Níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani af ferðaþjónustu fatlaðra Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. september 2015 19:15 Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar. Jafet getur ekki gengið í venjulegan grunnskóla heldur er hann í Vogaskóla þar sem er sérstök einhverfudeild. Til að komast í og úr skóla frá heimili sínu í Árbæ nýtir hann sér ferðaþjónustu fatlaðra. Í gögnum Strætó stendur skýrt að aka eigi drengum til og frá heimili hans, enda hefur hann aldrei fyrr verið keyrður á vitlausan stað. Atvikið tók nokkuð á drenginn en á ferðalaginu týndi hann síma sem hann hafði nýlega fengið. Bílstjórinn sem keyrði Jafet viðurkennir að hafa látið hann út á planinu við Krónuna, en segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar heima hjá sér. Á myndum sem Stöð 2 tók í dag sést þó að nánast ómögulegt sé að bílstjórinn hafi séð drenginn fara inn til sín frá bílastæðinu á Krónunni. Raunar hefði hann þurft að fylgja honum langleiðina heim til að sjá hann fara inn um dyrnar. „Hann segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar. Og samkvæmt okkar skráningum þá eru engar sérstakar skráningar um þennan aðila. Það var ekkert um að hann ætti að fara í hendurnar á einhverjum fylgdarmanni eða forráðamanni. En við höfum lagt á það áherslu við bílstjóra að krakkar séu helst ekki látnir af hendi nema einhver taki á móti þeim,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, En liggur ekki ljóst fyrir að það þurfi að skutla börnum bara heim að dyrum? „Jújú, það má svo sem segja það ef það er hægt. En sem betur fer er hann þó ekki meira einhverfur en það að hann getur þó allavega ratað heim,“ segir Jóhannes. Ljóst er þó að drengnum var ekið á vitlausan stað. „En nú er búið að bæta úr þessu þannig að þetta kemur ekki fyrir aftur,“ segir Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar. Jafet getur ekki gengið í venjulegan grunnskóla heldur er hann í Vogaskóla þar sem er sérstök einhverfudeild. Til að komast í og úr skóla frá heimili sínu í Árbæ nýtir hann sér ferðaþjónustu fatlaðra. Í gögnum Strætó stendur skýrt að aka eigi drengum til og frá heimili hans, enda hefur hann aldrei fyrr verið keyrður á vitlausan stað. Atvikið tók nokkuð á drenginn en á ferðalaginu týndi hann síma sem hann hafði nýlega fengið. Bílstjórinn sem keyrði Jafet viðurkennir að hafa látið hann út á planinu við Krónuna, en segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar heima hjá sér. Á myndum sem Stöð 2 tók í dag sést þó að nánast ómögulegt sé að bílstjórinn hafi séð drenginn fara inn til sín frá bílastæðinu á Krónunni. Raunar hefði hann þurft að fylgja honum langleiðina heim til að sjá hann fara inn um dyrnar. „Hann segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar. Og samkvæmt okkar skráningum þá eru engar sérstakar skráningar um þennan aðila. Það var ekkert um að hann ætti að fara í hendurnar á einhverjum fylgdarmanni eða forráðamanni. En við höfum lagt á það áherslu við bílstjóra að krakkar séu helst ekki látnir af hendi nema einhver taki á móti þeim,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, En liggur ekki ljóst fyrir að það þurfi að skutla börnum bara heim að dyrum? „Jújú, það má svo sem segja það ef það er hægt. En sem betur fer er hann þó ekki meira einhverfur en það að hann getur þó allavega ratað heim,“ segir Jóhannes. Ljóst er þó að drengnum var ekið á vitlausan stað. „En nú er búið að bæta úr þessu þannig að þetta kemur ekki fyrir aftur,“ segir Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira