Innlent

Ólöf skoðar mál hælisleitendanna um helgina

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Ólöf Nordal innanríkisráðherra segist ætla að nota helgina til að skoða mál tveggja hælisleitenda sem bíða brottflutnings til Ítalíu eftir að hafa tapað málum sínum fyrir hæstarétti. Margir hafa lýst furðu á því enda sé ESB að flytja flóttamenn frá Ítalíu, þar sem landið geti ekki annað þeim sem fyrir eru.

Minnihluti Allsherjarnefndar Alþingis hefur óskað er eftir því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra skýri nefndinni frá því hvernig hún ætli að fylgja eftir orðum sínum í þinginu þann 17. september þegar hún sagði að Grikkland Ítalía og Ungverjaland, væru ekki talin örugg lönd. Það væri því ekki óhætt að senda hælisleitendur til baka þangað."

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar segir að innanríkisráðherra þurfi að koma með skýra yfirlýsingu um málið. „Þetta er náttúrulega mjög alvarleg staða sem þessir menn eru í,“ segir hún og bendir að þeir hafi báðir verið á flótta í meira en áratug. „Við megum ekki reka fólk til landa sem eru talin vera óörugg. Evrópusambandið tók ákvörðun um að flytja 160 þúsund hælisleitendur frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi.

Báðir beðið lengi

Bæði Martin Omulu frá Nígeríu og Christian Kwaku Boadi frá Ghana hafa dvalið á Íslandi í á þriðja ár og beðið niðurstöðu sinna mála. Í millitíðinni hafa þeir verið í íslenskunámi og annar þeirra fékk tímabundið atvinnuleyfi í júlí.  Lögmaður þeirra hefur skrifað innanríkisráðherra og mótmælt því að þeir verði fluttir til Ítalíu.

Ólöf Nordal segist ætla að skoða málið yfir helgina og taka ákvörðun eftir það.

Benjamin Julian talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir segir að það sé skrítið að senda flóttamenn til Ítalíu, á sama tíma og Evrópusambandið sé að boða brottflutning flóttamanna frá landinu til annarra Evrópulanda þar sem það sé að sligast. Ekki síst segir hann það skrítið í ljósi þess að Íslandi sé að óska eftir að taka á móti flóttamönnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.