Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2025 14:01 Viktor Gyökeres fagnar marki sínu gegn Burnley. getty/David Price Albert Ingason hreifst af frammistöðu Viktors Gyökeres fyrir Arsenal í sigrinum á Burnley á laugardaginn. Kjartan Henry Finnbogason er ekki alveg jafn sannfærður um sænska framherjann. Arsenal sigraði Burnley, 0-2, á Turf Moor. Gyökeres skoraði fyrra mark gestanna frá Lundúnum. „Hann er búinn að spila rosalega mikið. Það er búið að reyna að koma honum í gang. Á móti Olympiacos spilaði hann allar níutíu mínúturnar. Hann er varla tekinn af velli. Hann var hvíldur í deildabikarnum og hafði gott af þeirri hvíld,“ sagði Albert í Sunnudagsmessunni. Klippa: Messan - umræða um Gyökeres „Hann skoraði fyrsta markið í þessum leik, lagði upp þetta færi sem við sýndum hjá Saka. Hann á líka stóran hlut í þessu marki hjá Rice. Hann á í raun að vera með mark og tvær stoðsendingar í þessum leik.“ Meðan Albert flutti lofræðuna um Gyökeres sá hann Kjartan Henry glotta. „Þetta er alveg rétt. Hann hefur spilað margar mínútur en það er einn fjórði búinn af mótinu. Fyrir mót hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ spurði Kjartan Henry Albert. „Ég skal viðurkenna það að þetta breytist svo rosalega mikið þegar liðið er á toppnum og allt er að smella. Þá er maður ekkert að spá í þessu. Þá gengur bara vel og liðið tapar ekki leikjum. Ef Arsenal væri í 5. sæti, hefði tapað nokkrum leikjum og Gyökeres væri að klúðra færum eða slakur, væri maður trylltur. Þá myndi maður horfa allt öðruvísi á hans frammistöðu. En þetta er að virka,“ sagði Albert. Arsenal er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. 3. nóvember 2025 09:00 Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og aðeins fengið á sig þrjú mörk. En það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt færi allan október sem rataði á rammann. 2. nóvember 2025 07:31 Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Arsenal hélt sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið sótti þrjú stig á Turf Moor. 1. nóvember 2025 16:54 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Fleiri fréttir Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Sjá meira
Arsenal sigraði Burnley, 0-2, á Turf Moor. Gyökeres skoraði fyrra mark gestanna frá Lundúnum. „Hann er búinn að spila rosalega mikið. Það er búið að reyna að koma honum í gang. Á móti Olympiacos spilaði hann allar níutíu mínúturnar. Hann er varla tekinn af velli. Hann var hvíldur í deildabikarnum og hafði gott af þeirri hvíld,“ sagði Albert í Sunnudagsmessunni. Klippa: Messan - umræða um Gyökeres „Hann skoraði fyrsta markið í þessum leik, lagði upp þetta færi sem við sýndum hjá Saka. Hann á líka stóran hlut í þessu marki hjá Rice. Hann á í raun að vera með mark og tvær stoðsendingar í þessum leik.“ Meðan Albert flutti lofræðuna um Gyökeres sá hann Kjartan Henry glotta. „Þetta er alveg rétt. Hann hefur spilað margar mínútur en það er einn fjórði búinn af mótinu. Fyrir mót hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ spurði Kjartan Henry Albert. „Ég skal viðurkenna það að þetta breytist svo rosalega mikið þegar liðið er á toppnum og allt er að smella. Þá er maður ekkert að spá í þessu. Þá gengur bara vel og liðið tapar ekki leikjum. Ef Arsenal væri í 5. sæti, hefði tapað nokkrum leikjum og Gyökeres væri að klúðra færum eða slakur, væri maður trylltur. Þá myndi maður horfa allt öðruvísi á hans frammistöðu. En þetta er að virka,“ sagði Albert. Arsenal er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. 3. nóvember 2025 09:00 Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og aðeins fengið á sig þrjú mörk. En það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt færi allan október sem rataði á rammann. 2. nóvember 2025 07:31 Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Arsenal hélt sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið sótti þrjú stig á Turf Moor. 1. nóvember 2025 16:54 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Fleiri fréttir Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Sjá meira
Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. 3. nóvember 2025 09:00
Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og aðeins fengið á sig þrjú mörk. En það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt færi allan október sem rataði á rammann. 2. nóvember 2025 07:31
Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Arsenal hélt sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið sótti þrjú stig á Turf Moor. 1. nóvember 2025 16:54