Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. október 2025 23:48 Talið er að Trump og Marco Rubio utanríkisráðherra hans hafi einsett sér að koma stjórn Maduro frá völdum. Rubio síðarnefndi er barn Kúbverja sem flúðu byltinguna þar í landi. AP Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. Ljóst er að hernaðaraðgerðir í Venesúela eru til umræðu í Washington enda hafa Bandaríkjamenn hækkað rána stanslaust undanfarið þegar kemur að eldfimum yfirlýsingum og ögrunum í garð einræðisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að hér eigist ekki við tvær ríkisstjórnir sjálfstæðra þjóða heldur Bandaríkin og glæpagengi. Marco Rubio er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er barn kúbanskra flóttamanna og hefur einsett sér að koma einræðisstjórnum í Ameríku frá völdum, með góðu eða illu.AP/Alex Brandon Fyrir helgi flugu Bandaríkjamenn til að mynda hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela og fáeinum dögum þar á undan æfðu þeir loftárásir með B-52 sprengjuvélum á svipuðum slóðum. Trump-stjórnin hefur að einnig byggt upp hernaðargetu sína í Karíbahafinu að undanförnu. Útnefna ríkisstjórn Venesúela eiturlyfjahring og varpa sprengjum Orðræða Trump í garð stjórnvalda í Venesúela er ný af nálinni. Undir yfirskyni þess að Bandaríkjaher sé að bregðast við fíkniefnasmygli hefur ríkisstjórninni tekist að taka um fjörutíu borgara Venesúela og Kólumbíu af lífi án þess að færa fyrir því haldbær rök um að þeir hafi verið eiturlyfjasmyglarar með umfangsmikil tengsl við ríkisstjórn Maduro. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur forseti landsins ekki heimild til að lýsa öðru landi stríð á hendur en það þarf ekki að fá samþykki þingsins ef um löggæsluaðgerð er að ræða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham sagði í dag að raunhæfur möguleiki væri á því að Bandaríkin myndu gera loftárásir á Venesúela á næstunni. „Ég held að Trump forseti hafi tekið ákvörðun um að Maduro, sem er dæmdur eiturlyfjasmyglari, þurfi að fara, að Venesúela og Kólumbía hafi verið öruggt skjól fíkniefnasala og hryðjuverkamenn of lengi,“ sagði hann í viðtali við CBS í dag. „Trump forseti sagði mér í gær að hann hefði í hyggju að greina þingmönnum frá mögulegum hernaðaraðgerðum í Venesúela og Kólumbíu þegar hann kemur aftur frá Asíu,“ sagði hann svo. Vafasöm túlkun á stjórnarskránni Kólumbísk stjórnvöld hafa hvatt Trump til að virða alþjóðalög og láta af árásunum en ljóst er að hann telji sig hafa valdið til að fara í stríð, að minnsta kosti af ummælum öldungadeildarþingmannsins að dæma. „Bush eldri réðst inn í Panama til að steypa stjórnvöldum þar af stóli, vegna þess að leiðtogar Panama voru að vinna með eiturlyfjahringjunum við að ógna landinu okkar,“ sagði Graham. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lýst þessum aðgerðum sem aftökum án dóms og laga en því hafnar Graham. „Þetta er ekki morð. Þetta kallast að vernda Bandaríkin fyrir eitri narkóhryðjuverkamanna frá Venesúela og Kólumbíu,“ sagði hann. Bandaríkin Kólumbía Venesúela Donald Trump Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Ljóst er að hernaðaraðgerðir í Venesúela eru til umræðu í Washington enda hafa Bandaríkjamenn hækkað rána stanslaust undanfarið þegar kemur að eldfimum yfirlýsingum og ögrunum í garð einræðisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að hér eigist ekki við tvær ríkisstjórnir sjálfstæðra þjóða heldur Bandaríkin og glæpagengi. Marco Rubio er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er barn kúbanskra flóttamanna og hefur einsett sér að koma einræðisstjórnum í Ameríku frá völdum, með góðu eða illu.AP/Alex Brandon Fyrir helgi flugu Bandaríkjamenn til að mynda hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela og fáeinum dögum þar á undan æfðu þeir loftárásir með B-52 sprengjuvélum á svipuðum slóðum. Trump-stjórnin hefur að einnig byggt upp hernaðargetu sína í Karíbahafinu að undanförnu. Útnefna ríkisstjórn Venesúela eiturlyfjahring og varpa sprengjum Orðræða Trump í garð stjórnvalda í Venesúela er ný af nálinni. Undir yfirskyni þess að Bandaríkjaher sé að bregðast við fíkniefnasmygli hefur ríkisstjórninni tekist að taka um fjörutíu borgara Venesúela og Kólumbíu af lífi án þess að færa fyrir því haldbær rök um að þeir hafi verið eiturlyfjasmyglarar með umfangsmikil tengsl við ríkisstjórn Maduro. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur forseti landsins ekki heimild til að lýsa öðru landi stríð á hendur en það þarf ekki að fá samþykki þingsins ef um löggæsluaðgerð er að ræða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham sagði í dag að raunhæfur möguleiki væri á því að Bandaríkin myndu gera loftárásir á Venesúela á næstunni. „Ég held að Trump forseti hafi tekið ákvörðun um að Maduro, sem er dæmdur eiturlyfjasmyglari, þurfi að fara, að Venesúela og Kólumbía hafi verið öruggt skjól fíkniefnasala og hryðjuverkamenn of lengi,“ sagði hann í viðtali við CBS í dag. „Trump forseti sagði mér í gær að hann hefði í hyggju að greina þingmönnum frá mögulegum hernaðaraðgerðum í Venesúela og Kólumbíu þegar hann kemur aftur frá Asíu,“ sagði hann svo. Vafasöm túlkun á stjórnarskránni Kólumbísk stjórnvöld hafa hvatt Trump til að virða alþjóðalög og láta af árásunum en ljóst er að hann telji sig hafa valdið til að fara í stríð, að minnsta kosti af ummælum öldungadeildarþingmannsins að dæma. „Bush eldri réðst inn í Panama til að steypa stjórnvöldum þar af stóli, vegna þess að leiðtogar Panama voru að vinna með eiturlyfjahringjunum við að ógna landinu okkar,“ sagði Graham. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lýst þessum aðgerðum sem aftökum án dóms og laga en því hafnar Graham. „Þetta er ekki morð. Þetta kallast að vernda Bandaríkin fyrir eitri narkóhryðjuverkamanna frá Venesúela og Kólumbíu,“ sagði hann.
Bandaríkin Kólumbía Venesúela Donald Trump Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira