Cameron vill horfa til framtíðar með Íslendingum Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2015 19:19 David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir samskipti Bretlands og Íslands geta dýpkað þrátt fyrir erfiðleika í samskiptum þjóðanna á undanförnum árum. Þær hafi ríka sameiginlega hagsmuni að vinna að. Hann styður að kannaðir verði möguleikar á lagningu sæstrengs milli landanna. Samskipti Íslendinga og Breta hafa verið flókin og margvísleg í gegnum aldirnar en ef þorskastríðin eru frátalin hefur sennilega aldrei reynt eins mikið á samskipti þjóðanna og í Icesavedeilunni.En nú þegar þú ert forsætisráðherra Bretlands getur þú þá skilið að Íslendingum hafi verið brugðið, reiðst og verið sárir þegar bresk stjórnvöld beittu þá hryðjuverkalögum? „Ég vil undirstrika að allt þetta tilheyrir fortíðinni. Við ættum að láta það liðna að baki okkur og horfa til jákvæðari hliða í samskiptum okkar. Í viðskiptum, ferðamennsku og mannlegum samskiptum Við ættum einnig að horfa til þeirra sameiginlegu hagsmuna sem við höfum. Hvort sem það er í baráttunni gegn hryðjuverkum og öfgastefnum, í að tryggja að Evrópa standi sterk í afstöðu sinni gagnvart Rússlandi, eða sjá til þess að við höfum skynsama stefnu í málefnum norðurslóða. Þetta eru allt sameiginlegir hagsmunir þannig að við ættum að einbeita okkur að þessu og láta fortíðina vera að baki okkar,“ segir Cameron Þrátt fyrir allt eru mikil samskipti milli þjóðanna. Breskir ferðamenn hafa aldrei verið fleiri og Íslendingar fylkjast til Bretlands eins og aldrei fyrr.Er ekki dálítið undarlegt að samskipti þjóðanna skuli ekki vera dýpri? „Ég tel að þau geti verið dýpri. Það eru augljós vandamál úr fortíðinni sem ég held að við getum núna sett að baki og byggt upp nútímaleg samskipti fyrir framtíðina. Sem byggja á viðskiptum, ferðamennsku, sameiginlegum hagsmunum og mjög góðum pólitískum tengslum. Ég hef fulla trú á að það séu allir möguleikar á traustum samskiptum til framtíðar. Þess vegna er ég mjög ánægður með að vera fyrsti forsætisráðherra Bretlands til að koma til Reykjavíkur frá því Winston Churchill kom hingað,“ segir Cameron.Eftir 74 ár? „Þetta hefur verið löng bið. En ég hef bara verið forsætisráðherra í fimm ár, þannig að ég held að ég hafi staðið mig ágætlega,“ segir forsætisráðherrann sposkur. Töluverðar umræður hafa verið undanfarin ár um lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands.Er það eitthvað sem breska ríkisstjórnin getur stutt? „Ég styð að við skoðum gaumgæfilega hvort slíkur kapall getur gengið upp. Ég held að það geti verið vinningsstaða fyrir bæði löndin. Ég veit að það eru ákveðnir fyrirvarar hér á landi þar sem þið eruð svo lánsöm að eiga mikið af endurnýjanlegri orku. En rök sem ég myndi setja fram er að þessi frábæra orka sem nýtist ykkur getur einnig nýst ykkur á alþjóðavettvangi. Ég tel að þið mynduð hagnast á því rétt eins og við myndum við að tengjast ykkar mikla og græna orkuforða . Við getum hagnast sameignlega,“ segir Cameron. Við spurðum Cameron einnig út í þá andstöðu sem er við aðild Bretlands að Evrópusambandinu og hvað hann héldi að gerðist ef Bretar yfirgæfu sambandið og hvort hann teldi einhverja möguleika á því. Svarið við því má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Erfitt fyrir Cameron að biðjast afsökunar á Gordon Brown Fimmti Northern Future Forum fundur forsætisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands hófst í dag. 29. október 2015 13:00 Legóönd Sigmundar Davíðs líktist meira hundi heldur en önd „Já, við áttum í erfiðleikum,“ sagði David Cameron. 29. október 2015 14:58 Cameron vill ekki velta sér upp úr Icesave-málinu "Við erum með mjög sterk viðskiptatengsl, sterk tengsl á sviði ferðamennsku með alla bresku ferðamennina,“ segir Cameron. 29. október 2015 14:37 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir samskipti Bretlands og Íslands geta dýpkað þrátt fyrir erfiðleika í samskiptum þjóðanna á undanförnum árum. Þær hafi ríka sameiginlega hagsmuni að vinna að. Hann styður að kannaðir verði möguleikar á lagningu sæstrengs milli landanna. Samskipti Íslendinga og Breta hafa verið flókin og margvísleg í gegnum aldirnar en ef þorskastríðin eru frátalin hefur sennilega aldrei reynt eins mikið á samskipti þjóðanna og í Icesavedeilunni.En nú þegar þú ert forsætisráðherra Bretlands getur þú þá skilið að Íslendingum hafi verið brugðið, reiðst og verið sárir þegar bresk stjórnvöld beittu þá hryðjuverkalögum? „Ég vil undirstrika að allt þetta tilheyrir fortíðinni. Við ættum að láta það liðna að baki okkur og horfa til jákvæðari hliða í samskiptum okkar. Í viðskiptum, ferðamennsku og mannlegum samskiptum Við ættum einnig að horfa til þeirra sameiginlegu hagsmuna sem við höfum. Hvort sem það er í baráttunni gegn hryðjuverkum og öfgastefnum, í að tryggja að Evrópa standi sterk í afstöðu sinni gagnvart Rússlandi, eða sjá til þess að við höfum skynsama stefnu í málefnum norðurslóða. Þetta eru allt sameiginlegir hagsmunir þannig að við ættum að einbeita okkur að þessu og láta fortíðina vera að baki okkar,“ segir Cameron Þrátt fyrir allt eru mikil samskipti milli þjóðanna. Breskir ferðamenn hafa aldrei verið fleiri og Íslendingar fylkjast til Bretlands eins og aldrei fyrr.Er ekki dálítið undarlegt að samskipti þjóðanna skuli ekki vera dýpri? „Ég tel að þau geti verið dýpri. Það eru augljós vandamál úr fortíðinni sem ég held að við getum núna sett að baki og byggt upp nútímaleg samskipti fyrir framtíðina. Sem byggja á viðskiptum, ferðamennsku, sameiginlegum hagsmunum og mjög góðum pólitískum tengslum. Ég hef fulla trú á að það séu allir möguleikar á traustum samskiptum til framtíðar. Þess vegna er ég mjög ánægður með að vera fyrsti forsætisráðherra Bretlands til að koma til Reykjavíkur frá því Winston Churchill kom hingað,“ segir Cameron.Eftir 74 ár? „Þetta hefur verið löng bið. En ég hef bara verið forsætisráðherra í fimm ár, þannig að ég held að ég hafi staðið mig ágætlega,“ segir forsætisráðherrann sposkur. Töluverðar umræður hafa verið undanfarin ár um lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands.Er það eitthvað sem breska ríkisstjórnin getur stutt? „Ég styð að við skoðum gaumgæfilega hvort slíkur kapall getur gengið upp. Ég held að það geti verið vinningsstaða fyrir bæði löndin. Ég veit að það eru ákveðnir fyrirvarar hér á landi þar sem þið eruð svo lánsöm að eiga mikið af endurnýjanlegri orku. En rök sem ég myndi setja fram er að þessi frábæra orka sem nýtist ykkur getur einnig nýst ykkur á alþjóðavettvangi. Ég tel að þið mynduð hagnast á því rétt eins og við myndum við að tengjast ykkar mikla og græna orkuforða . Við getum hagnast sameignlega,“ segir Cameron. Við spurðum Cameron einnig út í þá andstöðu sem er við aðild Bretlands að Evrópusambandinu og hvað hann héldi að gerðist ef Bretar yfirgæfu sambandið og hvort hann teldi einhverja möguleika á því. Svarið við því má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Erfitt fyrir Cameron að biðjast afsökunar á Gordon Brown Fimmti Northern Future Forum fundur forsætisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands hófst í dag. 29. október 2015 13:00 Legóönd Sigmundar Davíðs líktist meira hundi heldur en önd „Já, við áttum í erfiðleikum,“ sagði David Cameron. 29. október 2015 14:58 Cameron vill ekki velta sér upp úr Icesave-málinu "Við erum með mjög sterk viðskiptatengsl, sterk tengsl á sviði ferðamennsku með alla bresku ferðamennina,“ segir Cameron. 29. október 2015 14:37 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Erfitt fyrir Cameron að biðjast afsökunar á Gordon Brown Fimmti Northern Future Forum fundur forsætisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands hófst í dag. 29. október 2015 13:00
Legóönd Sigmundar Davíðs líktist meira hundi heldur en önd „Já, við áttum í erfiðleikum,“ sagði David Cameron. 29. október 2015 14:58
Cameron vill ekki velta sér upp úr Icesave-málinu "Við erum með mjög sterk viðskiptatengsl, sterk tengsl á sviði ferðamennsku með alla bresku ferðamennina,“ segir Cameron. 29. október 2015 14:37
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði