Við um okkur … eru mannréttindi Guðjón Sigurðsson skrifar 1. september 2015 07:00 „Ekkert um okkur án okkar,“ segjum við sem berjumst fyrir mannréttindum alla daga. Meinum við eitthvað með því? Þegar okkur er boðið að taka þátt í nefndum hins opinbera ber okkur að taka þátt. Við getum ekki staðið á hliðarlínunni og volað yfir niðurstöðu, ef við tókum ekki slaginn í nefndinni eða vinnuhópnum. Það hefur þó komið fyrir að hagsmunasamtök hafni þátttöku. Hvað þá ef við sendum einhvern fyrir okkur til að rífa kjaft. Fatlaðir verða sjálfir að ráða sínum málum. Breytir þá engu hvort um er að ræða eigið líf eða forystu í félagsstörfum okkar og hagsmunasamtökum. Það verður aldrei sannfærandi ef einhver vill vel en þekkir ekki á eigin skinni hvernig er að vera fatlaður. Meira að segja makar okkar muna ekki hvort staðurinn sem þau sóttu áðan, án okkar, var aðgengilegur eða ekki. Hvað þá einhver sem er fjær basli okkar alla daga. Þó er glæpurinn mestur þegar stjórnvöld hafa það sem ég kalla sýndarsamráð um málefni fatlaðra. Þá ræða einhverjir sprenglærðir excel-fræðingar okkar mál en kalla okkur til þegar ákvörðun hefur verið tekin, svona til að skreyta málið. Nýlegt dæmi um þetta er ferðaþjónusta fatlaðra og allt það klúður. Það skánaði ekki fyrr en notendur komu sjálfir að borðinu. Fatlaðir eru upp til hópa vel gert fólk með skoðun á því sem snýr að okkur. Viljugt til að taka þátt og ef við fáum þá aðstoð sem þarf, til í tuskið. Þótt ótrúlegt sé þá erum við nokkuð mörg sem erum vel sett fjárhagslega og getum hjálpað við að halda hjólum þjóðfélagsins gangandi ef við fáum tækifæri til. Stundum er bara einn andsvítans þröskuldur sem útilokar okkur frá því. Fækkum þessum manngerðu hindrunum og höfum alvöru samráð. Njótum augnabliksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
„Ekkert um okkur án okkar,“ segjum við sem berjumst fyrir mannréttindum alla daga. Meinum við eitthvað með því? Þegar okkur er boðið að taka þátt í nefndum hins opinbera ber okkur að taka þátt. Við getum ekki staðið á hliðarlínunni og volað yfir niðurstöðu, ef við tókum ekki slaginn í nefndinni eða vinnuhópnum. Það hefur þó komið fyrir að hagsmunasamtök hafni þátttöku. Hvað þá ef við sendum einhvern fyrir okkur til að rífa kjaft. Fatlaðir verða sjálfir að ráða sínum málum. Breytir þá engu hvort um er að ræða eigið líf eða forystu í félagsstörfum okkar og hagsmunasamtökum. Það verður aldrei sannfærandi ef einhver vill vel en þekkir ekki á eigin skinni hvernig er að vera fatlaður. Meira að segja makar okkar muna ekki hvort staðurinn sem þau sóttu áðan, án okkar, var aðgengilegur eða ekki. Hvað þá einhver sem er fjær basli okkar alla daga. Þó er glæpurinn mestur þegar stjórnvöld hafa það sem ég kalla sýndarsamráð um málefni fatlaðra. Þá ræða einhverjir sprenglærðir excel-fræðingar okkar mál en kalla okkur til þegar ákvörðun hefur verið tekin, svona til að skreyta málið. Nýlegt dæmi um þetta er ferðaþjónusta fatlaðra og allt það klúður. Það skánaði ekki fyrr en notendur komu sjálfir að borðinu. Fatlaðir eru upp til hópa vel gert fólk með skoðun á því sem snýr að okkur. Viljugt til að taka þátt og ef við fáum þá aðstoð sem þarf, til í tuskið. Þótt ótrúlegt sé þá erum við nokkuð mörg sem erum vel sett fjárhagslega og getum hjálpað við að halda hjólum þjóðfélagsins gangandi ef við fáum tækifæri til. Stundum er bara einn andsvítans þröskuldur sem útilokar okkur frá því. Fækkum þessum manngerðu hindrunum og höfum alvöru samráð. Njótum augnabliksins.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun