Yfirlækni hótað uppsögn fyrir að styðja verkfall Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2015 08:15 Gunnar Ingi Gunnarsson er yfirlæknir Heilsugæslunnar í Árbæ. Vísir/Heiða Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Árbæ, sendi bréf til starfsmanna heilsugæslunnar í aðdraganda verkfalls ritara stöðvarinnar. Hvatti hann starfsmenn til að virða verkfallsrétt stéttarinnar alveg eins og var gert þegar læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í verkfall. Þá var bara bráðatilfellum sinnt en nú fær fólk sem á bókaðan tíma í flestum tilfellum fulla þjónustu. Yfirstjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur sent frá sér leiðbeiningar til starfsmanna um vinnufyrirkomulag til að starf heilsugæslunnar laskist ekki. Í bréfi sínu til lækna, hjúkrunarfræðinga og móttökuritara Heilsugæslunnar í Árbæ segir Gunnar Ingi að líkt og í verkfalli lækna og hjúkrunarfræðinga muni Heilsugæsla Árbæjar bara sinna neyðartilfellum á þeim tíma sem félagsmenn SFR verða í verkfalli. „Næstum óbreytt móttaka sjúklinga […] gerir verkfall SFR að ömurlegum sýndarveruleika í starfsemi HH,“ segir í bréfinu.Verkfallsverðir hafa fylgst gaumgæfilega með að ekki sé gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli.vísir/pjeturVegna bréfsins hefur Gunnari Inga borist formlegt bréf frá HH um að vegna háttalags og framgöngu hans verði gripið til „viðeigandi úrræða“. Hann er sagður hafa brugðist starfsskyldum sínum í þágu stofnunarinnar og ekki farið eftir fyrirmælum. Gunnar Ingi fær frest þar til á morgun til að svara. Þá tekur stofnunin ákvörðun um hvort honum verði veitt skrifleg áminning, sagt upp með tilskildum fresti eða rekinn án uppsagnarfrests. Gunnar Ingi staðfestir að hann hafi fengið bréfið en vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að annar yfirlæknir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu hafi fengið sambærilegt bréf. Ekki náðist í Svanhvíti Jakobsdóttur, forstjóra HH, við vinnslu fréttarinnar. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53 Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Árbæ, sendi bréf til starfsmanna heilsugæslunnar í aðdraganda verkfalls ritara stöðvarinnar. Hvatti hann starfsmenn til að virða verkfallsrétt stéttarinnar alveg eins og var gert þegar læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í verkfall. Þá var bara bráðatilfellum sinnt en nú fær fólk sem á bókaðan tíma í flestum tilfellum fulla þjónustu. Yfirstjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur sent frá sér leiðbeiningar til starfsmanna um vinnufyrirkomulag til að starf heilsugæslunnar laskist ekki. Í bréfi sínu til lækna, hjúkrunarfræðinga og móttökuritara Heilsugæslunnar í Árbæ segir Gunnar Ingi að líkt og í verkfalli lækna og hjúkrunarfræðinga muni Heilsugæsla Árbæjar bara sinna neyðartilfellum á þeim tíma sem félagsmenn SFR verða í verkfalli. „Næstum óbreytt móttaka sjúklinga […] gerir verkfall SFR að ömurlegum sýndarveruleika í starfsemi HH,“ segir í bréfinu.Verkfallsverðir hafa fylgst gaumgæfilega með að ekki sé gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli.vísir/pjeturVegna bréfsins hefur Gunnari Inga borist formlegt bréf frá HH um að vegna háttalags og framgöngu hans verði gripið til „viðeigandi úrræða“. Hann er sagður hafa brugðist starfsskyldum sínum í þágu stofnunarinnar og ekki farið eftir fyrirmælum. Gunnar Ingi fær frest þar til á morgun til að svara. Þá tekur stofnunin ákvörðun um hvort honum verði veitt skrifleg áminning, sagt upp með tilskildum fresti eða rekinn án uppsagnarfrests. Gunnar Ingi staðfestir að hann hafi fengið bréfið en vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að annar yfirlæknir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu hafi fengið sambærilegt bréf. Ekki náðist í Svanhvíti Jakobsdóttur, forstjóra HH, við vinnslu fréttarinnar.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53 Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53
Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00
SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12