Efast um áframhald Schengen-samstarfsins Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. september 2015 14:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það vekja upp stórar spurningar um Schengen þegar menn eru hættir að skrá fólk inn á svæðið. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun ræddi hann um Schengen og stöðu flóttafólks. „Það eru alltaf að koma nýjar og nýjar fréttir af einhverjum stöðum þar sem menn eru að setja upp eftirlit á landamærum, síðast var verið að stoppa umferð milli Danmerkur og Þýskalands að miklu leyti,“ sagði Sigmundur og taldi Schengen-samstarfinu í raun sjálfhætt. „Það verður mjög erfitt að sjá hvernig Schengen-fyrirkomulagið á að lifa þetta af, nema menn nái þeim mun meiri samstöðu um aðgerðir og markmið. Það bólar nú lítið á samstöðu í Evrópusambandinu um þessi mál núna og í rauninni dapurlegt að sjá hvernig menn eru að vinna jafnvel í sitthvora áttina og þetta er allt að leysast upp í vitleysu.“ Sigmundur spurði hvort það sé eðlilegt fyrirkomulag að búa til endamark eins og Þýskaland, en að eina leiðin þangað sé að koma með ólögmætum hætti. „Á sama tíma leyfir Þýskaland og önnur lönd þessi fólki ekki að koma með eðlilegum hætti, ekki að fljúga til Þýskalands með flugvél. Ekki koma að landamærunum á ytri mörkum Schengen nema með ólöglegum hætti. Þannig að skilaboðin eru þessi: Þið verðið að leita á náðir glæpasamtaka og reyna að láta smygla ykkur inn með lífshættulegum hætti. Ef ykkur tekst það, þá er tekið á móti ykkur og klappað þegar þið komið í mark.“ Heyra má viðtalið við Sigmund í heild hér fyrir neðan en umræðan um Schengen hefst eftir 15 mínútur og 50 sekúndur. Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það vekja upp stórar spurningar um Schengen þegar menn eru hættir að skrá fólk inn á svæðið. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun ræddi hann um Schengen og stöðu flóttafólks. „Það eru alltaf að koma nýjar og nýjar fréttir af einhverjum stöðum þar sem menn eru að setja upp eftirlit á landamærum, síðast var verið að stoppa umferð milli Danmerkur og Þýskalands að miklu leyti,“ sagði Sigmundur og taldi Schengen-samstarfinu í raun sjálfhætt. „Það verður mjög erfitt að sjá hvernig Schengen-fyrirkomulagið á að lifa þetta af, nema menn nái þeim mun meiri samstöðu um aðgerðir og markmið. Það bólar nú lítið á samstöðu í Evrópusambandinu um þessi mál núna og í rauninni dapurlegt að sjá hvernig menn eru að vinna jafnvel í sitthvora áttina og þetta er allt að leysast upp í vitleysu.“ Sigmundur spurði hvort það sé eðlilegt fyrirkomulag að búa til endamark eins og Þýskaland, en að eina leiðin þangað sé að koma með ólögmætum hætti. „Á sama tíma leyfir Þýskaland og önnur lönd þessi fólki ekki að koma með eðlilegum hætti, ekki að fljúga til Þýskalands með flugvél. Ekki koma að landamærunum á ytri mörkum Schengen nema með ólöglegum hætti. Þannig að skilaboðin eru þessi: Þið verðið að leita á náðir glæpasamtaka og reyna að láta smygla ykkur inn með lífshættulegum hætti. Ef ykkur tekst það, þá er tekið á móti ykkur og klappað þegar þið komið í mark.“ Heyra má viðtalið við Sigmund í heild hér fyrir neðan en umræðan um Schengen hefst eftir 15 mínútur og 50 sekúndur.
Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira