Meirihlutinn vill úr ESB Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2015 07:00 David Cameron nordicphotos/afp Meirihluti breskra kjósenda vill að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Þetta sýnir ný könnun sem Mail on Sunday birti um helgina. Niðurstöður sýndu að ef atkvæði yrðu greidd núna myndi 51 prósent greiða atkvæði með því að Bretland færi úr Evrópusambandinu en 49 prósent myndu greiða atkvæði gegn því. Þessar niðurstöður ganga þvert gegn niðurstöðum fyrri kannana, sem hafa flestar sýnt að nokkur meirihluti Breta vill vera áfram í Evrópusambandinu. Í júlí sýndu niðurstöður skoðanakönnunar að 54 prósent væru fylgjandi því að Bretar væru áfram aðilar að Evrópusambandinu en 46 prósent væru andvíg því að Bretar væru áfram. Breska blaðið The Independent segir að stjórnmálamenn muni varast að lesa of mikið í niðurstöður einnar könnunar, sérstaklega þar sem munurinn sé svona lítill. En könnunin kunni þó að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum hjá David Cameron forsætisráðherra. Forsætisráðherrann er þeirrar skoðunar að Bretland eigi að vera áfram aðili að Evrópusambandinu, en gera þurfi breytingar á sambandinu. Hann hafði hugsað sér að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram að ári. Atkvæðagreiðslan þarf að fara fram áður en 2017 er liðið. The Independent segir líka að niðurstöður könnunarinnar verði byr í seglin fyrir þá sem vilja koma Bretlandi út úr Evrópusambandinu, þegar þingmenn koma saman eftir sumarleyfi í dag. The Mail on Sunday hefur tengt niðurstöður skoðanakönnunarinnar við flóttamannavandann og breytingar sem hafa verið gerðar á spurningunni sem borin er fyrir þátttakendur. Yfir 20 prósent þeirra sem vilja vera í Evrópusambandinu segja að þeir myndu hugsanlega breyta afstöðu sinni ef flóttamannavandinn versnar. Myndir sem birtust af hinum þriggja ára gamla Aylan Kurdi drukknuðum á strönd í Tyrklandi hafa aukið samúðina gagnvart Sýrlendingum á flótta. Engu að síður segja 29 prósent svarenda að Bretar eigi ekki að samþykkja neina flóttamenn frá Sýrlandi. Fimmtán prósent sögðust vilja leyfa 10 þúsund flóttamönnum að koma. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Meirihluti breskra kjósenda vill að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Þetta sýnir ný könnun sem Mail on Sunday birti um helgina. Niðurstöður sýndu að ef atkvæði yrðu greidd núna myndi 51 prósent greiða atkvæði með því að Bretland færi úr Evrópusambandinu en 49 prósent myndu greiða atkvæði gegn því. Þessar niðurstöður ganga þvert gegn niðurstöðum fyrri kannana, sem hafa flestar sýnt að nokkur meirihluti Breta vill vera áfram í Evrópusambandinu. Í júlí sýndu niðurstöður skoðanakönnunar að 54 prósent væru fylgjandi því að Bretar væru áfram aðilar að Evrópusambandinu en 46 prósent væru andvíg því að Bretar væru áfram. Breska blaðið The Independent segir að stjórnmálamenn muni varast að lesa of mikið í niðurstöður einnar könnunar, sérstaklega þar sem munurinn sé svona lítill. En könnunin kunni þó að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum hjá David Cameron forsætisráðherra. Forsætisráðherrann er þeirrar skoðunar að Bretland eigi að vera áfram aðili að Evrópusambandinu, en gera þurfi breytingar á sambandinu. Hann hafði hugsað sér að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram að ári. Atkvæðagreiðslan þarf að fara fram áður en 2017 er liðið. The Independent segir líka að niðurstöður könnunarinnar verði byr í seglin fyrir þá sem vilja koma Bretlandi út úr Evrópusambandinu, þegar þingmenn koma saman eftir sumarleyfi í dag. The Mail on Sunday hefur tengt niðurstöður skoðanakönnunarinnar við flóttamannavandann og breytingar sem hafa verið gerðar á spurningunni sem borin er fyrir þátttakendur. Yfir 20 prósent þeirra sem vilja vera í Evrópusambandinu segja að þeir myndu hugsanlega breyta afstöðu sinni ef flóttamannavandinn versnar. Myndir sem birtust af hinum þriggja ára gamla Aylan Kurdi drukknuðum á strönd í Tyrklandi hafa aukið samúðina gagnvart Sýrlendingum á flótta. Engu að síður segja 29 prósent svarenda að Bretar eigi ekki að samþykkja neina flóttamenn frá Sýrlandi. Fimmtán prósent sögðust vilja leyfa 10 þúsund flóttamönnum að koma.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira