Innlent

Sérstakur saksóknari skipaður héraðssaksóknari

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, í embætti  héraðssaksóknara. Þá hefur ráðherra skipað Kolbrúnu Benediktsdóttur, saksóknara, í embætti varahéraðssaksóknara. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.

Kolbrún Benediktsdóttir hefur starfað sem saksóknari hjá ríkissaksóknara en færir sig nú um set.Fréttablaðið/Valli
Embætti héraðssaksóknara verður til í kjölfar breytinga á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum en með þeim er skipan ákæruvalds breytt með stofnun hins nýja embættis héraðssaksóknara er taki til starfa 1. janúar 2016. Verður embætti sérstaks saksóknara lagt niður frá sama tíma.

Embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara voru auglýst 16. júlí og bárust fimm umsóknir um hvort embætti. Innanríkisráðherra fól nefnd að fara yfir umsóknir sem skilaði ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda og taldi hún alla umsækjendur uppfylla hæfisskilyrði.

Fundað var með öllum umsækjendum í embætti héraðssaksóknara og átti upphaflega að skipa í embættið 1. september. Það dróst hins vegar þar til í dag vegna anna hjá ráðherra.

Skipun í embættin dróst um tæpa tvo mánuði vegna anna hjá Ólöfu Nordal innanríkisráðherra.visir/ernir
Þau sóttust eftir embættunum

Alls sóttu fimm manns um embætti héraðssaksóknara. Auk Ólafs Þórs sóttu um starfið Bryndís Björk Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara og Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri.

Umsækjendur um embætti varahéraðssaksóknara voru þau Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Björn Þorvaldsson, Daði Kristjánsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara.


Tengdar fréttir

Ólöf búin að funda með öllum umsækjendunum

Nýr héraðssaksóknari verður að öllum líkindum skipaður eftir helgi. Innanríkisráðherra hefur fundað með umsækjendunum fimm og hitti þann síðasta á mánudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.