Flýgur til Lesbos að hjálpa flóttafólki Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. september 2015 07:00 Ásta segir engan ræða um það hvort taka eigi á móti flóttamönnum í Noregi. Umræðan snúist um það hvernig það verði gert. Mynd/AFP „Hver einasti dagur skiptir máli, ég hreinlega gat ekki setið hér lengur og ákvað því að freista þess að komast til Lesbos um miðjan október til að aðstoða flóttamenn á eyjunni,“ segir Ásta Hafþórsdóttir, kvikmyndagerðarkona í Ósló. Á Lesbos eru um sautján þúsund flóttamenn frá Sýrlandi sem vilja komast til meginlandsins með fjölskyldur sínar. Fréttastofa AFP greindi frá því í gærkvöldi að á eyjunni ríkti upplausnarástand. Flóttamenn sofi undir berum himni, hafi enga salernisaðstöðu, fæði eða klæði. „Það er mikill kraftur í Norðmönnum og meira en hundrað þúsund hafa boðið sig fram til hjálparstarfa. Hér verður maður alls ekki var við umræðu á meðal almennings um það hvort það eigi að taka á móti flóttamönnum eins og heima á Íslandi. Þeir sem hafa þá skoðun halda sig ef til vill til hlés, hér er bara rætt um hvernig skuli aðstoða flóttamenn sem hingað koma,“ segir Ásta en stjórnvöld í Noregi áætla að hennar sögn að taka á móti átta þúsund flóttamönnum. Eins og hér á landi þrýstir almenningur á um að enn fleiri flóttamönnum verði hleypt til landsins. „Það hefur orðið einhver sprenging og það er erfitt að útskýra af hverju. Fólk hugsar öðruvísi, segir Ásta og gefur dæmi um hlýhug Norðmanna síðustu daga. „Einn stærsti hóteleigandi í Noregi opnaði eitt af hótelum sínum fyrir fimmtíu flóttamönnum. Þau hefðu annars sofið á gólfi á móttökustöð fyrir flóttamenn en hóteleigandinn bauð þeim í staðinn að sofa í uppbúnum rúmum. Þetta er það sem ég verð vitni að núna og þykir fallegt.“Ásta lýsir því hvaða mögulegu verkefni bíði hennar komist hún til Lesbos. „Það þarf að gefa þeim mat, skó, vatn og burðarbelti því þau þurfa mörg að ganga afar langa leið. Fleiri þúsund manns reyna að komast þarna yfir í gegnum Lesbos. Það eru margir sjálfboðaliðar á leiðinni til eyjunnar núna. Það verður erfiðara þegar það fer að kólna, það þarf að halda hjálparstarfinu uppi í vetur, því flóttamannastrauminum linnir ekki.“ Hún er einstæð móðir tvíbura, fjögurra ára gamalla. Móðir hennar mun gæta þeirra á meðan hún leggur í langferðina og hún greiðir ferðina úr eigin vasa. „Ég fer á eigin vegum, flýg til eyjunnar og leigi mér hótelherbergi, ferðaáætlunin er ekki orðin ljós,“ segir hún en þegar nær dregur mun hún stofna síðu á Facebook í kringum ferðalag sitt. Flóttamenn Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
„Hver einasti dagur skiptir máli, ég hreinlega gat ekki setið hér lengur og ákvað því að freista þess að komast til Lesbos um miðjan október til að aðstoða flóttamenn á eyjunni,“ segir Ásta Hafþórsdóttir, kvikmyndagerðarkona í Ósló. Á Lesbos eru um sautján þúsund flóttamenn frá Sýrlandi sem vilja komast til meginlandsins með fjölskyldur sínar. Fréttastofa AFP greindi frá því í gærkvöldi að á eyjunni ríkti upplausnarástand. Flóttamenn sofi undir berum himni, hafi enga salernisaðstöðu, fæði eða klæði. „Það er mikill kraftur í Norðmönnum og meira en hundrað þúsund hafa boðið sig fram til hjálparstarfa. Hér verður maður alls ekki var við umræðu á meðal almennings um það hvort það eigi að taka á móti flóttamönnum eins og heima á Íslandi. Þeir sem hafa þá skoðun halda sig ef til vill til hlés, hér er bara rætt um hvernig skuli aðstoða flóttamenn sem hingað koma,“ segir Ásta en stjórnvöld í Noregi áætla að hennar sögn að taka á móti átta þúsund flóttamönnum. Eins og hér á landi þrýstir almenningur á um að enn fleiri flóttamönnum verði hleypt til landsins. „Það hefur orðið einhver sprenging og það er erfitt að útskýra af hverju. Fólk hugsar öðruvísi, segir Ásta og gefur dæmi um hlýhug Norðmanna síðustu daga. „Einn stærsti hóteleigandi í Noregi opnaði eitt af hótelum sínum fyrir fimmtíu flóttamönnum. Þau hefðu annars sofið á gólfi á móttökustöð fyrir flóttamenn en hóteleigandinn bauð þeim í staðinn að sofa í uppbúnum rúmum. Þetta er það sem ég verð vitni að núna og þykir fallegt.“Ásta lýsir því hvaða mögulegu verkefni bíði hennar komist hún til Lesbos. „Það þarf að gefa þeim mat, skó, vatn og burðarbelti því þau þurfa mörg að ganga afar langa leið. Fleiri þúsund manns reyna að komast þarna yfir í gegnum Lesbos. Það eru margir sjálfboðaliðar á leiðinni til eyjunnar núna. Það verður erfiðara þegar það fer að kólna, það þarf að halda hjálparstarfinu uppi í vetur, því flóttamannastrauminum linnir ekki.“ Hún er einstæð móðir tvíbura, fjögurra ára gamalla. Móðir hennar mun gæta þeirra á meðan hún leggur í langferðina og hún greiðir ferðina úr eigin vasa. „Ég fer á eigin vegum, flýg til eyjunnar og leigi mér hótelherbergi, ferðaáætlunin er ekki orðin ljós,“ segir hún en þegar nær dregur mun hún stofna síðu á Facebook í kringum ferðalag sitt.
Flóttamenn Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira