Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2015 14:29 "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. vísir/stefán Bergvin Oddsson mun stíga til hliðar sem formaður Blindrafélagsins og skipuð verður sérstök sannleiksnefnd til að komast að því hvort eitthvað sé hæft í ásökunum á hendur Bergvini. Hann íhugar nú að fara í skaðabótamál. Halldór Sævar Guðbergsson tekur við sem formaður. „Ég er sáttur við þessa niðurstöðu og hef fullan hug að bjóða mig aftur fram í formannsembætti Blindrafélagsins á næstkomandi aðalfundi. Ég vil þakka öllum þeim sem hvöttu mig áfram í þessu erfiða og ljóta máli,“ skrifar Bergvin á Facebook-síðu sína. Stjórn Blindrafélagsins lýsti á dögunum yfir vantrausti á Bergvin sem formann félagsins, og sakaði hann um að hafa misnotað aðstöðu sína með því að „véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask Bergvini tengt“. Bergvin vísaði ásökunum stjórnarinnar á bug og sagðist ekki hafa sýnt óheiðarleika í störfum sínum fyrir félagið. „Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal. Ég mun taka sæti mitt sem formaður Hverfisráðs Grafarvogs eftir helgi og sinna málefnum hverfisráðsins áfram með félögum mínum þar,“ segir Bergvin. Haldinn var félagsfundur í húsnæði Blindrafélagsins á miðvikudag þar sem málið var kynnt fyrir um eitt hundrað félagsmönnum. Eftir miklar umræður náðist málamiðlunartillaga sem fól í sér að Bergvin myndi hætta sem formaður og Halldór Sævar Guðbergsson, sem gegnt hefur starfi varaformanns, tæki við sem formaður. Þá verði sannleiksnefnd sett á laggirnar, skipuð þremur óháðum aðilum, til að leggja mat á öll gögn tengd þeim atvikum sem leiddu til þess að meirihluti stjórnar og varastjórnar Blindrarfélagsins lýsti yfir vantrausti á Bergvin. Ályktunin var samþykkt með 97 atkvæðum gegn einu. Tengdar fréttir Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Bergvin Oddsson mun stíga til hliðar sem formaður Blindrafélagsins og skipuð verður sérstök sannleiksnefnd til að komast að því hvort eitthvað sé hæft í ásökunum á hendur Bergvini. Hann íhugar nú að fara í skaðabótamál. Halldór Sævar Guðbergsson tekur við sem formaður. „Ég er sáttur við þessa niðurstöðu og hef fullan hug að bjóða mig aftur fram í formannsembætti Blindrafélagsins á næstkomandi aðalfundi. Ég vil þakka öllum þeim sem hvöttu mig áfram í þessu erfiða og ljóta máli,“ skrifar Bergvin á Facebook-síðu sína. Stjórn Blindrafélagsins lýsti á dögunum yfir vantrausti á Bergvin sem formann félagsins, og sakaði hann um að hafa misnotað aðstöðu sína með því að „véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask Bergvini tengt“. Bergvin vísaði ásökunum stjórnarinnar á bug og sagðist ekki hafa sýnt óheiðarleika í störfum sínum fyrir félagið. „Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal. Ég mun taka sæti mitt sem formaður Hverfisráðs Grafarvogs eftir helgi og sinna málefnum hverfisráðsins áfram með félögum mínum þar,“ segir Bergvin. Haldinn var félagsfundur í húsnæði Blindrafélagsins á miðvikudag þar sem málið var kynnt fyrir um eitt hundrað félagsmönnum. Eftir miklar umræður náðist málamiðlunartillaga sem fól í sér að Bergvin myndi hætta sem formaður og Halldór Sævar Guðbergsson, sem gegnt hefur starfi varaformanns, tæki við sem formaður. Þá verði sannleiksnefnd sett á laggirnar, skipuð þremur óháðum aðilum, til að leggja mat á öll gögn tengd þeim atvikum sem leiddu til þess að meirihluti stjórnar og varastjórnar Blindrarfélagsins lýsti yfir vantrausti á Bergvin. Ályktunin var samþykkt með 97 atkvæðum gegn einu.
Tengdar fréttir Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03
Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels