Innlent

Lögreglumenn boða forföll vegna veikinda

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglumenn mótmæltu við Stjórnarráðið fyrr í þessum mánuði, en þeir eru afar ósáttir við kjör sín og hvernig miðar í kjaraviðræðum. Boðað hefur verið til samstöðufundar við stjórnarráðið í dag.
Lögreglumenn mótmæltu við Stjórnarráðið fyrr í þessum mánuði, en þeir eru afar ósáttir við kjör sín og hvernig miðar í kjaraviðræðum. Boðað hefur verið til samstöðufundar við stjórnarráðið í dag. visir/pjetur
Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hafa margir boðað forföll vegna veikinda í dag. Því telur lögregla að ekki verði unnt að sinna öllum verkefnum sem koma á borð hennar í dag. Brýn og áríðandi mál verða þó sett í forgang, að því er segir í færslu lögreglunnar á Facebook.

Lögreglan biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann aðvalda, en biður fólk um að sýna skilning og þolinmæði í dag.

Þá hafa lögreglumenn sem sinna landamæraeftirliti í Leifsstöð jafnframt tilkynnt forföll vegna veikinda og má því búast við töfum á flugvellinum í dag.

Sú staða kom upp hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun að margir lögreglumenn hjá embættinu boðuðu forföll vegna...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 16. október 2015

Tengdar fréttir

Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð

Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands.

Skjótast milli húsa undan verkfallinu

Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×