Fjölfötluð stúlka fær hvorki dagvistun né skólavist í Reykjavík Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. september 2015 19:15 Foreldrar sextán ára fjölfatlaðrar stúlku, sem nýlega flutti til Reykjavíkur úr öðru sveitarfélagi, segja velferðarkerfið í borginni hafa brugðist dóttur sinni en hún fær þar hvorki dagvistun né skólavist. Þau telja brotið á mannréttindum hennar og ætla í mál við borgina. Sóley Eysteinsdóttir flutti ásamt foreldrum sínum og fjórum yngri systkinum til Reykjavíkur úr Reykjanesbæ í byrjun september. Systkini Sóleyjar eru öll á grunnskólaaldri og gengu þau beint inn í skóla og frístundakerfið í borginni. Aðra sögu er þó að segja um Sóley. Í Reykjanesbæ fékk hún alla þá þjónustu sem hún þurfti en í Reykjavík fær hún enga þjónustu af hálfu borgarinnar. „Við erum búin að reyna og reyna. Erum búin að vera að senda umsóknir og fara á fundi en það vísa allir á hvorn annan og ekkert gerist í málinu,“ segir Karen Þorsteinsdóttir móðir Sóleyjar. Foreldrar Sóleyjar hafa fengið þau svör að í Reykjavík sé ekki dagvistunarúrræði í boði fyrir sextán til tuttugu ára einstaklinga. Gert er ráð fyrir að því að þeir séu í skóla. Þau sóttu um skólavist fyrir hana í öllum framhaldsskólum í Reykjavík en var svarað á þá leið að ekki væri pláss fyrir Sóleyju þar sem skólaárið væri þegar hafið. „Maður gerði ekki ráð fyrir því að það væri enginn dagvistunarþjónusta fyrir börn í Reykjavík. Hún er barn. Sóley er að flytja á milli sveitarfélaga og kemst ekki inn í skóla hér. Ekki flytja með fatlað barn, sextán til tuttugu ára á milli sveitarfélaga virðast vera skilaboðin,“ segir Eysteinn Jónsson faðir Sóleyjar. Hún getur þó haldið áfram í fjölbrautarskóla Suðurnesja, en var synjað um akstursþjónustu af ferðaþjónustu fatlaðra, þar sem skólinn er í öðru sveitarfélagi. Því má segja að Sóley sé föst í gati í kerfinu. Á meðan tekur fjölskyldan einn dag í einu og skiptist á að vera heima hjá henni. „Auðvitað getur maður skilið það að þessir hluti taki tíma. En þegar engin úrræði eru í boði veit maður ekki alveg hvað hægt er að gera. Koma í sjónvarp og opinbera sig til að fá einhverja þjónustu?,“ spyr Karen. Eysteinn segir það lögbundið hlutverk sveitarfélaga að sjá dóttur hans fyrir dagvistun. Hann telur að Reykjavíkurborg brjóti lög um málefni fatlaðra og manréttindi Sóleyjar með því að bjóða henni ekki upp á þá þjónustu sem hún þarf. Fjölskyldan hyggst leita réttar Sóleyjar í málinu. „Við munum gera það. Það er ömurlegt að þurfa að reka svona mál sem einstaklingur, með þetta stóra fjölskyldu, fimm börn, og sinna sinni vinnu, að maður þurfi að fara í mál fyrir dómstólum við sveitarfélagið sem maður býr í. Það er stórfurðulegt að menn ætli bara að fara með þetta þangað, sem virðist vera miðað við þær móttökur og þau svör sem við höfum verið að fá,“ segir Eysteinn. Tengdar fréttir Segir viðhorf strætó til fatlaðra barna óheppilegt Faðir drengs á einhverfurófi segir viðhorf strætó til fatlaðra óheppilegt og lýsa fordómum. Foreldrafélag Klettaskóla vill sjá skólaakstur fatlaðra barna tekinn fastari tökum. 25. september 2015 20:00 Við um okkur … eru mannréttindi "Ekkert um okkur án okkar,“ segjum við sem berjumst fyrir mannréttindum alla daga. 1. september 2015 07:00 Níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani af ferðaþjónustu fatlaðra Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar. 22. september 2015 19:15 Föstudagsviðtalið: Dagur er búinn að koma sér út í horn Það er óábyrgt að fara á svig við lögin. Þó að málstaðurinn sé góður. Að gera það þegar fólki hentar af því það telur sig vera með góðan málstað, það ryður bara brautina fyrir því að þegar aðrir komast til valda þá geri þeir slíkt hið sama,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í vikunni hefur fátt annað verið rætt en sniðganga borgarstjórnar við ísraelskar vörur sem var svo dregin til baka. Boðað var til borgarstjórnarfundar á miðvikudag þar sem Áslaug nefndi nasista í samhengi við aðgerðirnar. Hún baðst síðar afsökunar á framsetningu máls síns. 25. september 2015 07:00 Brotið á rétti fatlaðs fólks í Vesturbyggð Engin ferðaþjónusta er fyrir fatlað fólk sem býr í sveitarfélaginu Vesturbyggð. Engin bíll er þar til slíks aksturs. Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ríkið bera ábyrgð. Lögfræðingur ÖBÍ segir lögin kveða skýrt á um skyldu sveitarfélaga. 31. ágúst 2015 07:00 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Gagnrýnir hugmyndir Áslaugar: Dagur segir efni ekki eiga að ráða örlögum fólks Borgarstjóri gagnrýnir ummæli Áslaugar Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, á Vísi í dag, þar sem hún segir að einkavæða þurfi í velferðarkerfinu. 25. september 2015 11:41 Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Foreldrar sextán ára fjölfatlaðrar stúlku, sem nýlega flutti til Reykjavíkur úr öðru sveitarfélagi, segja velferðarkerfið í borginni hafa brugðist dóttur sinni en hún fær þar hvorki dagvistun né skólavist. Þau telja brotið á mannréttindum hennar og ætla í mál við borgina. Sóley Eysteinsdóttir flutti ásamt foreldrum sínum og fjórum yngri systkinum til Reykjavíkur úr Reykjanesbæ í byrjun september. Systkini Sóleyjar eru öll á grunnskólaaldri og gengu þau beint inn í skóla og frístundakerfið í borginni. Aðra sögu er þó að segja um Sóley. Í Reykjanesbæ fékk hún alla þá þjónustu sem hún þurfti en í Reykjavík fær hún enga þjónustu af hálfu borgarinnar. „Við erum búin að reyna og reyna. Erum búin að vera að senda umsóknir og fara á fundi en það vísa allir á hvorn annan og ekkert gerist í málinu,“ segir Karen Þorsteinsdóttir móðir Sóleyjar. Foreldrar Sóleyjar hafa fengið þau svör að í Reykjavík sé ekki dagvistunarúrræði í boði fyrir sextán til tuttugu ára einstaklinga. Gert er ráð fyrir að því að þeir séu í skóla. Þau sóttu um skólavist fyrir hana í öllum framhaldsskólum í Reykjavík en var svarað á þá leið að ekki væri pláss fyrir Sóleyju þar sem skólaárið væri þegar hafið. „Maður gerði ekki ráð fyrir því að það væri enginn dagvistunarþjónusta fyrir börn í Reykjavík. Hún er barn. Sóley er að flytja á milli sveitarfélaga og kemst ekki inn í skóla hér. Ekki flytja með fatlað barn, sextán til tuttugu ára á milli sveitarfélaga virðast vera skilaboðin,“ segir Eysteinn Jónsson faðir Sóleyjar. Hún getur þó haldið áfram í fjölbrautarskóla Suðurnesja, en var synjað um akstursþjónustu af ferðaþjónustu fatlaðra, þar sem skólinn er í öðru sveitarfélagi. Því má segja að Sóley sé föst í gati í kerfinu. Á meðan tekur fjölskyldan einn dag í einu og skiptist á að vera heima hjá henni. „Auðvitað getur maður skilið það að þessir hluti taki tíma. En þegar engin úrræði eru í boði veit maður ekki alveg hvað hægt er að gera. Koma í sjónvarp og opinbera sig til að fá einhverja þjónustu?,“ spyr Karen. Eysteinn segir það lögbundið hlutverk sveitarfélaga að sjá dóttur hans fyrir dagvistun. Hann telur að Reykjavíkurborg brjóti lög um málefni fatlaðra og manréttindi Sóleyjar með því að bjóða henni ekki upp á þá þjónustu sem hún þarf. Fjölskyldan hyggst leita réttar Sóleyjar í málinu. „Við munum gera það. Það er ömurlegt að þurfa að reka svona mál sem einstaklingur, með þetta stóra fjölskyldu, fimm börn, og sinna sinni vinnu, að maður þurfi að fara í mál fyrir dómstólum við sveitarfélagið sem maður býr í. Það er stórfurðulegt að menn ætli bara að fara með þetta þangað, sem virðist vera miðað við þær móttökur og þau svör sem við höfum verið að fá,“ segir Eysteinn.
Tengdar fréttir Segir viðhorf strætó til fatlaðra barna óheppilegt Faðir drengs á einhverfurófi segir viðhorf strætó til fatlaðra óheppilegt og lýsa fordómum. Foreldrafélag Klettaskóla vill sjá skólaakstur fatlaðra barna tekinn fastari tökum. 25. september 2015 20:00 Við um okkur … eru mannréttindi "Ekkert um okkur án okkar,“ segjum við sem berjumst fyrir mannréttindum alla daga. 1. september 2015 07:00 Níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani af ferðaþjónustu fatlaðra Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar. 22. september 2015 19:15 Föstudagsviðtalið: Dagur er búinn að koma sér út í horn Það er óábyrgt að fara á svig við lögin. Þó að málstaðurinn sé góður. Að gera það þegar fólki hentar af því það telur sig vera með góðan málstað, það ryður bara brautina fyrir því að þegar aðrir komast til valda þá geri þeir slíkt hið sama,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í vikunni hefur fátt annað verið rætt en sniðganga borgarstjórnar við ísraelskar vörur sem var svo dregin til baka. Boðað var til borgarstjórnarfundar á miðvikudag þar sem Áslaug nefndi nasista í samhengi við aðgerðirnar. Hún baðst síðar afsökunar á framsetningu máls síns. 25. september 2015 07:00 Brotið á rétti fatlaðs fólks í Vesturbyggð Engin ferðaþjónusta er fyrir fatlað fólk sem býr í sveitarfélaginu Vesturbyggð. Engin bíll er þar til slíks aksturs. Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ríkið bera ábyrgð. Lögfræðingur ÖBÍ segir lögin kveða skýrt á um skyldu sveitarfélaga. 31. ágúst 2015 07:00 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Gagnrýnir hugmyndir Áslaugar: Dagur segir efni ekki eiga að ráða örlögum fólks Borgarstjóri gagnrýnir ummæli Áslaugar Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, á Vísi í dag, þar sem hún segir að einkavæða þurfi í velferðarkerfinu. 25. september 2015 11:41 Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Segir viðhorf strætó til fatlaðra barna óheppilegt Faðir drengs á einhverfurófi segir viðhorf strætó til fatlaðra óheppilegt og lýsa fordómum. Foreldrafélag Klettaskóla vill sjá skólaakstur fatlaðra barna tekinn fastari tökum. 25. september 2015 20:00
Við um okkur … eru mannréttindi "Ekkert um okkur án okkar,“ segjum við sem berjumst fyrir mannréttindum alla daga. 1. september 2015 07:00
Níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani af ferðaþjónustu fatlaðra Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar. 22. september 2015 19:15
Föstudagsviðtalið: Dagur er búinn að koma sér út í horn Það er óábyrgt að fara á svig við lögin. Þó að málstaðurinn sé góður. Að gera það þegar fólki hentar af því það telur sig vera með góðan málstað, það ryður bara brautina fyrir því að þegar aðrir komast til valda þá geri þeir slíkt hið sama,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í vikunni hefur fátt annað verið rætt en sniðganga borgarstjórnar við ísraelskar vörur sem var svo dregin til baka. Boðað var til borgarstjórnarfundar á miðvikudag þar sem Áslaug nefndi nasista í samhengi við aðgerðirnar. Hún baðst síðar afsökunar á framsetningu máls síns. 25. september 2015 07:00
Brotið á rétti fatlaðs fólks í Vesturbyggð Engin ferðaþjónusta er fyrir fatlað fólk sem býr í sveitarfélaginu Vesturbyggð. Engin bíll er þar til slíks aksturs. Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ríkið bera ábyrgð. Lögfræðingur ÖBÍ segir lögin kveða skýrt á um skyldu sveitarfélaga. 31. ágúst 2015 07:00
Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24
Gagnrýnir hugmyndir Áslaugar: Dagur segir efni ekki eiga að ráða örlögum fólks Borgarstjóri gagnrýnir ummæli Áslaugar Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, á Vísi í dag, þar sem hún segir að einkavæða þurfi í velferðarkerfinu. 25. september 2015 11:41
Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent