Innlent

80 milljónir króna í að fá matgæðinga til landsins

Atli ísleifsson skrifar
Markmiðið er að auka verðmætasköpun með því að vekja áhuga fólks á að upplifa og njóta afþreyingar sem byggist á matarhefðum, læra að matreiða og kynnast framleiðslu og uppruna, sögu og hefðum.
Markmiðið er að auka verðmætasköpun með því að vekja áhuga fólks á að upplifa og njóta afþreyingar sem byggist á matarhefðum, læra að matreiða og kynnast framleiðslu og uppruna, sögu og hefðum. Vísir/Pjetur
80 milljónir króna verða lagðar úr ríkissjóði til verkefnisins Matvælalandið Ísland á næstu fimm árum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag.

Í athugasemdum segir að vaxandi fjöldi ferðamanna í heiminum velji áfangastað vegna matarmenningar og upplifunar sem tengist mat með einum eða öðrum hætti.

„Markmiðið er að auka verðmætasköpun með því að vekja áhuga fólks á að upplifa og njóta afþreyingar sem byggist á matarhefðum, læra að matreiða og kynnast framleiðslu og uppruna, sögu og hefðum.

Kostnaður felst í stefnumörkun og innra starfi verkefnisins, rannsóknum, kynningarefni og markaðsstarfi. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og utanríkisráðuneytið standa saman að verkefninu og verður umsjón þess hjá Íslandsstofu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×