Segir alla tækni og búnað geta brugðist Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. september 2015 07:00 Sjálfvirkur sleppibúnaður er á björgunarbátum sem skylda er að hafa á fiskiskipum og bátum, eins og þeim sem hér sjást við bryggju á Stöðvafirði. Fréttablaðið/Valli Einhverjir mánuðir geta liðið áður en lokið verður rannsókn á því þegar bátur sökk út af Aðalvík við Ísafjarðardjúp í byrjun júlí. Einn maður fórst í slysinu, en þremur var bjargað. Jón A. Ingólfsson, rannsóknarstjóri sjóslysa hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að auk þess sem upplýsa þurfi um hvað orðið hafi til þess að bátnum hvolfdi skyndilega, þá sé rannsakað sérstaklega hvers vegna búnaður sem skjóta átti út eða losa tvo björgunarbáta sem voru á bátnum brást í báðum tilvikum.Bátur Fréttablaðið/ValliBátnum, Jóni Hákoni BA-60, hvolfdi þegar verið var að draga inn veiðarfæri. Aðstæður voru þó góðar, ölduhæð lítil og hæg norðlæg átt. Þröstur Leó Gunnarsson, leikari og sjómaður, er einn þeirra sem komust af í slysinu. Í viðtali við Fréttablaðið um miðjan ágúst segir hann sjómenn eiga heimtingu á að fá að vita hvað orðið hafi til þess að björgunarbúnaður bátsins brást. Neðansjávarmyndir af bátnum sýndu að annar björgunarbáturinn var enn í sæti sínu, en hinn lá óuppblásinn við hlið bátsins.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsSjómenn sem rætt hefur verið við hafa lýst áhyggjum af því að skoðun á björgunarbúnaði sem þessum hafi mögulega hrakað eftir að hafa fyrir nokkrum árum verið færður frá Siglingastofnun á hendur einkafyrirtækja. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, telur slíka skýringu ólíklega. Þar sem hann þekki til séu þessir hlutir í góðu lagi. Eftir slysið í júlí hafi hann rætt við þá sem best þekki til og kynnt sér öryggisbúnaðinn sérstaklega. „Búnaðurinn sem slíkur á að virka og eftirlitið með honum er í góðu lagi eftir því sem ég kemst næst,“ segir hann, en viðurkennir um leið að menn hafi áhyggjur af málinu. „Þetta þarf að rannsaka. Aðalmálið í þessu er hins vegar náttúrlega af hverju báturinn fór svona snöggt á hliðina,“ segir Valmundur og áréttar að mikilvægasta öryggistæki sjómanna sé skipið sjálft. Jón segir um tíu ár síðan að björgunarbátur losnaði ekki úr gálga sínum í skipsskaða. „En í þessu tilfelli núna brást þetta alveg. Annar losnaði, en hefur trúlega gert það of seint, því ef báturinn er kominn á ákveðið dýpi þá nær búnaðurinn ekki að fleyta honum upp.“ Málið sé hins vegar litið alvarlegum augum og verði rannsakað sérstaklega. „Við erum búin að vera að kynna okkur þennan búnað og hvað getur brugðist í honum. Öll tækni og allur búnaður getur brugðist og það gerðist því miður þarna,“ segir hann. Alla jafna virki búnaðurinn og hafi margsannað gildi sitt. Aðalmálið við rannsókn slyssins segir Jón hins vegar að finna út úr því hvað komið hafi fyrir bátinn sem varð til þess að hann sökk á skammri stundu í hæglætisveðri. Einhver bið geti hins vegar orðið á því að lokaskýrsla komi út um atburðinn, því svona rannsókn taki töluverðan tíma.Önnur dæmi um bilun í sleppibúnaði4. júní 2004 sökk Gústi í Papey SF 188 þar sem hann var á leið til Húsavíkur úr slipp á Seyðisfirði. Áhöfninni var bjargað, en þegar skipið sökk skilaði sér bara annar björgunarbátur þess. Rannsóknarnefnd samgönguslysa taldi í skýrslu sinni mjög alvarlegt að aðeins annar sleppibúnaðurinn hefði virkað. Ráðgerð var frekari rannsókn en niðurstöður hennar er ekki að finna á vef stofnunarinnar.20. maí 2005 sökk Hildur ÞH 38. Skipverjar náðu ekki að losa björgunarbát sem sökk með bátnum. Þeir náðu til fiskikara sem flutu á sjónum og héldu í stroffu á þeim, en komust svo upp í annan björgunarbát sem skaut upp eftir að Hildur var sokkin. „Nefndin telur mjög alvarlegt að annar gúmmíbjörgunarbáturinn hafi ekki losnað frá skipinu þrátt fyrir að hann hafi verið búinn bæði handvirkum og sjóstýrðum losunarbúnaði,“ segir í umsögn Rannsóknarnefndar samgönguslysa.4. júní 2004 sökk Gústi í Papey SF 188 þar sem hann var á leið til Húsavíkur úr slipp á Seyðisfirði. Áhöfninni var bjargað, en þegar skipið sökk skilaði sér bara annar björgunarbátur þess. Rannsóknarnefnd samgönguslysa taldi í skýrslu sinni mjög alvarlegt að aðeins annar sleppibúnaðurinn hefði virkað. Ráðgerð var frekari rannsókn en niðurstöður hennar er ekki að finna á vef stofnunarinnar.20. maí 2005 sökk Hildur ÞH 38. Skipverjar náðu ekki að losa björgunarbát sem sökk með bátnum. Þeir náðu til fiskikara sem flutu á sjónum og héldu í stroffu á þeim, en komust svo upp í annan björgunarbát sem skaut upp eftir að Hildur var sokkin. „Nefndin telur mjög alvarlegt að annar gúmmíbjörgunarbáturinn hafi ekki losnað frá skipinu þrátt fyrir að hann hafi verið búinn bæði handvirkum og sjóstýrðum losunarbúnaði,“ segir í umsögn Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Einhverjir mánuðir geta liðið áður en lokið verður rannsókn á því þegar bátur sökk út af Aðalvík við Ísafjarðardjúp í byrjun júlí. Einn maður fórst í slysinu, en þremur var bjargað. Jón A. Ingólfsson, rannsóknarstjóri sjóslysa hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að auk þess sem upplýsa þurfi um hvað orðið hafi til þess að bátnum hvolfdi skyndilega, þá sé rannsakað sérstaklega hvers vegna búnaður sem skjóta átti út eða losa tvo björgunarbáta sem voru á bátnum brást í báðum tilvikum.Bátur Fréttablaðið/ValliBátnum, Jóni Hákoni BA-60, hvolfdi þegar verið var að draga inn veiðarfæri. Aðstæður voru þó góðar, ölduhæð lítil og hæg norðlæg átt. Þröstur Leó Gunnarsson, leikari og sjómaður, er einn þeirra sem komust af í slysinu. Í viðtali við Fréttablaðið um miðjan ágúst segir hann sjómenn eiga heimtingu á að fá að vita hvað orðið hafi til þess að björgunarbúnaður bátsins brást. Neðansjávarmyndir af bátnum sýndu að annar björgunarbáturinn var enn í sæti sínu, en hinn lá óuppblásinn við hlið bátsins.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsSjómenn sem rætt hefur verið við hafa lýst áhyggjum af því að skoðun á björgunarbúnaði sem þessum hafi mögulega hrakað eftir að hafa fyrir nokkrum árum verið færður frá Siglingastofnun á hendur einkafyrirtækja. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, telur slíka skýringu ólíklega. Þar sem hann þekki til séu þessir hlutir í góðu lagi. Eftir slysið í júlí hafi hann rætt við þá sem best þekki til og kynnt sér öryggisbúnaðinn sérstaklega. „Búnaðurinn sem slíkur á að virka og eftirlitið með honum er í góðu lagi eftir því sem ég kemst næst,“ segir hann, en viðurkennir um leið að menn hafi áhyggjur af málinu. „Þetta þarf að rannsaka. Aðalmálið í þessu er hins vegar náttúrlega af hverju báturinn fór svona snöggt á hliðina,“ segir Valmundur og áréttar að mikilvægasta öryggistæki sjómanna sé skipið sjálft. Jón segir um tíu ár síðan að björgunarbátur losnaði ekki úr gálga sínum í skipsskaða. „En í þessu tilfelli núna brást þetta alveg. Annar losnaði, en hefur trúlega gert það of seint, því ef báturinn er kominn á ákveðið dýpi þá nær búnaðurinn ekki að fleyta honum upp.“ Málið sé hins vegar litið alvarlegum augum og verði rannsakað sérstaklega. „Við erum búin að vera að kynna okkur þennan búnað og hvað getur brugðist í honum. Öll tækni og allur búnaður getur brugðist og það gerðist því miður þarna,“ segir hann. Alla jafna virki búnaðurinn og hafi margsannað gildi sitt. Aðalmálið við rannsókn slyssins segir Jón hins vegar að finna út úr því hvað komið hafi fyrir bátinn sem varð til þess að hann sökk á skammri stundu í hæglætisveðri. Einhver bið geti hins vegar orðið á því að lokaskýrsla komi út um atburðinn, því svona rannsókn taki töluverðan tíma.Önnur dæmi um bilun í sleppibúnaði4. júní 2004 sökk Gústi í Papey SF 188 þar sem hann var á leið til Húsavíkur úr slipp á Seyðisfirði. Áhöfninni var bjargað, en þegar skipið sökk skilaði sér bara annar björgunarbátur þess. Rannsóknarnefnd samgönguslysa taldi í skýrslu sinni mjög alvarlegt að aðeins annar sleppibúnaðurinn hefði virkað. Ráðgerð var frekari rannsókn en niðurstöður hennar er ekki að finna á vef stofnunarinnar.20. maí 2005 sökk Hildur ÞH 38. Skipverjar náðu ekki að losa björgunarbát sem sökk með bátnum. Þeir náðu til fiskikara sem flutu á sjónum og héldu í stroffu á þeim, en komust svo upp í annan björgunarbát sem skaut upp eftir að Hildur var sokkin. „Nefndin telur mjög alvarlegt að annar gúmmíbjörgunarbáturinn hafi ekki losnað frá skipinu þrátt fyrir að hann hafi verið búinn bæði handvirkum og sjóstýrðum losunarbúnaði,“ segir í umsögn Rannsóknarnefndar samgönguslysa.4. júní 2004 sökk Gústi í Papey SF 188 þar sem hann var á leið til Húsavíkur úr slipp á Seyðisfirði. Áhöfninni var bjargað, en þegar skipið sökk skilaði sér bara annar björgunarbátur þess. Rannsóknarnefnd samgönguslysa taldi í skýrslu sinni mjög alvarlegt að aðeins annar sleppibúnaðurinn hefði virkað. Ráðgerð var frekari rannsókn en niðurstöður hennar er ekki að finna á vef stofnunarinnar.20. maí 2005 sökk Hildur ÞH 38. Skipverjar náðu ekki að losa björgunarbát sem sökk með bátnum. Þeir náðu til fiskikara sem flutu á sjónum og héldu í stroffu á þeim, en komust svo upp í annan björgunarbát sem skaut upp eftir að Hildur var sokkin. „Nefndin telur mjög alvarlegt að annar gúmmíbjörgunarbáturinn hafi ekki losnað frá skipinu þrátt fyrir að hann hafi verið búinn bæði handvirkum og sjóstýrðum losunarbúnaði,“ segir í umsögn Rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira