Enski boltinn

Gabriel ekki á leið í bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gabriel sleppur við leikbann en Costa er hugsanlega á leið í bann.
Gabriel sleppur við leikbann en Costa er hugsanlega á leið í bann. vísir/getty
Brasilíski miðvörðurinn Gabriel Paulista fer ekki í leikbann þrátt fyrir að hafa fengið að líta rauða spjaldið þegar Arsenal tapaði 2-0 fyrir Chelsea á laugardaginn.

Gabriel var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks fyrir að sparka í Diego Costa, framherja Chelsea, sem virtist nokkru fyrr hafa klórað Brasilíumanninn.

Sjá einnig: Þorvaldur: Óþolandi að spila á móti framherjum eins og Costa

Gabriel var upphaflega dæmdur í þriggja leikja en áfrýjun Arsenal var tekinn til greina og leikbannið fellt niður.

Gabriel er þó ekki alveg sloppinn því hann var einnig ákærður fyrir hegðun sína í leiknum um helgina, líkt og Costa. Verði Brasilíumaðurinn fundinn sekur verður hann hugsanlega dæmdur í bann þótt það sé líklegra að hann sleppi með sekt.


Tengdar fréttir

Zouma: Við vitum að Costa reynir að svindla

Kurt Zouma, franski miðvörður Chelsea, segir að leikmenn liðsins viti af því að Diego Costa reyni að svindla í leikjum í von um að andstæðingarnir missi einbeitinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×