OR veit ekki hverju einkavæðing skilaði Svavar Hávarðsson skrifar 28. september 2015 07:00 Orkuveita Reykjavíkur Vísir/róbert Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Veitna, dótturfélags OR, treysta sér ekki til að meta hvort ákvörðun fyrirtækisins um að selja allt mælasafn fyrirtækisins árið 2001 og að leigja það aftur til afnota hafi verið fyrirtækinu hagfelld. Á tímabilinu fram til miðs árs 2015 greiddi fyrirtækið Frumherja 5,7 milljarða króna að núvirði í leigu fyrir mælasafnið. Samningar tókust nýlega á milli Veitna ohf., og Frumherja um að Veitur keypti til baka alla mæla fyrir rafmagn og heitt og kalt vatn á þjónustusvæði sínu. Mælarnir eru um 150.000 talsins og er kaupverðið tæpir 1,6 milljarðar króna. Eins og áður segir greiddi OR Frumherja 5,7 milljarða í leigu frá 2001. Voru greiðslur núvirtar á bilinu 360 til 420 milljónir á ári. Greiðslurnar voru vegna alls rekstrar mælasafnsins, svo sem launa og annars rekstrarkostnaðar, fjárfestinga í nýjum mælum vegna stækkunar veitusvæðis og endurnýjana, prófana á mælum, þjónustu við þá og útskipta ásamt ábyrgð á mælum sem bila, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins frá OR. Þar segir jafnframt að stjórnendum Veitna og OR sé „ekki kunnugt um þær forsendur sem lágu til grundvallar ákvörðun um sölu á sínum tíma og hafa ekki lagt mat á hagkvæmni þeirrar ákvörðunar“, við spurningunni um hversu hagstæð viðskiptin hafi verið Orkuveitunni þegar upp er staðið. Að öðru leyti vísar Orkuveitan í fréttatilkynningar sínar um upplýsingar um söluna en ákvörðunin um að taka við mælasafninu á ný er einkum byggð á því að mælarnir eru hluti af dreifikerfinu sem er kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Megininntak í stefnuyfirlýsingu OR og eigenda hennar sé einmitt að hlúa beri sem mest og best að kjarnastarfseminni. Þá sé ör tækniþróun á sviði mælabúnaðar og fyrirtækið þurfi að stýra þeirri uppbyggingu og þróun án milliliða milli fyrirtækisins og viðskiptavina. Ein meginástæðan er eins að OR telur sig hafa góða fjárhagslega burði til að taka mælana í hús til sín að nýju, „enda hefur viðsnúningur í rekstri hennar tekist betur en áætlað var. Til lengri tíma stuðlar ákvörðunin svo að hagræðingu og sparnaði í rekstri, viðskiptavinum til hagsbóta.“ Ekki var um frekari framlengingar að ræða 2001 - Frumherji hf. keypti mælasafn OR í kjölfar útboðs og leigði OR til afnota. Frumherji hefur síðan átt og rekið mælasafnið.2007 - Eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta kaupir allt hlutafé í fyrirtækinu. Annar samningur OR og Frumherja var gerður eftir útboð.2014 – Samningur Frumherja og OR rann út og var þá framlengdur til eins árs eða til maíloka 2015. Ekki voru frekari möguleikar á framlengingu í samningnum. Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Veitna, dótturfélags OR, treysta sér ekki til að meta hvort ákvörðun fyrirtækisins um að selja allt mælasafn fyrirtækisins árið 2001 og að leigja það aftur til afnota hafi verið fyrirtækinu hagfelld. Á tímabilinu fram til miðs árs 2015 greiddi fyrirtækið Frumherja 5,7 milljarða króna að núvirði í leigu fyrir mælasafnið. Samningar tókust nýlega á milli Veitna ohf., og Frumherja um að Veitur keypti til baka alla mæla fyrir rafmagn og heitt og kalt vatn á þjónustusvæði sínu. Mælarnir eru um 150.000 talsins og er kaupverðið tæpir 1,6 milljarðar króna. Eins og áður segir greiddi OR Frumherja 5,7 milljarða í leigu frá 2001. Voru greiðslur núvirtar á bilinu 360 til 420 milljónir á ári. Greiðslurnar voru vegna alls rekstrar mælasafnsins, svo sem launa og annars rekstrarkostnaðar, fjárfestinga í nýjum mælum vegna stækkunar veitusvæðis og endurnýjana, prófana á mælum, þjónustu við þá og útskipta ásamt ábyrgð á mælum sem bila, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins frá OR. Þar segir jafnframt að stjórnendum Veitna og OR sé „ekki kunnugt um þær forsendur sem lágu til grundvallar ákvörðun um sölu á sínum tíma og hafa ekki lagt mat á hagkvæmni þeirrar ákvörðunar“, við spurningunni um hversu hagstæð viðskiptin hafi verið Orkuveitunni þegar upp er staðið. Að öðru leyti vísar Orkuveitan í fréttatilkynningar sínar um upplýsingar um söluna en ákvörðunin um að taka við mælasafninu á ný er einkum byggð á því að mælarnir eru hluti af dreifikerfinu sem er kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Megininntak í stefnuyfirlýsingu OR og eigenda hennar sé einmitt að hlúa beri sem mest og best að kjarnastarfseminni. Þá sé ör tækniþróun á sviði mælabúnaðar og fyrirtækið þurfi að stýra þeirri uppbyggingu og þróun án milliliða milli fyrirtækisins og viðskiptavina. Ein meginástæðan er eins að OR telur sig hafa góða fjárhagslega burði til að taka mælana í hús til sín að nýju, „enda hefur viðsnúningur í rekstri hennar tekist betur en áætlað var. Til lengri tíma stuðlar ákvörðunin svo að hagræðingu og sparnaði í rekstri, viðskiptavinum til hagsbóta.“ Ekki var um frekari framlengingar að ræða 2001 - Frumherji hf. keypti mælasafn OR í kjölfar útboðs og leigði OR til afnota. Frumherji hefur síðan átt og rekið mælasafnið.2007 - Eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta kaupir allt hlutafé í fyrirtækinu. Annar samningur OR og Frumherja var gerður eftir útboð.2014 – Samningur Frumherja og OR rann út og var þá framlengdur til eins árs eða til maíloka 2015. Ekki voru frekari möguleikar á framlengingu í samningnum.
Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira