Dans og hryllingur í Sundhöllinni í kvöld Viktoría Hermannsdóttir skrifar 26. september 2015 14:30 Hallfríður segir sundbíó vera einn vinsælasta viðburðinn á RIFF. Dansararnir Gígja Jónsdóttir, Viktor Leifsson og Tinna Guðlaug Ómarsdóttir sem eru bakvið Hallfríði á myndinni munu dansa á sýningunni. Fréttablaðið/Vilhelm Það verður hryllileg stemning í Sundhöllinni í Reykjavík í kvöld þegar þar fer fram sundbíó. Þar verður sýnd ítalska hryllingsmyndin Suspiria eftir Dario Argento. „Við ætlum að reyna að endurgera andrúmsloftið í myndinni að einhverju leyti,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Sundbíóið er hluti af hátíðinni en það er orðinn árviss viðburður sem nýtur mikilla vinsælda. „Þetta er einn af þeim viðburðum á RIFF sem fólk bíður eftir á hverju ári. Fólk kemur sérstaklega til landsins til að upplifa þetta en sundbíóið hefur vakið mjög mikla athygli á heimsvísu. Ég held að þetta verði sérstaklega skemmtilegt í ár því þetta er ekki bara kvikmyndasýning í sundi heldur gjörningur að auki,“ segir hún. Suspiria fjallar um dansara sem kemur frá New York til Þýskalands til þess að læra við þekktan og virtan ballettskóla. Ekki er þó allt sem sýnist innan veggja skólans og undarlegir hlutir fara að gerast fyrir tilstilli illra afla. „Við sýnum mynd um dansskóla og ákváðum því að stíga einu skrefi lengra og fá sex dansara til liðs við okkur,“ segir Hallfríður. Þetta er í tólfta sinn sem kvikmyndahátíðin RIFF er haldin og verða viðburðir víða á vegum hennar um helgina. „Það er alveg ótrúlega fjölbreytt dagskrá um helgina og ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ segir Hallfríður. Meðal annars verður hægt að fara í sjónræna matarveislu á Hótel Borg í kvöld, auk þess sem valdar myndir úr Einnar mínútu myndakeppni RIFF verða frumsýndar og verðlaun veitt fyrir bestu myndina. „Þarna er að finna flottar myndir úr öllum áttum sem fjalla um umhverfismál og kvenréttindi. Þau baráttumál sem eru okkur mjög hugleikin og það er gaman að sjá skemmtileg skilaboð um þetta,“ segir Hallfríður. Myndirnar á hátíðinni eru sýndar í Bíói Paradís, Háskólabíói og Tjarnarbíói en hátíðin fer ekki bara fram í Reykjavík því í Kópavogi verður öflug dagskrá í menningarhúsum bæjarins um helgina og út hátíðina, sem lýkur 4. október. Nánari upplýsingar má finna hér. RIFF Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
Það verður hryllileg stemning í Sundhöllinni í Reykjavík í kvöld þegar þar fer fram sundbíó. Þar verður sýnd ítalska hryllingsmyndin Suspiria eftir Dario Argento. „Við ætlum að reyna að endurgera andrúmsloftið í myndinni að einhverju leyti,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Sundbíóið er hluti af hátíðinni en það er orðinn árviss viðburður sem nýtur mikilla vinsælda. „Þetta er einn af þeim viðburðum á RIFF sem fólk bíður eftir á hverju ári. Fólk kemur sérstaklega til landsins til að upplifa þetta en sundbíóið hefur vakið mjög mikla athygli á heimsvísu. Ég held að þetta verði sérstaklega skemmtilegt í ár því þetta er ekki bara kvikmyndasýning í sundi heldur gjörningur að auki,“ segir hún. Suspiria fjallar um dansara sem kemur frá New York til Þýskalands til þess að læra við þekktan og virtan ballettskóla. Ekki er þó allt sem sýnist innan veggja skólans og undarlegir hlutir fara að gerast fyrir tilstilli illra afla. „Við sýnum mynd um dansskóla og ákváðum því að stíga einu skrefi lengra og fá sex dansara til liðs við okkur,“ segir Hallfríður. Þetta er í tólfta sinn sem kvikmyndahátíðin RIFF er haldin og verða viðburðir víða á vegum hennar um helgina. „Það er alveg ótrúlega fjölbreytt dagskrá um helgina og ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ segir Hallfríður. Meðal annars verður hægt að fara í sjónræna matarveislu á Hótel Borg í kvöld, auk þess sem valdar myndir úr Einnar mínútu myndakeppni RIFF verða frumsýndar og verðlaun veitt fyrir bestu myndina. „Þarna er að finna flottar myndir úr öllum áttum sem fjalla um umhverfismál og kvenréttindi. Þau baráttumál sem eru okkur mjög hugleikin og það er gaman að sjá skemmtileg skilaboð um þetta,“ segir Hallfríður. Myndirnar á hátíðinni eru sýndar í Bíói Paradís, Háskólabíói og Tjarnarbíói en hátíðin fer ekki bara fram í Reykjavík því í Kópavogi verður öflug dagskrá í menningarhúsum bæjarins um helgina og út hátíðina, sem lýkur 4. október. Nánari upplýsingar má finna hér.
RIFF Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira