Yfirlækni hótað uppsögn fyrir að styðja verkfall Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2015 08:15 Gunnar Ingi Gunnarsson er yfirlæknir Heilsugæslunnar í Árbæ. Vísir/Heiða Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Árbæ, sendi bréf til starfsmanna heilsugæslunnar í aðdraganda verkfalls ritara stöðvarinnar. Hvatti hann starfsmenn til að virða verkfallsrétt stéttarinnar alveg eins og var gert þegar læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í verkfall. Þá var bara bráðatilfellum sinnt en nú fær fólk sem á bókaðan tíma í flestum tilfellum fulla þjónustu. Yfirstjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur sent frá sér leiðbeiningar til starfsmanna um vinnufyrirkomulag til að starf heilsugæslunnar laskist ekki. Í bréfi sínu til lækna, hjúkrunarfræðinga og móttökuritara Heilsugæslunnar í Árbæ segir Gunnar Ingi að líkt og í verkfalli lækna og hjúkrunarfræðinga muni Heilsugæsla Árbæjar bara sinna neyðartilfellum á þeim tíma sem félagsmenn SFR verða í verkfalli. „Næstum óbreytt móttaka sjúklinga […] gerir verkfall SFR að ömurlegum sýndarveruleika í starfsemi HH,“ segir í bréfinu.Verkfallsverðir hafa fylgst gaumgæfilega með að ekki sé gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli.vísir/pjeturVegna bréfsins hefur Gunnari Inga borist formlegt bréf frá HH um að vegna háttalags og framgöngu hans verði gripið til „viðeigandi úrræða“. Hann er sagður hafa brugðist starfsskyldum sínum í þágu stofnunarinnar og ekki farið eftir fyrirmælum. Gunnar Ingi fær frest þar til á morgun til að svara. Þá tekur stofnunin ákvörðun um hvort honum verði veitt skrifleg áminning, sagt upp með tilskildum fresti eða rekinn án uppsagnarfrests. Gunnar Ingi staðfestir að hann hafi fengið bréfið en vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að annar yfirlæknir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu hafi fengið sambærilegt bréf. Ekki náðist í Svanhvíti Jakobsdóttur, forstjóra HH, við vinnslu fréttarinnar. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53 Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Árbæ, sendi bréf til starfsmanna heilsugæslunnar í aðdraganda verkfalls ritara stöðvarinnar. Hvatti hann starfsmenn til að virða verkfallsrétt stéttarinnar alveg eins og var gert þegar læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í verkfall. Þá var bara bráðatilfellum sinnt en nú fær fólk sem á bókaðan tíma í flestum tilfellum fulla þjónustu. Yfirstjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur sent frá sér leiðbeiningar til starfsmanna um vinnufyrirkomulag til að starf heilsugæslunnar laskist ekki. Í bréfi sínu til lækna, hjúkrunarfræðinga og móttökuritara Heilsugæslunnar í Árbæ segir Gunnar Ingi að líkt og í verkfalli lækna og hjúkrunarfræðinga muni Heilsugæsla Árbæjar bara sinna neyðartilfellum á þeim tíma sem félagsmenn SFR verða í verkfalli. „Næstum óbreytt móttaka sjúklinga […] gerir verkfall SFR að ömurlegum sýndarveruleika í starfsemi HH,“ segir í bréfinu.Verkfallsverðir hafa fylgst gaumgæfilega með að ekki sé gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli.vísir/pjeturVegna bréfsins hefur Gunnari Inga borist formlegt bréf frá HH um að vegna háttalags og framgöngu hans verði gripið til „viðeigandi úrræða“. Hann er sagður hafa brugðist starfsskyldum sínum í þágu stofnunarinnar og ekki farið eftir fyrirmælum. Gunnar Ingi fær frest þar til á morgun til að svara. Þá tekur stofnunin ákvörðun um hvort honum verði veitt skrifleg áminning, sagt upp með tilskildum fresti eða rekinn án uppsagnarfrests. Gunnar Ingi staðfestir að hann hafi fengið bréfið en vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að annar yfirlæknir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu hafi fengið sambærilegt bréf. Ekki náðist í Svanhvíti Jakobsdóttur, forstjóra HH, við vinnslu fréttarinnar.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53 Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53
Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00
SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12