Nýr leikvangur þyrfti ekki að kosta skattgreiðendur krónu Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. september 2015 21:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir með forsvarsmönnum KSÍ og segir tíma kominn á nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnulandsleiki. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ kallaði eftir þessu í beinni útsendingu á Vísi í gærkvöldi frá Ingólfstorgi. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir. Uppselt hefur verið á alla heimaleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir að góður árangur landsliðsins fór að láta á sér kræla. Eðlilega velta menn því fyrir sér hvort Laugardalsvöllur dugi fyrir lið sem er komið í hóp 20 bestu knattspyrnuþjóða heims en fyrir leikinn á móti Hollendingum, sem Ísland vann 0-1, var Ísland í 23. sæti styrkleikalista FIFA. Fyrir ofan allar hinar Norðurlandaþjóðirnar. Að þessu sögðu er býsna öruggt að Ísland verður ofar á styrkleikalistanum við endurskoðun hans. Tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll Það er tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll vegna fjarlægðar á milli stúka og hlaupabrautarinnar. Forsvarsmenn KSÍ sjá Laugardalsvöll ekki fyrir sér sem framtíðarleikvang og vilja byggjan nýjan 20-25 þúsund manna leikvang, yfirbyggðan. Mögulega með færanlegu þaki. Sumir hafa nefnt Amsterdam Arena, heimavöll Ajax í Amsterdam, sem fyrirmynd í þessu sambandi. Fréttastofan ræddi við Illuga Gunnarsson ráðherra íþróttamála og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir ríkisráðsfund á Bessastöðum í dag og má nálgast viðbrögð þeirra í myndskeiði með frétt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist taka undir með forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar að þörf sé á nýjum þjóðarleikvangi. Hann segir að knattspyrna á Íslandi hafi eflst mikið eftir mannvirkjauppbyggingu (knatthallir) sem hófst fyrir tæpum tveimur áratugum. Þessi má geta að Bjarni er sjálfur fyrrverandi knattspyrnumaður en hann var miðvörður í Stjörnunni á sínum yngri árum og lék með yngri landsliðum Íslands. „Sú uppbygging sem hefur átt sér stað undanfarna tvo áratugi á mannvirkjum er að skila þessu. Næsta skref er þá væntanlega að þjóðarleikvangurinn sé í samræmi við áhuga Íslendinga á að mæta á völlinn,“ segir Bjarni. Kostnaður við byggingu nýs leikvangs veltur auðvitað á sætafjölda hönnun og íburði. Reikna má þó með að slíkur leikvangur með 20-25 þúsund sætum gæti kostað að minnsta kosti 15-20 milljarða króna. Það er ekki víst að skattgreiðendur þyrftu að greiða neitt fyrir nýjan leikvang. Á síðustu árum hefur svokölluð eignatryggð fjármögnun (e. asset backed securitization, ABS) verið nýtt til að fjármagna stór mannvirki og eru Hvalfjarðargöngin eitt besta dæmið. Í tilviki nýs þjóðarleikvangs gætu lífeyrissjóðir eða aðrir fagfjárfestar byggt völlinn gegn veðrétti í X hlutdeild af öllum seldum miðum á leikvanginn í einhver ár eða áratugi þangað til upp fæst í kostnað og viðunandi arðsemi af verkefninu. Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki sérstaklega mælt með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu. Þá eru mörg svæði í Laugardalnum þegar skilgreind sem íþróttasvæði í aðalskipulagi svo óvíst er hvort gera þyrfti breytingar á því til að byggja völlinn.Fréttin var uppfærð 8. september kl. 9:45 og bætt var við eftirfarandi setningu: Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki mælt sérstaklega með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir með forsvarsmönnum KSÍ og segir tíma kominn á nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnulandsleiki. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ kallaði eftir þessu í beinni útsendingu á Vísi í gærkvöldi frá Ingólfstorgi. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir. Uppselt hefur verið á alla heimaleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir að góður árangur landsliðsins fór að láta á sér kræla. Eðlilega velta menn því fyrir sér hvort Laugardalsvöllur dugi fyrir lið sem er komið í hóp 20 bestu knattspyrnuþjóða heims en fyrir leikinn á móti Hollendingum, sem Ísland vann 0-1, var Ísland í 23. sæti styrkleikalista FIFA. Fyrir ofan allar hinar Norðurlandaþjóðirnar. Að þessu sögðu er býsna öruggt að Ísland verður ofar á styrkleikalistanum við endurskoðun hans. Tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll Það er tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll vegna fjarlægðar á milli stúka og hlaupabrautarinnar. Forsvarsmenn KSÍ sjá Laugardalsvöll ekki fyrir sér sem framtíðarleikvang og vilja byggjan nýjan 20-25 þúsund manna leikvang, yfirbyggðan. Mögulega með færanlegu þaki. Sumir hafa nefnt Amsterdam Arena, heimavöll Ajax í Amsterdam, sem fyrirmynd í þessu sambandi. Fréttastofan ræddi við Illuga Gunnarsson ráðherra íþróttamála og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir ríkisráðsfund á Bessastöðum í dag og má nálgast viðbrögð þeirra í myndskeiði með frétt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist taka undir með forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar að þörf sé á nýjum þjóðarleikvangi. Hann segir að knattspyrna á Íslandi hafi eflst mikið eftir mannvirkjauppbyggingu (knatthallir) sem hófst fyrir tæpum tveimur áratugum. Þessi má geta að Bjarni er sjálfur fyrrverandi knattspyrnumaður en hann var miðvörður í Stjörnunni á sínum yngri árum og lék með yngri landsliðum Íslands. „Sú uppbygging sem hefur átt sér stað undanfarna tvo áratugi á mannvirkjum er að skila þessu. Næsta skref er þá væntanlega að þjóðarleikvangurinn sé í samræmi við áhuga Íslendinga á að mæta á völlinn,“ segir Bjarni. Kostnaður við byggingu nýs leikvangs veltur auðvitað á sætafjölda hönnun og íburði. Reikna má þó með að slíkur leikvangur með 20-25 þúsund sætum gæti kostað að minnsta kosti 15-20 milljarða króna. Það er ekki víst að skattgreiðendur þyrftu að greiða neitt fyrir nýjan leikvang. Á síðustu árum hefur svokölluð eignatryggð fjármögnun (e. asset backed securitization, ABS) verið nýtt til að fjármagna stór mannvirki og eru Hvalfjarðargöngin eitt besta dæmið. Í tilviki nýs þjóðarleikvangs gætu lífeyrissjóðir eða aðrir fagfjárfestar byggt völlinn gegn veðrétti í X hlutdeild af öllum seldum miðum á leikvanginn í einhver ár eða áratugi þangað til upp fæst í kostnað og viðunandi arðsemi af verkefninu. Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki sérstaklega mælt með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu. Þá eru mörg svæði í Laugardalnum þegar skilgreind sem íþróttasvæði í aðalskipulagi svo óvíst er hvort gera þyrfti breytingar á því til að byggja völlinn.Fréttin var uppfærð 8. september kl. 9:45 og bætt var við eftirfarandi setningu: Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki mælt sérstaklega með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira