Erfitt fyrir Cameron að biðjast afsökunar á Gordon Brown Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2015 13:00 Forsætisráðherra kom því til skila við David Cameron að Íslendingar teldu óásættanlegt hvernig Bretar komu fram við Íslendinga í Icesave deilunni með setningu hryðjuverkalaga. Hann segir það hins vegar erfitt fyrir Cameron að biðjast afsökunar á öllu því sem Gordon Brown gerði. Fimmti fundur forsætisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands á vettvangi Northern Future Forum hófst í Reykjavík í morgun. En ráðherrarnir hittust einnig óformlega í gærkvöldi að loknum kvöldverði með fulltrúum á Norðurlandaráðsþingi í Þjóðmenningarhúsinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að fundurinn hafi verið mjög góður. „Við sátum lengi saman og ræddum málin opinskátt. Sátum bara einir forsætisráðherrarnir og það er oft ágætis tilbreyting. Það er ekki eins formlegt eins og þegar menn mæta með embættismenn og fyrirfram undirbúna punkta. Þannig að við ræddum þessi stóru úrlausnarefni sem þessi lönd eru að fást við og gerðum það eins og ég segi mjög opinskátt,“ segir Sigmundur Davíð. Flóttamannavandinn hafi verið efstur á baugi í viðræðum forsætisráðherranna. „Hann er stórt mál í öllum þessum löndum og raunar allri Evrópu auðvitað. Svo var töluvert rætt um Evrópusambandið. Þá fyrst og fremst vegna þess að Bretar eru að endurmeta stöðu sína þar og um þróun efnahagsmála. Þar gengur mjög misvel, þannig að menn skiptust á ráðum og hugmyndum um hvernig best væri að fást við stöðuna í efnahagsmálum,“ segir Sigmundur Davíð.Forsætisráðherrarnir komnir til að hlusta Um áttatíu sérfræðingar á sviði skapandi greina og betri stjórnsýslu héðan og þaðan í heiminum sitja málstofur með forsætisráðherrunum í dag, þar sem ráðherrarnir segjast vera komnir til að hlusta og læra. Sigmundur Davíð segir þjóðirnar eiga sameiginleg áhyggjumál þótt lausnirnar hafi um margt verið ólíkar. Þess vegna sé mikilvægt að ráðherrarnir hittist til að bera saman bækur sínar og hvað virki og hvað ekki. „Ég hugsa að þessi lönd muni til dæmis koma betur samstillt inn í umræðuna sem nú er framundan um lausn á flóttamannavandanum. Það voru mjög gagnlegar umræður. Einig ræddum við umhverfismálin. Þar erum við búin að stilla saman strengi. Þannig að sameiginlegt gildismat þessara landa getur nýst þeim í að hafa meiri áhrif þegar menn svo hittast í stærri hópi,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist hafa rætt aðeins við Cameron um Icesavedeiluna og ákvörðun Gordons Brown fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um að beita hryðjuverkalögum á Íslendinga. Cameron hafi lagt áherslu á að þjóðirnar horfðu fram á veginn og samband þeirra hefði alla burði til að vera gott til framtíðar. „Ég tók undir það en hélt því samt til að að við teldum algerlega óásættanlegt hvernig bresk stjórnvöld hefðu komið fram á sínum tíma. Því var komið til skila og við vinnum áfram á uppbyggilegum nótum.“Sagði hann á enskunni „I am sorry?“ „Hann lét það nú vera. Ég hugsa að hann meti sem svo að ef hann ætti að fara að biðjast afsökunar á ýmsu sem Gordon Brown gæti það reynst honum erfitt,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Forsætisráðherra kom því til skila við David Cameron að Íslendingar teldu óásættanlegt hvernig Bretar komu fram við Íslendinga í Icesave deilunni með setningu hryðjuverkalaga. Hann segir það hins vegar erfitt fyrir Cameron að biðjast afsökunar á öllu því sem Gordon Brown gerði. Fimmti fundur forsætisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands á vettvangi Northern Future Forum hófst í Reykjavík í morgun. En ráðherrarnir hittust einnig óformlega í gærkvöldi að loknum kvöldverði með fulltrúum á Norðurlandaráðsþingi í Þjóðmenningarhúsinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að fundurinn hafi verið mjög góður. „Við sátum lengi saman og ræddum málin opinskátt. Sátum bara einir forsætisráðherrarnir og það er oft ágætis tilbreyting. Það er ekki eins formlegt eins og þegar menn mæta með embættismenn og fyrirfram undirbúna punkta. Þannig að við ræddum þessi stóru úrlausnarefni sem þessi lönd eru að fást við og gerðum það eins og ég segi mjög opinskátt,“ segir Sigmundur Davíð. Flóttamannavandinn hafi verið efstur á baugi í viðræðum forsætisráðherranna. „Hann er stórt mál í öllum þessum löndum og raunar allri Evrópu auðvitað. Svo var töluvert rætt um Evrópusambandið. Þá fyrst og fremst vegna þess að Bretar eru að endurmeta stöðu sína þar og um þróun efnahagsmála. Þar gengur mjög misvel, þannig að menn skiptust á ráðum og hugmyndum um hvernig best væri að fást við stöðuna í efnahagsmálum,“ segir Sigmundur Davíð.Forsætisráðherrarnir komnir til að hlusta Um áttatíu sérfræðingar á sviði skapandi greina og betri stjórnsýslu héðan og þaðan í heiminum sitja málstofur með forsætisráðherrunum í dag, þar sem ráðherrarnir segjast vera komnir til að hlusta og læra. Sigmundur Davíð segir þjóðirnar eiga sameiginleg áhyggjumál þótt lausnirnar hafi um margt verið ólíkar. Þess vegna sé mikilvægt að ráðherrarnir hittist til að bera saman bækur sínar og hvað virki og hvað ekki. „Ég hugsa að þessi lönd muni til dæmis koma betur samstillt inn í umræðuna sem nú er framundan um lausn á flóttamannavandanum. Það voru mjög gagnlegar umræður. Einig ræddum við umhverfismálin. Þar erum við búin að stilla saman strengi. Þannig að sameiginlegt gildismat þessara landa getur nýst þeim í að hafa meiri áhrif þegar menn svo hittast í stærri hópi,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist hafa rætt aðeins við Cameron um Icesavedeiluna og ákvörðun Gordons Brown fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um að beita hryðjuverkalögum á Íslendinga. Cameron hafi lagt áherslu á að þjóðirnar horfðu fram á veginn og samband þeirra hefði alla burði til að vera gott til framtíðar. „Ég tók undir það en hélt því samt til að að við teldum algerlega óásættanlegt hvernig bresk stjórnvöld hefðu komið fram á sínum tíma. Því var komið til skila og við vinnum áfram á uppbyggilegum nótum.“Sagði hann á enskunni „I am sorry?“ „Hann lét það nú vera. Ég hugsa að hann meti sem svo að ef hann ætti að fara að biðjast afsökunar á ýmsu sem Gordon Brown gæti það reynst honum erfitt,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent