Félagsráðgjafi á LSH lak upplýsingunum Snærós Sindradóttir skrifar 27. október 2015 06:00 Hao Van Do og Thi Thuy Nguyen ásamt dóttur þeirra, Söndru. Thuy hefur nú fengið landvistarleyfi, sex dögum eftir að umfjöllun Fréttablaðsins um málið hófst. Fréttablaðið/Vilhelm Það var félagsráðgjafi á Landspítalanum sem lak upplýsingum um víetnömsku hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Do til Útlendingastofnunar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þetta komi fram í dagbókarfærslu stofnunarinnar. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandinu þann 4. desember á síðasta ári, tæpu ári eftir að Thuy og Hao gengu í hjúskap og þremur mánuðum eftir að þeim fæddist dóttirin Sandra. Stofnunin grunaði hjónin um málamyndahjúskap. Þá hafði Útlendingastofnun ekki boðað hjónin í viðtal um hagi þeirra. Ósk stofnunarinnar til lögreglu byggðist meðal annars á upplýsingum frá Landspítalanum um að Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar, Hao, óframfærinn.„Að sögn umbjóðanda míns hittu þau hjónin félagsráðgjafa hjá Landspítalanum í tengslum við meðgöngu og fæðingu dóttur þeirra. Sá ráðgjafi hlýtur að hafa lekið upplýsingum til Útlendingastofnunar,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónanna. Að sögn hjónanna Thuy og Hao hittu þau félagsráðgjafann eftir fæðingu dóttur þeirra, meðal annars til að greiða úr því hver skyldi bera kostnað af fæðingunni. Í máli þeirra hjóna kom fram að Thuy væri með dvalarleyfisumsókn í ferli, auk þess sem Hao hefur varanlegt dvalarleyfi hér á landi. Því ættu hjónin ekki að þurfa að borga fyrir fæðingu barnsins. „Svo virðist að í kjölfarið hafi þetta símtal til Útlendingastofnunar átt sér stað þar sem upplýsingunum var lekið.“ Hjónin fengu ríflega 265 þúsund króna reikning eftir fæðingu barns síns, tæpu ári eftir að það fæddist. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu þann 21. október síðastliðinn. Þá beið Thuy eftir landvistarleyfi sem hafði frestast vegna gruns stofnunarinnar um að um málamyndahjúskap væri að ræða. Í gær, sex dögum eftir að umfjöllun hófst, bárust svo þær fregnir að landvistarleyfið væri í höfn. Búist er við því að Thuy skrifi undir pappíra þess efnis í dag. „Það er dapurlegt að hugsa til þess að málið hafi dregist í allan þennan tíma og að ekki hafi fengist skorið úr um réttindi umbjóðanda míns fyrr en í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um stöðu mála undanfarna daga,“ segir Björg. Thuy og Hao hafa tekið ákvörðun um að kæra leka Landspítalans til Persónuverndar. Á spítalanum er málið til skoðunar og litið alvarlegum augum að sögn Guðnýjar Helgu Herbertsdóttur upplýsingafulltrúa. Flóttamenn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Það var félagsráðgjafi á Landspítalanum sem lak upplýsingum um víetnömsku hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Do til Útlendingastofnunar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þetta komi fram í dagbókarfærslu stofnunarinnar. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandinu þann 4. desember á síðasta ári, tæpu ári eftir að Thuy og Hao gengu í hjúskap og þremur mánuðum eftir að þeim fæddist dóttirin Sandra. Stofnunin grunaði hjónin um málamyndahjúskap. Þá hafði Útlendingastofnun ekki boðað hjónin í viðtal um hagi þeirra. Ósk stofnunarinnar til lögreglu byggðist meðal annars á upplýsingum frá Landspítalanum um að Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar, Hao, óframfærinn.„Að sögn umbjóðanda míns hittu þau hjónin félagsráðgjafa hjá Landspítalanum í tengslum við meðgöngu og fæðingu dóttur þeirra. Sá ráðgjafi hlýtur að hafa lekið upplýsingum til Útlendingastofnunar,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónanna. Að sögn hjónanna Thuy og Hao hittu þau félagsráðgjafann eftir fæðingu dóttur þeirra, meðal annars til að greiða úr því hver skyldi bera kostnað af fæðingunni. Í máli þeirra hjóna kom fram að Thuy væri með dvalarleyfisumsókn í ferli, auk þess sem Hao hefur varanlegt dvalarleyfi hér á landi. Því ættu hjónin ekki að þurfa að borga fyrir fæðingu barnsins. „Svo virðist að í kjölfarið hafi þetta símtal til Útlendingastofnunar átt sér stað þar sem upplýsingunum var lekið.“ Hjónin fengu ríflega 265 þúsund króna reikning eftir fæðingu barns síns, tæpu ári eftir að það fæddist. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu þann 21. október síðastliðinn. Þá beið Thuy eftir landvistarleyfi sem hafði frestast vegna gruns stofnunarinnar um að um málamyndahjúskap væri að ræða. Í gær, sex dögum eftir að umfjöllun hófst, bárust svo þær fregnir að landvistarleyfið væri í höfn. Búist er við því að Thuy skrifi undir pappíra þess efnis í dag. „Það er dapurlegt að hugsa til þess að málið hafi dregist í allan þennan tíma og að ekki hafi fengist skorið úr um réttindi umbjóðanda míns fyrr en í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um stöðu mála undanfarna daga,“ segir Björg. Thuy og Hao hafa tekið ákvörðun um að kæra leka Landspítalans til Persónuverndar. Á spítalanum er málið til skoðunar og litið alvarlegum augum að sögn Guðnýjar Helgu Herbertsdóttur upplýsingafulltrúa.
Flóttamenn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira