Innlent

Segir viðhorf strætó til fatlaðra barna óheppilegt

Una Sighvatsdóttir skrifar
Stöð2 sagði fyrr í vikunni frá því þegar ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni heimili hans eftir skóla. Strætó tók við ferðaþjónustu fatlaðra fyrir um ári síðan og nú í sumar bættist skólaaksturinn við.



Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri strætó lét þau ummæli falla að drengurinn væri þó ekki meira einhverfur en svo að hann gæti þó allavega ratað heim. Foreldrar barna í Klettaskóla eru margir hverjir orðnir langþreyttir á misfellum í skólaakstrinum og finnst sem það vanti skilning hjá strætó á því hversu viðkvæmur hópur þetta er.



„Að vissu leyti. Sérstaklega svona í ljósi [ummæla] framkvæmdastjóra strætó nú í vikunni. Þess háttar skilningsleysi er rosalega slæmt,“ segir Ágúst Kristmanns, sem situr í foreldrafélagi Klettaskóla. „Við erum stanslaust að berjast gegn því að þess háttar, ég ætla að leyfa mér að kalla það fordóma gagnvart fötluðum börnum og fötluðum almennt séu til staðar og það er þá þeim mun verra að þjónustuaðilar þessarar viðkvæmu þjónustu skuli vera með svona viðhorf."





Strætó tók við ferðaþjónustu fatlaðra í fyrra og skólaaksturinn bættist við í sumar.
Frávik frá daglegri rútínu meiðandi fyrir börnin

Ágúst á sjálfur dreng með þroskaskerðingu sem sækir nám í Klettaskóla. Sonur hans vaknar alltaf á sama tíma og á erfitt með að þola röskun á daglegri rútínu, en hann hefur þurft að bíða allt upp undir 40 mínútur eftir að vera sóttur af skólabílnum.



„Líf þessara barna yfirliett ræðst á skipulagningu, það er allt skipulagt yfir daginn frá morgni til kvölds og öll frávik þar frá eru í mörgum tilfellum bara hreinlega meiðandi fyrir börn. Þessi börn," segir Ágúst. „Þetta ætti ekki aðvera svona flókið. Það ætti aðvera löngu búið að koma þessu í rútínu, það eru að fara að verða liðnar 5 vikur frá skóalbyrjun.”

Foreldrar í Klettaskóla hafa farið fram á fund með strætó í næstu viku til að fara yfir stöðuna.


Tengdar fréttir

Braskarar bættu Jafeti farsímann

Jafet týndi farsíma sínum þegar ferðaþjónusta fatlaðra skildi hann eftir á bílaplani í nágrenni við heimili hans.

Níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani af ferðaþjónustu fatlaðra

Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×