Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2015 09:00 Læknafélags Íslands ályktaði um málið haustið 2010 eða fyrir fimm árum. Þar var skorað á stjórnvöld að banna gúmmíkurl "sem inniheldur krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni, á íþrótta- og leiksvæðum.“ „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík. Hann er einn fjölmargra foreldra í höfuðborginni sem skora á borgaryfirvöld að skipta út þeim gervigrasvöllum borgarinnar þar sem notað hefur verið kurl úr úrgangsdekkjum. Krafan er nýtt gervigras með hættulausu kurli fyrir börnin og krefjast þau viðbragða án tafar.„Ég er ótrúlega ánægður með að fólk sýni óánægju sína með jafn afgerandi hætti,“ segir Freyr. Læknafélags Íslands ályktaði um málið haustið 2010 eða fyrir fimm árum. Þar var skorað á stjórnvöld að banna gúmmíkurl „sem inniheldur krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni, á íþrótta- og leiksvæðum.“ Í niðurlagi ályktunarinnar segir: Nauðsynlegt er að ástand þessara mála verið kannað nú þegar til hlítar hérlendis. Þá þarf tafarlaust að setja strangar reglur eða lög um notkun gúmmíkurls, þar með að notkun á gúmmíkurli úr ónýtum dekkjum verði bönnuð með öllu nú þegar á leikvöllum og gervigrasvöllum hérlendis.Rætt var við Þórarinn Guðnason í hádegisfréttum Bylgjunnar haustið 2010.Freyr segir ótrúlegt að ekkert hafi verið gert síðan. Enn séu vellir á vegum Reykjavíkurborgar með dekkjakurli sem ekki hafa verið endurnýjaðir og ekki er heldur á dagskrá að endurnýja þessa velli, jafnvel þótt þeir séu orðnir úrsérgengir.Hann hafi grennslast fyrir og komist að því að málið var skoðað á fundi borgarstjórnar. Þar hafi verið tekin fjárhagslega skynsamleg ákvörðun um að gera ekki úrbætur að sinni heldur leyfa völlunum að renna sitt skeið og endurnýja þá í kjölfarið. Stofnaður hefur verið Fésbókarhópurinn „Nýjan völl án tafar. Öll dekkjarkurl til grafar“ og hafa á sjötta hundrað manns gengið í hópinn á innan við sólarhring.Fjölmargir foreldrar kannast við að taka á móti börnum sínum svörtum í fram að lokinni æfingu.Gengur ekki upp„Það er ótrúleg óánægja með þetta,“ segir Freyr. Dekkjakurlið sé ekki eitthvað sem eigi að bjóða upp á í nærumhverfi fólks. Hvað þá þar sem börn eru að leika sér. Freyr nefnir dæmi af eigin heimili sem sé stórskrýtið þegar það er skoðað í stærra samhengi. Hann hafi hætt að nota plast á heimilinu, hluti á borð við Tupperware, en noti glerkrukkur í staðinn. „Svo sendi ég strákinn á fótboltaæfingar og læt hann rúlla sér upp í þessu. Þetta gengur ekki upp.“ Lausnin sé ekki að taka börnin af æfingum heldur að taka vandamálið, dekkjakurlið, frá börnunum. „Við verðum að senda þau skilaboð að þetta sé ekki í lagi. Það er okkar hlutverk. Maður heldur að kerfið passi upp á okkur en það er ekki þannig. Af og til þarf að benda okkar kjörnu fulltrúum á hvað við viljum leggja áherslu á.Freyr ásamt börnum sínum.Einnig sparkvellir um allt landEkki liggur fullkomlega ljóst fyrir hve margir vellirnir eru á höfuðborgarsvæðinu. Freyr segir að í það minnsta sé um að ræða gervigrasvelli Fylkis, Fram í Safamýri og KR-völlinn. Auk þessara stóru valla voru byggðir 111 litlir gervigrasvellir, svokallaðir sparkvellir, um land allt á vegum Knattspyrnusambands Íslands á árunum 2004-2008. Þar lagði KSÍ til gervigras en sveitarfélögin sáu um uppsetningu og annast viðhald.Í umfjöllun RÚV um dekkjakurl á dögunum kom fram að í Reykjavík hefur verið skipt út gervigrasi á meirihluta sparkvalla. Í hinum stóru sveitarfélögunum væri búið að skipta um á einum velli af níu í Kópavogi en stefnt að endurnýjun þeirra allra. Engar upplýsingar bárust frá Hafnarfirði, Fjarðarbyggð og Akureyri. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs í síðustu viku þar sem skorað var á borgarráð og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) að samþykkja fjárveitingu til endurbóta á þeim völlum sem eru með dekkjakurl á yfirborði og setja þess í stað viðurkennt gæðagras og gúmmí sem uppfylla heilbrigðis- og umhverfiskröfur. Tillögunni var frestað.Fróðlegt verður að sjá hvort Dagur þekkist boðið.Vísir/VilhelmLítill kostnaður á æfingu hvers barns Freyr segir að búið sé að boða Dag B. Eggertsson borgarstjóra og S. Björn Blöndal, formann borgarstórnar, á fund á í KR-heimilinu í Frostaskjóli á sunnudaginn klukkan 20. Hann reikni með að foreldrar fjölmenni á fundinn en málið snerti fleiri en foreldra barna sem spili fótbolta í dag. „Við viljum beina þessu til foreldra barna í leikskóla, ömmu þeirra og afa og líka til barnanna. Það er engin ástæða til að hræða neinn. Skilaboðin sem við erum að senda til þeirra eru þau að við séum að berjast fyrir bættum velli, ekki að þau séu að spila á ónýtum velli.“ Ljóst er að kostnaðurinn við að skipta um gervigras á stórum keppnisvelli hleypur á milljónum ef ekki tugum milljóna. „Krónutala getur litið út fyrir að vera há,“ segir Freyr. Hins vegar sé kostnaðurinn ekki svo mikill ef horft er til þess að góður gervirgrasvöllur gefi fólki kleyft að stunda fótbolta nánast allan ársins hring. Sé kostnaðurinn brotinn niður í per æfingu og á hvert barn þá sé um hverfandi kostnað að ræða.Sparkvöllur í borginniBörnin eigi að njóta vafans Óumdeilt er að efni í dekkjunum eru hættuleg en þó virðast ekki hafa gerðar rannsóknir sem staðfesti skaðsemi kurlsins.„Að mínu mati er sönnunarbyrðin í hina áttina,“ segir Freyr. Þeir sem hafi varið reykingar í gegnum árin hafi lengi falið sig á bak við að ekki hafi verið búið að sanna skaðsemina. „Börnin þurfa að njóta vafans,“ bætir hann við. Ekki eigi að banna börnum að fara á umrædda velli en þó verði að kappkosta að breyta þeim sem allra fyrst. Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Sjá meira
„Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík. Hann er einn fjölmargra foreldra í höfuðborginni sem skora á borgaryfirvöld að skipta út þeim gervigrasvöllum borgarinnar þar sem notað hefur verið kurl úr úrgangsdekkjum. Krafan er nýtt gervigras með hættulausu kurli fyrir börnin og krefjast þau viðbragða án tafar.„Ég er ótrúlega ánægður með að fólk sýni óánægju sína með jafn afgerandi hætti,“ segir Freyr. Læknafélags Íslands ályktaði um málið haustið 2010 eða fyrir fimm árum. Þar var skorað á stjórnvöld að banna gúmmíkurl „sem inniheldur krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni, á íþrótta- og leiksvæðum.“ Í niðurlagi ályktunarinnar segir: Nauðsynlegt er að ástand þessara mála verið kannað nú þegar til hlítar hérlendis. Þá þarf tafarlaust að setja strangar reglur eða lög um notkun gúmmíkurls, þar með að notkun á gúmmíkurli úr ónýtum dekkjum verði bönnuð með öllu nú þegar á leikvöllum og gervigrasvöllum hérlendis.Rætt var við Þórarinn Guðnason í hádegisfréttum Bylgjunnar haustið 2010.Freyr segir ótrúlegt að ekkert hafi verið gert síðan. Enn séu vellir á vegum Reykjavíkurborgar með dekkjakurli sem ekki hafa verið endurnýjaðir og ekki er heldur á dagskrá að endurnýja þessa velli, jafnvel þótt þeir séu orðnir úrsérgengir.Hann hafi grennslast fyrir og komist að því að málið var skoðað á fundi borgarstjórnar. Þar hafi verið tekin fjárhagslega skynsamleg ákvörðun um að gera ekki úrbætur að sinni heldur leyfa völlunum að renna sitt skeið og endurnýja þá í kjölfarið. Stofnaður hefur verið Fésbókarhópurinn „Nýjan völl án tafar. Öll dekkjarkurl til grafar“ og hafa á sjötta hundrað manns gengið í hópinn á innan við sólarhring.Fjölmargir foreldrar kannast við að taka á móti börnum sínum svörtum í fram að lokinni æfingu.Gengur ekki upp„Það er ótrúleg óánægja með þetta,“ segir Freyr. Dekkjakurlið sé ekki eitthvað sem eigi að bjóða upp á í nærumhverfi fólks. Hvað þá þar sem börn eru að leika sér. Freyr nefnir dæmi af eigin heimili sem sé stórskrýtið þegar það er skoðað í stærra samhengi. Hann hafi hætt að nota plast á heimilinu, hluti á borð við Tupperware, en noti glerkrukkur í staðinn. „Svo sendi ég strákinn á fótboltaæfingar og læt hann rúlla sér upp í þessu. Þetta gengur ekki upp.“ Lausnin sé ekki að taka börnin af æfingum heldur að taka vandamálið, dekkjakurlið, frá börnunum. „Við verðum að senda þau skilaboð að þetta sé ekki í lagi. Það er okkar hlutverk. Maður heldur að kerfið passi upp á okkur en það er ekki þannig. Af og til þarf að benda okkar kjörnu fulltrúum á hvað við viljum leggja áherslu á.Freyr ásamt börnum sínum.Einnig sparkvellir um allt landEkki liggur fullkomlega ljóst fyrir hve margir vellirnir eru á höfuðborgarsvæðinu. Freyr segir að í það minnsta sé um að ræða gervigrasvelli Fylkis, Fram í Safamýri og KR-völlinn. Auk þessara stóru valla voru byggðir 111 litlir gervigrasvellir, svokallaðir sparkvellir, um land allt á vegum Knattspyrnusambands Íslands á árunum 2004-2008. Þar lagði KSÍ til gervigras en sveitarfélögin sáu um uppsetningu og annast viðhald.Í umfjöllun RÚV um dekkjakurl á dögunum kom fram að í Reykjavík hefur verið skipt út gervigrasi á meirihluta sparkvalla. Í hinum stóru sveitarfélögunum væri búið að skipta um á einum velli af níu í Kópavogi en stefnt að endurnýjun þeirra allra. Engar upplýsingar bárust frá Hafnarfirði, Fjarðarbyggð og Akureyri. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs í síðustu viku þar sem skorað var á borgarráð og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) að samþykkja fjárveitingu til endurbóta á þeim völlum sem eru með dekkjakurl á yfirborði og setja þess í stað viðurkennt gæðagras og gúmmí sem uppfylla heilbrigðis- og umhverfiskröfur. Tillögunni var frestað.Fróðlegt verður að sjá hvort Dagur þekkist boðið.Vísir/VilhelmLítill kostnaður á æfingu hvers barns Freyr segir að búið sé að boða Dag B. Eggertsson borgarstjóra og S. Björn Blöndal, formann borgarstórnar, á fund á í KR-heimilinu í Frostaskjóli á sunnudaginn klukkan 20. Hann reikni með að foreldrar fjölmenni á fundinn en málið snerti fleiri en foreldra barna sem spili fótbolta í dag. „Við viljum beina þessu til foreldra barna í leikskóla, ömmu þeirra og afa og líka til barnanna. Það er engin ástæða til að hræða neinn. Skilaboðin sem við erum að senda til þeirra eru þau að við séum að berjast fyrir bættum velli, ekki að þau séu að spila á ónýtum velli.“ Ljóst er að kostnaðurinn við að skipta um gervigras á stórum keppnisvelli hleypur á milljónum ef ekki tugum milljóna. „Krónutala getur litið út fyrir að vera há,“ segir Freyr. Hins vegar sé kostnaðurinn ekki svo mikill ef horft er til þess að góður gervirgrasvöllur gefi fólki kleyft að stunda fótbolta nánast allan ársins hring. Sé kostnaðurinn brotinn niður í per æfingu og á hvert barn þá sé um hverfandi kostnað að ræða.Sparkvöllur í borginniBörnin eigi að njóta vafans Óumdeilt er að efni í dekkjunum eru hættuleg en þó virðast ekki hafa gerðar rannsóknir sem staðfesti skaðsemi kurlsins.„Að mínu mati er sönnunarbyrðin í hina áttina,“ segir Freyr. Þeir sem hafi varið reykingar í gegnum árin hafi lengi falið sig á bak við að ekki hafi verið búið að sanna skaðsemina. „Börnin þurfa að njóta vafans,“ bætir hann við. Ekki eigi að banna börnum að fara á umrædda velli en þó verði að kappkosta að breyta þeim sem allra fyrst.
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Sjá meira