Ólöf skoðar mál hælisleitendanna um helgina Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 3. október 2015 19:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segist ætla að nota helgina til að skoða mál tveggja hælisleitenda sem bíða brottflutnings til Ítalíu eftir að hafa tapað málum sínum fyrir hæstarétti. Margir hafa lýst furðu á því enda sé ESB að flytja flóttamenn frá Ítalíu, þar sem landið geti ekki annað þeim sem fyrir eru. Minnihluti Allsherjarnefndar Alþingis hefur óskað er eftir því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra skýri nefndinni frá því hvernig hún ætli að fylgja eftir orðum sínum í þinginu þann 17. september þegar hún sagði að Grikkland Ítalía og Ungverjaland, væru ekki talin örugg lönd. Það væri því ekki óhætt að senda hælisleitendur til baka þangað." Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar segir að innanríkisráðherra þurfi að koma með skýra yfirlýsingu um málið. „Þetta er náttúrulega mjög alvarleg staða sem þessir menn eru í,“ segir hún og bendir að þeir hafi báðir verið á flótta í meira en áratug. „Við megum ekki reka fólk til landa sem eru talin vera óörugg. Evrópusambandið tók ákvörðun um að flytja 160 þúsund hælisleitendur frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi.Báðir beðið lengi Bæði Martin Omulu frá Nígeríu og Christian Kwaku Boadi frá Ghana hafa dvalið á Íslandi í á þriðja ár og beðið niðurstöðu sinna mála. Í millitíðinni hafa þeir verið í íslenskunámi og annar þeirra fékk tímabundið atvinnuleyfi í júlí. Lögmaður þeirra hefur skrifað innanríkisráðherra og mótmælt því að þeir verði fluttir til Ítalíu. Ólöf Nordal segist ætla að skoða málið yfir helgina og taka ákvörðun eftir það. Benjamin Julian talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir segir að það sé skrítið að senda flóttamenn til Ítalíu, á sama tíma og Evrópusambandið sé að boða brottflutning flóttamanna frá landinu til annarra Evrópulanda þar sem það sé að sligast. Ekki síst segir hann það skrítið í ljósi þess að Íslandi sé að óska eftir að taka á móti flóttamönnum. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra segist ætla að nota helgina til að skoða mál tveggja hælisleitenda sem bíða brottflutnings til Ítalíu eftir að hafa tapað málum sínum fyrir hæstarétti. Margir hafa lýst furðu á því enda sé ESB að flytja flóttamenn frá Ítalíu, þar sem landið geti ekki annað þeim sem fyrir eru. Minnihluti Allsherjarnefndar Alþingis hefur óskað er eftir því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra skýri nefndinni frá því hvernig hún ætli að fylgja eftir orðum sínum í þinginu þann 17. september þegar hún sagði að Grikkland Ítalía og Ungverjaland, væru ekki talin örugg lönd. Það væri því ekki óhætt að senda hælisleitendur til baka þangað." Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar segir að innanríkisráðherra þurfi að koma með skýra yfirlýsingu um málið. „Þetta er náttúrulega mjög alvarleg staða sem þessir menn eru í,“ segir hún og bendir að þeir hafi báðir verið á flótta í meira en áratug. „Við megum ekki reka fólk til landa sem eru talin vera óörugg. Evrópusambandið tók ákvörðun um að flytja 160 þúsund hælisleitendur frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi.Báðir beðið lengi Bæði Martin Omulu frá Nígeríu og Christian Kwaku Boadi frá Ghana hafa dvalið á Íslandi í á þriðja ár og beðið niðurstöðu sinna mála. Í millitíðinni hafa þeir verið í íslenskunámi og annar þeirra fékk tímabundið atvinnuleyfi í júlí. Lögmaður þeirra hefur skrifað innanríkisráðherra og mótmælt því að þeir verði fluttir til Ítalíu. Ólöf Nordal segist ætla að skoða málið yfir helgina og taka ákvörðun eftir það. Benjamin Julian talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir segir að það sé skrítið að senda flóttamenn til Ítalíu, á sama tíma og Evrópusambandið sé að boða brottflutning flóttamanna frá landinu til annarra Evrópulanda þar sem það sé að sligast. Ekki síst segir hann það skrítið í ljósi þess að Íslandi sé að óska eftir að taka á móti flóttamönnum.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira