Meirihlutinn vill úr ESB Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2015 07:00 David Cameron nordicphotos/afp Meirihluti breskra kjósenda vill að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Þetta sýnir ný könnun sem Mail on Sunday birti um helgina. Niðurstöður sýndu að ef atkvæði yrðu greidd núna myndi 51 prósent greiða atkvæði með því að Bretland færi úr Evrópusambandinu en 49 prósent myndu greiða atkvæði gegn því. Þessar niðurstöður ganga þvert gegn niðurstöðum fyrri kannana, sem hafa flestar sýnt að nokkur meirihluti Breta vill vera áfram í Evrópusambandinu. Í júlí sýndu niðurstöður skoðanakönnunar að 54 prósent væru fylgjandi því að Bretar væru áfram aðilar að Evrópusambandinu en 46 prósent væru andvíg því að Bretar væru áfram. Breska blaðið The Independent segir að stjórnmálamenn muni varast að lesa of mikið í niðurstöður einnar könnunar, sérstaklega þar sem munurinn sé svona lítill. En könnunin kunni þó að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum hjá David Cameron forsætisráðherra. Forsætisráðherrann er þeirrar skoðunar að Bretland eigi að vera áfram aðili að Evrópusambandinu, en gera þurfi breytingar á sambandinu. Hann hafði hugsað sér að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram að ári. Atkvæðagreiðslan þarf að fara fram áður en 2017 er liðið. The Independent segir líka að niðurstöður könnunarinnar verði byr í seglin fyrir þá sem vilja koma Bretlandi út úr Evrópusambandinu, þegar þingmenn koma saman eftir sumarleyfi í dag. The Mail on Sunday hefur tengt niðurstöður skoðanakönnunarinnar við flóttamannavandann og breytingar sem hafa verið gerðar á spurningunni sem borin er fyrir þátttakendur. Yfir 20 prósent þeirra sem vilja vera í Evrópusambandinu segja að þeir myndu hugsanlega breyta afstöðu sinni ef flóttamannavandinn versnar. Myndir sem birtust af hinum þriggja ára gamla Aylan Kurdi drukknuðum á strönd í Tyrklandi hafa aukið samúðina gagnvart Sýrlendingum á flótta. Engu að síður segja 29 prósent svarenda að Bretar eigi ekki að samþykkja neina flóttamenn frá Sýrlandi. Fimmtán prósent sögðust vilja leyfa 10 þúsund flóttamönnum að koma. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Meirihluti breskra kjósenda vill að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Þetta sýnir ný könnun sem Mail on Sunday birti um helgina. Niðurstöður sýndu að ef atkvæði yrðu greidd núna myndi 51 prósent greiða atkvæði með því að Bretland færi úr Evrópusambandinu en 49 prósent myndu greiða atkvæði gegn því. Þessar niðurstöður ganga þvert gegn niðurstöðum fyrri kannana, sem hafa flestar sýnt að nokkur meirihluti Breta vill vera áfram í Evrópusambandinu. Í júlí sýndu niðurstöður skoðanakönnunar að 54 prósent væru fylgjandi því að Bretar væru áfram aðilar að Evrópusambandinu en 46 prósent væru andvíg því að Bretar væru áfram. Breska blaðið The Independent segir að stjórnmálamenn muni varast að lesa of mikið í niðurstöður einnar könnunar, sérstaklega þar sem munurinn sé svona lítill. En könnunin kunni þó að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum hjá David Cameron forsætisráðherra. Forsætisráðherrann er þeirrar skoðunar að Bretland eigi að vera áfram aðili að Evrópusambandinu, en gera þurfi breytingar á sambandinu. Hann hafði hugsað sér að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram að ári. Atkvæðagreiðslan þarf að fara fram áður en 2017 er liðið. The Independent segir líka að niðurstöður könnunarinnar verði byr í seglin fyrir þá sem vilja koma Bretlandi út úr Evrópusambandinu, þegar þingmenn koma saman eftir sumarleyfi í dag. The Mail on Sunday hefur tengt niðurstöður skoðanakönnunarinnar við flóttamannavandann og breytingar sem hafa verið gerðar á spurningunni sem borin er fyrir þátttakendur. Yfir 20 prósent þeirra sem vilja vera í Evrópusambandinu segja að þeir myndu hugsanlega breyta afstöðu sinni ef flóttamannavandinn versnar. Myndir sem birtust af hinum þriggja ára gamla Aylan Kurdi drukknuðum á strönd í Tyrklandi hafa aukið samúðina gagnvart Sýrlendingum á flótta. Engu að síður segja 29 prósent svarenda að Bretar eigi ekki að samþykkja neina flóttamenn frá Sýrlandi. Fimmtán prósent sögðust vilja leyfa 10 þúsund flóttamönnum að koma.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira