það á hreinu hvað það er sem þú vilt og alheimurinn mun senda þér hjálp við að láta óskina þín rætast. Þú þarft að þróa þinn persónulega stíl, þú ert þitt eigið fyrirtæki svo skapaðu það í þeirri mynd sem þú vilt hafa það! Næstu tveir mánuðir gefa þér kraft til þess og nýttu hann, elsku tvíburinn minn, og þú munt uppskera. Kannski ekki alveg eins og þú vilt eða hélst en það er svo sannarlega margt sem mun koma þér á óvart. Mottó: HALLÓ HEIMUR HÉR KEM ÉG. Frægir tvíburar: Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira