Meirihlutinn vill úr ESB Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2015 07:00 David Cameron nordicphotos/afp Meirihluti breskra kjósenda vill að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Þetta sýnir ný könnun sem Mail on Sunday birti um helgina. Niðurstöður sýndu að ef atkvæði yrðu greidd núna myndi 51 prósent greiða atkvæði með því að Bretland færi úr Evrópusambandinu en 49 prósent myndu greiða atkvæði gegn því. Þessar niðurstöður ganga þvert gegn niðurstöðum fyrri kannana, sem hafa flestar sýnt að nokkur meirihluti Breta vill vera áfram í Evrópusambandinu. Í júlí sýndu niðurstöður skoðanakönnunar að 54 prósent væru fylgjandi því að Bretar væru áfram aðilar að Evrópusambandinu en 46 prósent væru andvíg því að Bretar væru áfram. Breska blaðið The Independent segir að stjórnmálamenn muni varast að lesa of mikið í niðurstöður einnar könnunar, sérstaklega þar sem munurinn sé svona lítill. En könnunin kunni þó að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum hjá David Cameron forsætisráðherra. Forsætisráðherrann er þeirrar skoðunar að Bretland eigi að vera áfram aðili að Evrópusambandinu, en gera þurfi breytingar á sambandinu. Hann hafði hugsað sér að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram að ári. Atkvæðagreiðslan þarf að fara fram áður en 2017 er liðið. The Independent segir líka að niðurstöður könnunarinnar verði byr í seglin fyrir þá sem vilja koma Bretlandi út úr Evrópusambandinu, þegar þingmenn koma saman eftir sumarleyfi í dag. The Mail on Sunday hefur tengt niðurstöður skoðanakönnunarinnar við flóttamannavandann og breytingar sem hafa verið gerðar á spurningunni sem borin er fyrir þátttakendur. Yfir 20 prósent þeirra sem vilja vera í Evrópusambandinu segja að þeir myndu hugsanlega breyta afstöðu sinni ef flóttamannavandinn versnar. Myndir sem birtust af hinum þriggja ára gamla Aylan Kurdi drukknuðum á strönd í Tyrklandi hafa aukið samúðina gagnvart Sýrlendingum á flótta. Engu að síður segja 29 prósent svarenda að Bretar eigi ekki að samþykkja neina flóttamenn frá Sýrlandi. Fimmtán prósent sögðust vilja leyfa 10 þúsund flóttamönnum að koma. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Meirihluti breskra kjósenda vill að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Þetta sýnir ný könnun sem Mail on Sunday birti um helgina. Niðurstöður sýndu að ef atkvæði yrðu greidd núna myndi 51 prósent greiða atkvæði með því að Bretland færi úr Evrópusambandinu en 49 prósent myndu greiða atkvæði gegn því. Þessar niðurstöður ganga þvert gegn niðurstöðum fyrri kannana, sem hafa flestar sýnt að nokkur meirihluti Breta vill vera áfram í Evrópusambandinu. Í júlí sýndu niðurstöður skoðanakönnunar að 54 prósent væru fylgjandi því að Bretar væru áfram aðilar að Evrópusambandinu en 46 prósent væru andvíg því að Bretar væru áfram. Breska blaðið The Independent segir að stjórnmálamenn muni varast að lesa of mikið í niðurstöður einnar könnunar, sérstaklega þar sem munurinn sé svona lítill. En könnunin kunni þó að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum hjá David Cameron forsætisráðherra. Forsætisráðherrann er þeirrar skoðunar að Bretland eigi að vera áfram aðili að Evrópusambandinu, en gera þurfi breytingar á sambandinu. Hann hafði hugsað sér að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram að ári. Atkvæðagreiðslan þarf að fara fram áður en 2017 er liðið. The Independent segir líka að niðurstöður könnunarinnar verði byr í seglin fyrir þá sem vilja koma Bretlandi út úr Evrópusambandinu, þegar þingmenn koma saman eftir sumarleyfi í dag. The Mail on Sunday hefur tengt niðurstöður skoðanakönnunarinnar við flóttamannavandann og breytingar sem hafa verið gerðar á spurningunni sem borin er fyrir þátttakendur. Yfir 20 prósent þeirra sem vilja vera í Evrópusambandinu segja að þeir myndu hugsanlega breyta afstöðu sinni ef flóttamannavandinn versnar. Myndir sem birtust af hinum þriggja ára gamla Aylan Kurdi drukknuðum á strönd í Tyrklandi hafa aukið samúðina gagnvart Sýrlendingum á flótta. Engu að síður segja 29 prósent svarenda að Bretar eigi ekki að samþykkja neina flóttamenn frá Sýrlandi. Fimmtán prósent sögðust vilja leyfa 10 þúsund flóttamönnum að koma.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira