OR veit ekki hverju einkavæðing skilaði Svavar Hávarðsson skrifar 28. september 2015 07:00 Orkuveita Reykjavíkur Vísir/róbert Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Veitna, dótturfélags OR, treysta sér ekki til að meta hvort ákvörðun fyrirtækisins um að selja allt mælasafn fyrirtækisins árið 2001 og að leigja það aftur til afnota hafi verið fyrirtækinu hagfelld. Á tímabilinu fram til miðs árs 2015 greiddi fyrirtækið Frumherja 5,7 milljarða króna að núvirði í leigu fyrir mælasafnið. Samningar tókust nýlega á milli Veitna ohf., og Frumherja um að Veitur keypti til baka alla mæla fyrir rafmagn og heitt og kalt vatn á þjónustusvæði sínu. Mælarnir eru um 150.000 talsins og er kaupverðið tæpir 1,6 milljarðar króna. Eins og áður segir greiddi OR Frumherja 5,7 milljarða í leigu frá 2001. Voru greiðslur núvirtar á bilinu 360 til 420 milljónir á ári. Greiðslurnar voru vegna alls rekstrar mælasafnsins, svo sem launa og annars rekstrarkostnaðar, fjárfestinga í nýjum mælum vegna stækkunar veitusvæðis og endurnýjana, prófana á mælum, þjónustu við þá og útskipta ásamt ábyrgð á mælum sem bila, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins frá OR. Þar segir jafnframt að stjórnendum Veitna og OR sé „ekki kunnugt um þær forsendur sem lágu til grundvallar ákvörðun um sölu á sínum tíma og hafa ekki lagt mat á hagkvæmni þeirrar ákvörðunar“, við spurningunni um hversu hagstæð viðskiptin hafi verið Orkuveitunni þegar upp er staðið. Að öðru leyti vísar Orkuveitan í fréttatilkynningar sínar um upplýsingar um söluna en ákvörðunin um að taka við mælasafninu á ný er einkum byggð á því að mælarnir eru hluti af dreifikerfinu sem er kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Megininntak í stefnuyfirlýsingu OR og eigenda hennar sé einmitt að hlúa beri sem mest og best að kjarnastarfseminni. Þá sé ör tækniþróun á sviði mælabúnaðar og fyrirtækið þurfi að stýra þeirri uppbyggingu og þróun án milliliða milli fyrirtækisins og viðskiptavina. Ein meginástæðan er eins að OR telur sig hafa góða fjárhagslega burði til að taka mælana í hús til sín að nýju, „enda hefur viðsnúningur í rekstri hennar tekist betur en áætlað var. Til lengri tíma stuðlar ákvörðunin svo að hagræðingu og sparnaði í rekstri, viðskiptavinum til hagsbóta.“ Ekki var um frekari framlengingar að ræða 2001 - Frumherji hf. keypti mælasafn OR í kjölfar útboðs og leigði OR til afnota. Frumherji hefur síðan átt og rekið mælasafnið.2007 - Eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta kaupir allt hlutafé í fyrirtækinu. Annar samningur OR og Frumherja var gerður eftir útboð.2014 – Samningur Frumherja og OR rann út og var þá framlengdur til eins árs eða til maíloka 2015. Ekki voru frekari möguleikar á framlengingu í samningnum. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Veitna, dótturfélags OR, treysta sér ekki til að meta hvort ákvörðun fyrirtækisins um að selja allt mælasafn fyrirtækisins árið 2001 og að leigja það aftur til afnota hafi verið fyrirtækinu hagfelld. Á tímabilinu fram til miðs árs 2015 greiddi fyrirtækið Frumherja 5,7 milljarða króna að núvirði í leigu fyrir mælasafnið. Samningar tókust nýlega á milli Veitna ohf., og Frumherja um að Veitur keypti til baka alla mæla fyrir rafmagn og heitt og kalt vatn á þjónustusvæði sínu. Mælarnir eru um 150.000 talsins og er kaupverðið tæpir 1,6 milljarðar króna. Eins og áður segir greiddi OR Frumherja 5,7 milljarða í leigu frá 2001. Voru greiðslur núvirtar á bilinu 360 til 420 milljónir á ári. Greiðslurnar voru vegna alls rekstrar mælasafnsins, svo sem launa og annars rekstrarkostnaðar, fjárfestinga í nýjum mælum vegna stækkunar veitusvæðis og endurnýjana, prófana á mælum, þjónustu við þá og útskipta ásamt ábyrgð á mælum sem bila, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins frá OR. Þar segir jafnframt að stjórnendum Veitna og OR sé „ekki kunnugt um þær forsendur sem lágu til grundvallar ákvörðun um sölu á sínum tíma og hafa ekki lagt mat á hagkvæmni þeirrar ákvörðunar“, við spurningunni um hversu hagstæð viðskiptin hafi verið Orkuveitunni þegar upp er staðið. Að öðru leyti vísar Orkuveitan í fréttatilkynningar sínar um upplýsingar um söluna en ákvörðunin um að taka við mælasafninu á ný er einkum byggð á því að mælarnir eru hluti af dreifikerfinu sem er kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Megininntak í stefnuyfirlýsingu OR og eigenda hennar sé einmitt að hlúa beri sem mest og best að kjarnastarfseminni. Þá sé ör tækniþróun á sviði mælabúnaðar og fyrirtækið þurfi að stýra þeirri uppbyggingu og þróun án milliliða milli fyrirtækisins og viðskiptavina. Ein meginástæðan er eins að OR telur sig hafa góða fjárhagslega burði til að taka mælana í hús til sín að nýju, „enda hefur viðsnúningur í rekstri hennar tekist betur en áætlað var. Til lengri tíma stuðlar ákvörðunin svo að hagræðingu og sparnaði í rekstri, viðskiptavinum til hagsbóta.“ Ekki var um frekari framlengingar að ræða 2001 - Frumherji hf. keypti mælasafn OR í kjölfar útboðs og leigði OR til afnota. Frumherji hefur síðan átt og rekið mælasafnið.2007 - Eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta kaupir allt hlutafé í fyrirtækinu. Annar samningur OR og Frumherja var gerður eftir útboð.2014 – Samningur Frumherja og OR rann út og var þá framlengdur til eins árs eða til maíloka 2015. Ekki voru frekari möguleikar á framlengingu í samningnum.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira