Enski boltinn

Zouma: Við vitum að Costa reynir að svindla

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Zouma og Costa fagna marki franska varnarmannsins um helgina.
Zouma og Costa fagna marki franska varnarmannsins um helgina. Vísir/getty
Kurt Zouma, franski miðvörður Chelsea, segir að leikmenn liðsins viti af því að Diego Costa reyni að svindla í leikjum í von um að andstæðingurinn missi einbeitinguna og geri mistök.

Costa hefur verið töluvert í umræðunni eftir að hafa sloppið við rautt spjald í leik Chelsea gegn Arsenal um helgina. Virtist hann slá til Laurent Koscielny og ýta við honum en honum tókst að fiska Gabriel af velli stuttu síðar þegar brasilíski miðvörðurinn sparkaði í hann út á miðjum velli.

Zouma sem skoraði fyrsta mark leiksins segir að hegðun hans komi leikmönnum liðsins ekki á óvart.

„Það þekkja allir Diego og að honum finnist gaman að svindla til þess að láta leikmenn annarra liða missa einbeitinguna eins og gerðist gegn Arsenal. Hann er þrátt fyrir það frábær strákur og ég er stoltur af því að hann sé liðsfélagi minn.“

Costa hefur ekki náð sér á strik í ensku úrvalsdeildinni í upphafi tímabilsins en hann hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu sex leikjunum en á sama tíma fyrir ári síðan var Costa kominn með átta mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×