Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2025 20:02 Til vinstri má sjá fréttakonu N1 sem sat undir fúkyrðaflaum í útsendingu en fjölmiðilinn tók saman myndband sem sýnir árásir gegn starfsfólki miðilsins. Til vinstri er Igor Bozic, ritstjóri N1. vísir/samsett Ítrekað er ráðist að fjölmiðlafólki í Serbíu með ofbeldi. Ritstjóri á nær einu frjálsu sjónvarpsfréttastöð landsins biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna að fjölmiðlafrelsi. Forseti Serbíu freisti þess að ná stjórn á miðlinum. Hér að neðan sjá brot því ofbeldi sem fréttafólk sem vinnur hjá miðlinum N1 í Serbíu verður fyrir í vinnunni. Í ljósi ítrekaðra árasa tóku þau saman nokkur atvik sem náðust á myndbönd og sýndu fulltrúum fréttastofu. Klippa: Árásir á fjölmiðlafólk Ritstjóri segir árásirnar að minnsta kosti fjörutíu á árinu. „Þetta eru ekki bara árásir frá mótmælendum sem eru fylgjandi stjórnvöldum, heldur einnig árásir af hálfu lögreglunnar,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1. Árásirnar hafi margsinnis verið tilkynntar en viðbrögðin séu engin. Reynt að láta reka ritstjórann N1 er ein fárra frjálsra sjónvarpsstöðva í landinu, sem ekki eru með tengsl við ríkið. Hún er sú langstærsta af þeirri tegund og í raun sú eina sem sinnir landinu öllu. Stöðin er í eigu móðurfélagsins United Group og á dögunum var gerð opinber upptaka af símtali þar sem forstjóri United heyrist ræða kröfu forsetans Aleksandr Vucic um að framkvæmdastjóri félagsins verði rekinn. Að sögn Igors laut krafan að því að framkvæmdastjórinn yrði fyrst látinn fara og að síðan yrði ráðist í breytingar á skipuriti fjölmiðilsins, sem myndu enda með hans eigin uppsögn. Ráðamenn vilji losna við gagnrýni fyrir kosningar. Igor segir það mikið áhyggjuefni. „Jafnvel í síðustu kosningum var mikið um svindl og meira að segja á sjálfan kjördag. Við sáum fólk frá Bosníu flutt með rútum yfir landamærin til Serbíu til þess að greiða atkvæði. Ef við hefðum ekki greint frá því hefði enginn gert það.“ Serbía er neðarlega á lista blaðamanna án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í 180 ríkjum, eða í nítugasta og sjötta sæti. Til samanburðar eru Íslendingar í því sautjánda, þó talsvert neðar en hin Norðurlöndin sem skipa toppsætin. Serbía er í 96. sæti á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum. Ísland situr í 17. sæti, talsvert neðan en hin Norðurlöndin.Vísir Igor lýsir löngum aðdraganda að núverandi stöðu; grafið hafi verið undan miðlinum með ýmsum hætti. Blaðamenn sakaðir um að flytja falsfréttir og ganga erinda annarra. Hann biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna og bendir á að Serbar séu meðal umsóknarríkja að Evrópusambandinu. „Ef þeir loka á okkur eða hafa áhrif á starfsemi okkar mun það leiða til svartnættis í fjölmiðlalandslagi Serbíu,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1. Fjölmiðlar Serbía Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Sjá meira
Hér að neðan sjá brot því ofbeldi sem fréttafólk sem vinnur hjá miðlinum N1 í Serbíu verður fyrir í vinnunni. Í ljósi ítrekaðra árasa tóku þau saman nokkur atvik sem náðust á myndbönd og sýndu fulltrúum fréttastofu. Klippa: Árásir á fjölmiðlafólk Ritstjóri segir árásirnar að minnsta kosti fjörutíu á árinu. „Þetta eru ekki bara árásir frá mótmælendum sem eru fylgjandi stjórnvöldum, heldur einnig árásir af hálfu lögreglunnar,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1. Árásirnar hafi margsinnis verið tilkynntar en viðbrögðin séu engin. Reynt að láta reka ritstjórann N1 er ein fárra frjálsra sjónvarpsstöðva í landinu, sem ekki eru með tengsl við ríkið. Hún er sú langstærsta af þeirri tegund og í raun sú eina sem sinnir landinu öllu. Stöðin er í eigu móðurfélagsins United Group og á dögunum var gerð opinber upptaka af símtali þar sem forstjóri United heyrist ræða kröfu forsetans Aleksandr Vucic um að framkvæmdastjóri félagsins verði rekinn. Að sögn Igors laut krafan að því að framkvæmdastjórinn yrði fyrst látinn fara og að síðan yrði ráðist í breytingar á skipuriti fjölmiðilsins, sem myndu enda með hans eigin uppsögn. Ráðamenn vilji losna við gagnrýni fyrir kosningar. Igor segir það mikið áhyggjuefni. „Jafnvel í síðustu kosningum var mikið um svindl og meira að segja á sjálfan kjördag. Við sáum fólk frá Bosníu flutt með rútum yfir landamærin til Serbíu til þess að greiða atkvæði. Ef við hefðum ekki greint frá því hefði enginn gert það.“ Serbía er neðarlega á lista blaðamanna án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í 180 ríkjum, eða í nítugasta og sjötta sæti. Til samanburðar eru Íslendingar í því sautjánda, þó talsvert neðar en hin Norðurlöndin sem skipa toppsætin. Serbía er í 96. sæti á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum. Ísland situr í 17. sæti, talsvert neðan en hin Norðurlöndin.Vísir Igor lýsir löngum aðdraganda að núverandi stöðu; grafið hafi verið undan miðlinum með ýmsum hætti. Blaðamenn sakaðir um að flytja falsfréttir og ganga erinda annarra. Hann biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna og bendir á að Serbar séu meðal umsóknarríkja að Evrópusambandinu. „Ef þeir loka á okkur eða hafa áhrif á starfsemi okkar mun það leiða til svartnættis í fjölmiðlalandslagi Serbíu,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1.
Fjölmiðlar Serbía Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Sjá meira