Enski boltinn

Costa og Gabriel ákærðir | Fer Costa í þriggja leikja bann?

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Costa og Koscielny í leiknum.
Costa og Koscielny í leiknum. Vísir/GEtty
Enska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að Diego Costa, leikmaður Chelsea, yrði ákærður fyrir hegðun sína í leik Chelsea og Arsenal um helgina.

Costa slapp með skrekkinn og fékk ekki rautt spjald þegar hann sló franska miðvörðinn Laurent Koscielny undir lok fyrri hálfleiksins.

Lenti honum og Gabriel Paulista saman eftir það en Costa virtist á myndum hafa klórað brasilíska miðvörðinn.

Gabriel missti hausinn við þetta og sparkaði í Costa og fékk að launum rautt spjald í fyrri hálfleik en hann verður einnig ákærður og gæti því átt von á lengra banni en þriggja leikja.

Þá voru bæði liðin ákærð fyrir að halda ekki stjórn á leikmönnum liðsins.

Verði Costa dæmdur í bann missir hann af leikjum gegn Newcastle, Southampton og Aston Villa.


Tengdar fréttir

Zouma: Við vitum að Costa reynir að svindla

Kurt Zouma, franski miðvörður Chelsea, segir að leikmenn liðsins viti af því að Diego Costa reyni að svindla í leikjum í von um að andstæðingarnir missi einbeitinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×